Mal katta ekki bara merki um hamingju Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. júlí 2018 06:00 Ef til vill gat ljósmyndarinn heyrt þennan singapúrska kött mala. Vísir/afp Þótt mal katta tákni venjulega að þeir séu hamingjusamir geta kettir líka malað til að tjá stress eða ótta þótt hið fyrstnefnda sé algengast. Þetta segir Gary Weitzman, dýralæknir og framkvæmdastjóri dýrahjálparsamtaka í San Francisco. „Við erum bara rétt að byrja að skilja þetta hljóð og það er mörgum spurningum enn ósvarað,“ sagði Weitzman. BBC fjallaði ítarlega um mal katta í gær. Þar kom fram að þótt hegðun hunda hafi verið meira rannsökuð, enda viljugri þátttakendur, sér í lagi ef matur er í boði, hafi mal verið mikið rannsakað undanfarið. Sam Watson, rannsakandi hjá bresku dýrahjálparsamtökunum RSPCA, sagði við BBC að enn væri lítið vitað um hvernig villikettir möluðu sín á milli. Þó væri vitað að þeir mali þegar þeir þrífa hver annan. „Þeir gætu malað til að segjast vilja eitthvað, eða til að biðja um hluta af mat annars. Margt svona hreinlega vitum við ekkert um,“ sagði Watson. Weitzman benti sömuleiðis á að mal katta gæti verið heilandi, en því hefur verið haldið fram að hin tuttugu til 150 riða tíðni kattamals gæti örvað beinvöxt. „Mal á þessari tíðni samræmist þekktri tíðni sem stuðlar að heilun manneskja. Beinvöxtur örvast við 25 til 50 rið og húð við um hundrað rið samkvæmt rannsóknum,“ sagði Weitzman. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Þótt mal katta tákni venjulega að þeir séu hamingjusamir geta kettir líka malað til að tjá stress eða ótta þótt hið fyrstnefnda sé algengast. Þetta segir Gary Weitzman, dýralæknir og framkvæmdastjóri dýrahjálparsamtaka í San Francisco. „Við erum bara rétt að byrja að skilja þetta hljóð og það er mörgum spurningum enn ósvarað,“ sagði Weitzman. BBC fjallaði ítarlega um mal katta í gær. Þar kom fram að þótt hegðun hunda hafi verið meira rannsökuð, enda viljugri þátttakendur, sér í lagi ef matur er í boði, hafi mal verið mikið rannsakað undanfarið. Sam Watson, rannsakandi hjá bresku dýrahjálparsamtökunum RSPCA, sagði við BBC að enn væri lítið vitað um hvernig villikettir möluðu sín á milli. Þó væri vitað að þeir mali þegar þeir þrífa hver annan. „Þeir gætu malað til að segjast vilja eitthvað, eða til að biðja um hluta af mat annars. Margt svona hreinlega vitum við ekkert um,“ sagði Watson. Weitzman benti sömuleiðis á að mal katta gæti verið heilandi, en því hefur verið haldið fram að hin tuttugu til 150 riða tíðni kattamals gæti örvað beinvöxt. „Mal á þessari tíðni samræmist þekktri tíðni sem stuðlar að heilun manneskja. Beinvöxtur örvast við 25 til 50 rið og húð við um hundrað rið samkvæmt rannsóknum,“ sagði Weitzman.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira