Myndarleg lægðarhringrás gæti fært hlýrra loft til Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 22. júlí 2018 10:08 Ekki algeng sjón á höfuðborgarsvæðinu í sumar Fréttablaðið/Ernir Einhverjar líkur eru á að lægðahringrás muni hugsanlega grípa hlýtt loft og færa það til Íslands í vikunni. Þetta kemur fram á bloggsíðu veðurfræðingsins Trausta Jónssonar þar sem hann fer yfir spákort fyrir vikuna. Trausti setur alla heimsins fyrirvara við mál sitt og segir að það sé alls ekkert víst að neinar efnislegar breytingar verði á veðurlagi á næstunni. Á þriðjudag og miðvikudag mun þó eiga sér stað ákveðin þróun í á svæðinu í kringum Ísland sem gæti leitt af sér austlægar áttir og mögulega hlýrra veður á vestanverðu landinu. Það er þó alls ekkert víst. Hann segir kortið fyrir þriðjudag sýna snarpa lægð við suðurodda Grænlands á leið til austsuðausturs. Sú lægð er tengd sliti út úr meiginkuldapolli norðurslóða. „Hann hefur verpt eggi eins og ritstjóri hungurdiska hefur stundum orðað það,“ skrifar Trausti. Hann segir kalt heimskautaloft streyma til suðurs fram hjá Grænlandi suðvestanverðu og út á Atlantshaf. Framrásin sé nægilega öflug til að búa til myndarlega lægðarhringrás sem mun síðar teygja sig til suður og austurs. „Og hugsanlega – rétt hugsanlega – grípa þar eitthvað af hlýrra lofti og færa í átt til Íslands,“ segir Trausti. Þó lægðin grípi ef til vill í tómt, ætti niðurstaðan að mati Trausta samt að verða sú að ríkjandi átt verði heldur austlægari en verið hefur. „En svo gæti líka farið svo að við fáum þetta kalda loft úr vestri bara yfir okkur seinna í vikunni - rétt eins og algengast hefur verið í sumar og aftur verði að bíða í nokkra daga eftir nýju færi,“ skrifar Trausti. Á vef Veðurstofu Íslands er tekið fram að þungbúið verði í dag og víða dálítil væta. Hiti verður um sjö til þrettán stig, en þó gæti haldist þurrt og nokkuð bjart lengst af á Suðausturlandi vestan Öræfa og hitinn allt að sautján stigum. Það verður ákveðnari norðaustlæg átt eftir helgi og birtir heldur til V-lands, en vætusamt áfram í öðrum landshlutum. Fremur svalt í veðri fyrir norðan, en allt að 14 stigum syðra. Útlit fyrir austanátt með vætu einkum SA-lands um miðja næstu viku, en úrkomulítið V- og N-lands og fer heldur hlýnandi. Veður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Einhverjar líkur eru á að lægðahringrás muni hugsanlega grípa hlýtt loft og færa það til Íslands í vikunni. Þetta kemur fram á bloggsíðu veðurfræðingsins Trausta Jónssonar þar sem hann fer yfir spákort fyrir vikuna. Trausti setur alla heimsins fyrirvara við mál sitt og segir að það sé alls ekkert víst að neinar efnislegar breytingar verði á veðurlagi á næstunni. Á þriðjudag og miðvikudag mun þó eiga sér stað ákveðin þróun í á svæðinu í kringum Ísland sem gæti leitt af sér austlægar áttir og mögulega hlýrra veður á vestanverðu landinu. Það er þó alls ekkert víst. Hann segir kortið fyrir þriðjudag sýna snarpa lægð við suðurodda Grænlands á leið til austsuðausturs. Sú lægð er tengd sliti út úr meiginkuldapolli norðurslóða. „Hann hefur verpt eggi eins og ritstjóri hungurdiska hefur stundum orðað það,“ skrifar Trausti. Hann segir kalt heimskautaloft streyma til suðurs fram hjá Grænlandi suðvestanverðu og út á Atlantshaf. Framrásin sé nægilega öflug til að búa til myndarlega lægðarhringrás sem mun síðar teygja sig til suður og austurs. „Og hugsanlega – rétt hugsanlega – grípa þar eitthvað af hlýrra lofti og færa í átt til Íslands,“ segir Trausti. Þó lægðin grípi ef til vill í tómt, ætti niðurstaðan að mati Trausta samt að verða sú að ríkjandi átt verði heldur austlægari en verið hefur. „En svo gæti líka farið svo að við fáum þetta kalda loft úr vestri bara yfir okkur seinna í vikunni - rétt eins og algengast hefur verið í sumar og aftur verði að bíða í nokkra daga eftir nýju færi,“ skrifar Trausti. Á vef Veðurstofu Íslands er tekið fram að þungbúið verði í dag og víða dálítil væta. Hiti verður um sjö til þrettán stig, en þó gæti haldist þurrt og nokkuð bjart lengst af á Suðausturlandi vestan Öræfa og hitinn allt að sautján stigum. Það verður ákveðnari norðaustlæg átt eftir helgi og birtir heldur til V-lands, en vætusamt áfram í öðrum landshlutum. Fremur svalt í veðri fyrir norðan, en allt að 14 stigum syðra. Útlit fyrir austanátt með vætu einkum SA-lands um miðja næstu viku, en úrkomulítið V- og N-lands og fer heldur hlýnandi.
Veður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira