Tólf ára gömul með forsíðumyndina á mest lesna dagblaði landsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júlí 2018 12:15 Myndin sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins sést hér til vinstri en til hægri er Matthildur Embla ásamt litlu systur sinni Kolfinnu Kötlu. Hin 12 ára gamla Matthildur Embla Benediktsdóttir náði ansi eftirsóttu plássi á forsíðu Fréttablaðsins, mest lesna dagblaði landsins, í dag en hún átti forsíðumyndina, hvorki meira né minna. Myndin er af Dettifossi þar sem Matthildur var á ferð með pabba sínum, systur, ömmu og afa, frænda og frænku í gær. Í samtali við Vísi segir Matthildur að henni þyki rosa gaman að hafa átt forsíðumynd á blaðinu sem svo margir landsmenn lesa á hverjum degi. Á myndinni sést vel hvernig ferðamenn austanmegin við fossinn hættu sér oft á tíðum mjög nálægt brúninni en aðspurð hvers vegna hún smellti af segir Matthildur að henni hafi þótt það sem hún sá svo flott.En varstu ekkert hrædd um að sjá einhvern ferðamann detta? „Jú, það var einn sem var kominn alveg á brúnina,“ segir hún. Matthildur segir að það hafi rignt í gær en svo hafi komið „steikjandi hiti,“ eins og hún orðar það. Það er því ekki að furða að steinar og klappir við fossinn hafi verið sleipir auk þess sem mikill úði kemur auðvitað frá fossinum sjálfum.Þessi fallega mynd er líka tekin af Matthildi Emblu.matthildur emblaFengið góð ráð frá ljósmyndurum blaðanna Matthildur fer í 7. bekk í haust en hún hefur mikinn áhuga á ljósmyndun og hefur verið að taka myndir síðan hún var 10 ára. Hún segist ekki eiga sína eigin myndavél en hún taki mikið af myndum á símann sinn og svo gerir hún svokölluð „slow-mo“-myndbönd. Forsíðumynd Fréttablaðsins tók Matthildur á myndavél ömmu sinnar en hún segir drauminn að eignast sína eigin vél. Faðir Matthildar, Benedikt Bóas Hinriksson, hefur starfað sem blaðamaður í mörg ár, bæði á Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Hann segir dóttur sína oft hafa komið með sér í alls konar verkefni tengd vinnu og þá fengið góð ráð frá ljósmyndurum blaðanna, til dæmis þeim Árna Sæberg og Eggerti Jóhannessyni á Morgunblaðinu og Sigtryggi Ara Jóhannssyni á Fréttablaðinu. Matthildur segist ekki hafa farið á nein ljósmyndanámskeið en hún segir að sig langi örugglega einhvern tímann í framtíðinni að læra eitthvað meira í tengslum við áhugamálið. Fjölmiðlar Krakkar Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira
Hin 12 ára gamla Matthildur Embla Benediktsdóttir náði ansi eftirsóttu plássi á forsíðu Fréttablaðsins, mest lesna dagblaði landsins, í dag en hún átti forsíðumyndina, hvorki meira né minna. Myndin er af Dettifossi þar sem Matthildur var á ferð með pabba sínum, systur, ömmu og afa, frænda og frænku í gær. Í samtali við Vísi segir Matthildur að henni þyki rosa gaman að hafa átt forsíðumynd á blaðinu sem svo margir landsmenn lesa á hverjum degi. Á myndinni sést vel hvernig ferðamenn austanmegin við fossinn hættu sér oft á tíðum mjög nálægt brúninni en aðspurð hvers vegna hún smellti af segir Matthildur að henni hafi þótt það sem hún sá svo flott.En varstu ekkert hrædd um að sjá einhvern ferðamann detta? „Jú, það var einn sem var kominn alveg á brúnina,“ segir hún. Matthildur segir að það hafi rignt í gær en svo hafi komið „steikjandi hiti,“ eins og hún orðar það. Það er því ekki að furða að steinar og klappir við fossinn hafi verið sleipir auk þess sem mikill úði kemur auðvitað frá fossinum sjálfum.Þessi fallega mynd er líka tekin af Matthildi Emblu.matthildur emblaFengið góð ráð frá ljósmyndurum blaðanna Matthildur fer í 7. bekk í haust en hún hefur mikinn áhuga á ljósmyndun og hefur verið að taka myndir síðan hún var 10 ára. Hún segist ekki eiga sína eigin myndavél en hún taki mikið af myndum á símann sinn og svo gerir hún svokölluð „slow-mo“-myndbönd. Forsíðumynd Fréttablaðsins tók Matthildur á myndavél ömmu sinnar en hún segir drauminn að eignast sína eigin vél. Faðir Matthildar, Benedikt Bóas Hinriksson, hefur starfað sem blaðamaður í mörg ár, bæði á Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Hann segir dóttur sína oft hafa komið með sér í alls konar verkefni tengd vinnu og þá fengið góð ráð frá ljósmyndurum blaðanna, til dæmis þeim Árna Sæberg og Eggerti Jóhannessyni á Morgunblaðinu og Sigtryggi Ara Jóhannssyni á Fréttablaðinu. Matthildur segist ekki hafa farið á nein ljósmyndanámskeið en hún segir að sig langi örugglega einhvern tímann í framtíðinni að læra eitthvað meira í tengslum við áhugamálið.
Fjölmiðlar Krakkar Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira