Húsið við Stigahlíð tómt í lok vikunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. júlí 2018 19:30 Húsið við Stigahlíð, sem Reykjavíkurborg notar sem tímabundið búsetuúrræði fyrir hælisleitendur, verður orðið tómt við lok þessarar viku. Síðan í desember hefur lögregla þrettán sinnum, þar af nokkrum sinnum með aðstoð sérsveitar, þurft að hafa afskipti af íbúum hússins. Í húsinu hafa búið allt að 16 hælisleitendur í einu en Reykjavíkurborg hefur verið með húsið á leigu síðan 2015. Dæmi er um að í húsinu hafi dvalið einstaklingar sem hafa sætt farbanni og verið undir rafrænu eftirliti og beiðið dóms. Í fréttum Stöðvar 2 í júní lýstu íbúar í Stigahlíð áhyggjum sínum af aðbúnaði íbúa hússins og öryggi í hverfinu.Allt að sextán einstaklingar hafa dvalið í húsinu í senn sem Reykjavíkurborg er með á leigu.Vísir/BöddiSamkvæmt samningi við Útlendingastofnun sinnir Reykjavíkurborg um 200 hælisleitendum sem koma til landsins og hefur borgin nýtt umrætt húsnæði sem búsetuúrræði fyrir einstaklinga úr þeim hópi að sögn Sigþrúðar Erlu Arnarsdóttur, framkvæmdastjóra þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum. „Þetta náttúrlega er alltaf viðkvæmur málaflokkur. Við erum að fá fólk alls staðar að úr heiminum og í mismunandi ástandi og mismunandi bakrunn og við þurfum að bregðast við í hvert sinn á hverjum stað fyrir sig,“ segir Sigþrúður. „Við höfðum reglubundið eftirlit þannig að við gerðum samning líka við öryggismiðstöð um það að koma inn í húsnæðið þegar það voru ekki starfsmenn að koma héðan þannig að það voru innlit þarna nokkrum sinnum á dag.” Að sögn Sigþrúðar hefur borgin leitast við að eiga í góðu sambandi við íbúa en leigusamningi sem rennur út um áramótin verður ekki framlengt. „Við höfum ákveðið sem sagt að breyta þessu úrræði og færa okkur um set,“ segir Sigþrúður. „Þessa stundina eru fjórir í húsinu og við áætlum að það verði orðið tómt núna í lok vikunnar.“ Hælisleitendur Tengdar fréttir Dreifðu áróðri gegn hælisleitendum í Hlíðunum Samtök sem vilja sameina öll Norðurlöndin dreifðu áróðri gegn hælisleitendum í Hlíðahverfi í dag. 9. júlí 2018 23:15 Sérsveitin kölluð út í Stigahlíð Íbúar sem búa í námunda við einbýlishúsið, sem lögregla á að hafa ráðist inn í, greina frá því sem fyrir augu bar í gærkvöldi. Einn íbúanna sagði fréttamanni frá því að í lögregluaðgerðinni hefðu tveir menn verið handteknir úti á miðri götu. 19. júní 2018 11:56 Hælisleitendur fara úr Stigahlíð um áramótin Leigusamningur um húsnæði í Stigahlíð fyrir hælisleitendur rennur út um áramótin og mun Reykjavíkurborg ekki endurnýja samninginn þar sem illa hefur gefist að búa vel um svo marga í einu húsnæði. Lögregla var kölluð til í nótt þegar íbúi leitaði blóðugur til nágranna eftir hjálp vegna átaka. 30. júní 2018 12:30 Tveir leituðu á slysadeild eftir átökin í Stigahlíð Um er að ræða tímabundið búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 30. júní 2018 07:30 Íbúar í Stigahlíð áhyggjufullir yfir aðbúnaði í húsi fyrir hælisleitendur Lögreglan hefur á undanförnum mánuðum þurft ítrekað að hafa afskipti af íbúum í húsi við Stigahlíð, þar af nokkrum sinnum með aðstoð sérsveitar. Í húsinu búa á annan tug hælisleitenda en íbúar í Stigahlíð hafa áhyggjur af aðbúnaði þeirra og öryggi í hverfinu. 19. júní 2018 19:45 Sjúkrabíll og lögregla send á vettvang vegna atviks í húsi við Stigahlíð Nágrannar kölluðu til lögreglu eftir að blóðugur maður hafi bankað upp á. 29. júní 2018 22:30 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Húsið við Stigahlíð, sem Reykjavíkurborg notar sem tímabundið búsetuúrræði fyrir hælisleitendur, verður orðið tómt við lok þessarar viku. Síðan í desember hefur lögregla þrettán sinnum, þar af nokkrum sinnum með aðstoð sérsveitar, þurft að hafa afskipti af íbúum hússins. Í húsinu hafa búið allt að 16 hælisleitendur í einu en Reykjavíkurborg hefur verið með húsið á leigu síðan 2015. Dæmi er um að í húsinu hafi dvalið einstaklingar sem hafa sætt farbanni og verið undir rafrænu eftirliti og beiðið dóms. Í fréttum Stöðvar 2 í júní lýstu íbúar í Stigahlíð áhyggjum sínum af aðbúnaði íbúa hússins og öryggi í hverfinu.Allt að sextán einstaklingar hafa dvalið í húsinu í senn sem Reykjavíkurborg er með á leigu.Vísir/BöddiSamkvæmt samningi við Útlendingastofnun sinnir Reykjavíkurborg um 200 hælisleitendum sem koma til landsins og hefur borgin nýtt umrætt húsnæði sem búsetuúrræði fyrir einstaklinga úr þeim hópi að sögn Sigþrúðar Erlu Arnarsdóttur, framkvæmdastjóra þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum. „Þetta náttúrlega er alltaf viðkvæmur málaflokkur. Við erum að fá fólk alls staðar að úr heiminum og í mismunandi ástandi og mismunandi bakrunn og við þurfum að bregðast við í hvert sinn á hverjum stað fyrir sig,“ segir Sigþrúður. „Við höfðum reglubundið eftirlit þannig að við gerðum samning líka við öryggismiðstöð um það að koma inn í húsnæðið þegar það voru ekki starfsmenn að koma héðan þannig að það voru innlit þarna nokkrum sinnum á dag.” Að sögn Sigþrúðar hefur borgin leitast við að eiga í góðu sambandi við íbúa en leigusamningi sem rennur út um áramótin verður ekki framlengt. „Við höfum ákveðið sem sagt að breyta þessu úrræði og færa okkur um set,“ segir Sigþrúður. „Þessa stundina eru fjórir í húsinu og við áætlum að það verði orðið tómt núna í lok vikunnar.“
Hælisleitendur Tengdar fréttir Dreifðu áróðri gegn hælisleitendum í Hlíðunum Samtök sem vilja sameina öll Norðurlöndin dreifðu áróðri gegn hælisleitendum í Hlíðahverfi í dag. 9. júlí 2018 23:15 Sérsveitin kölluð út í Stigahlíð Íbúar sem búa í námunda við einbýlishúsið, sem lögregla á að hafa ráðist inn í, greina frá því sem fyrir augu bar í gærkvöldi. Einn íbúanna sagði fréttamanni frá því að í lögregluaðgerðinni hefðu tveir menn verið handteknir úti á miðri götu. 19. júní 2018 11:56 Hælisleitendur fara úr Stigahlíð um áramótin Leigusamningur um húsnæði í Stigahlíð fyrir hælisleitendur rennur út um áramótin og mun Reykjavíkurborg ekki endurnýja samninginn þar sem illa hefur gefist að búa vel um svo marga í einu húsnæði. Lögregla var kölluð til í nótt þegar íbúi leitaði blóðugur til nágranna eftir hjálp vegna átaka. 30. júní 2018 12:30 Tveir leituðu á slysadeild eftir átökin í Stigahlíð Um er að ræða tímabundið búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 30. júní 2018 07:30 Íbúar í Stigahlíð áhyggjufullir yfir aðbúnaði í húsi fyrir hælisleitendur Lögreglan hefur á undanförnum mánuðum þurft ítrekað að hafa afskipti af íbúum í húsi við Stigahlíð, þar af nokkrum sinnum með aðstoð sérsveitar. Í húsinu búa á annan tug hælisleitenda en íbúar í Stigahlíð hafa áhyggjur af aðbúnaði þeirra og öryggi í hverfinu. 19. júní 2018 19:45 Sjúkrabíll og lögregla send á vettvang vegna atviks í húsi við Stigahlíð Nágrannar kölluðu til lögreglu eftir að blóðugur maður hafi bankað upp á. 29. júní 2018 22:30 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Dreifðu áróðri gegn hælisleitendum í Hlíðunum Samtök sem vilja sameina öll Norðurlöndin dreifðu áróðri gegn hælisleitendum í Hlíðahverfi í dag. 9. júlí 2018 23:15
Sérsveitin kölluð út í Stigahlíð Íbúar sem búa í námunda við einbýlishúsið, sem lögregla á að hafa ráðist inn í, greina frá því sem fyrir augu bar í gærkvöldi. Einn íbúanna sagði fréttamanni frá því að í lögregluaðgerðinni hefðu tveir menn verið handteknir úti á miðri götu. 19. júní 2018 11:56
Hælisleitendur fara úr Stigahlíð um áramótin Leigusamningur um húsnæði í Stigahlíð fyrir hælisleitendur rennur út um áramótin og mun Reykjavíkurborg ekki endurnýja samninginn þar sem illa hefur gefist að búa vel um svo marga í einu húsnæði. Lögregla var kölluð til í nótt þegar íbúi leitaði blóðugur til nágranna eftir hjálp vegna átaka. 30. júní 2018 12:30
Tveir leituðu á slysadeild eftir átökin í Stigahlíð Um er að ræða tímabundið búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 30. júní 2018 07:30
Íbúar í Stigahlíð áhyggjufullir yfir aðbúnaði í húsi fyrir hælisleitendur Lögreglan hefur á undanförnum mánuðum þurft ítrekað að hafa afskipti af íbúum í húsi við Stigahlíð, þar af nokkrum sinnum með aðstoð sérsveitar. Í húsinu búa á annan tug hælisleitenda en íbúar í Stigahlíð hafa áhyggjur af aðbúnaði þeirra og öryggi í hverfinu. 19. júní 2018 19:45
Sjúkrabíll og lögregla send á vettvang vegna atviks í húsi við Stigahlíð Nágrannar kölluðu til lögreglu eftir að blóðugur maður hafi bankað upp á. 29. júní 2018 22:30