Tólf ára gömul með forsíðumyndina á mest lesna dagblaði landsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júlí 2018 12:15 Myndin sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins sést hér til vinstri en til hægri er Matthildur Embla ásamt litlu systur sinni Kolfinnu Kötlu. Hin 12 ára gamla Matthildur Embla Benediktsdóttir náði ansi eftirsóttu plássi á forsíðu Fréttablaðsins, mest lesna dagblaði landsins, í dag en hún átti forsíðumyndina, hvorki meira né minna. Myndin er af Dettifossi þar sem Matthildur var á ferð með pabba sínum, systur, ömmu og afa, frænda og frænku í gær. Í samtali við Vísi segir Matthildur að henni þyki rosa gaman að hafa átt forsíðumynd á blaðinu sem svo margir landsmenn lesa á hverjum degi. Á myndinni sést vel hvernig ferðamenn austanmegin við fossinn hættu sér oft á tíðum mjög nálægt brúninni en aðspurð hvers vegna hún smellti af segir Matthildur að henni hafi þótt það sem hún sá svo flott.En varstu ekkert hrædd um að sjá einhvern ferðamann detta? „Jú, það var einn sem var kominn alveg á brúnina,“ segir hún. Matthildur segir að það hafi rignt í gær en svo hafi komið „steikjandi hiti,“ eins og hún orðar það. Það er því ekki að furða að steinar og klappir við fossinn hafi verið sleipir auk þess sem mikill úði kemur auðvitað frá fossinum sjálfum.Þessi fallega mynd er líka tekin af Matthildi Emblu.matthildur emblaFengið góð ráð frá ljósmyndurum blaðanna Matthildur fer í 7. bekk í haust en hún hefur mikinn áhuga á ljósmyndun og hefur verið að taka myndir síðan hún var 10 ára. Hún segist ekki eiga sína eigin myndavél en hún taki mikið af myndum á símann sinn og svo gerir hún svokölluð „slow-mo“-myndbönd. Forsíðumynd Fréttablaðsins tók Matthildur á myndavél ömmu sinnar en hún segir drauminn að eignast sína eigin vél. Faðir Matthildar, Benedikt Bóas Hinriksson, hefur starfað sem blaðamaður í mörg ár, bæði á Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Hann segir dóttur sína oft hafa komið með sér í alls konar verkefni tengd vinnu og þá fengið góð ráð frá ljósmyndurum blaðanna, til dæmis þeim Árna Sæberg og Eggerti Jóhannessyni á Morgunblaðinu og Sigtryggi Ara Jóhannssyni á Fréttablaðinu. Matthildur segist ekki hafa farið á nein ljósmyndanámskeið en hún segir að sig langi örugglega einhvern tímann í framtíðinni að læra eitthvað meira í tengslum við áhugamálið. Fjölmiðlar Krakkar Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Hin 12 ára gamla Matthildur Embla Benediktsdóttir náði ansi eftirsóttu plássi á forsíðu Fréttablaðsins, mest lesna dagblaði landsins, í dag en hún átti forsíðumyndina, hvorki meira né minna. Myndin er af Dettifossi þar sem Matthildur var á ferð með pabba sínum, systur, ömmu og afa, frænda og frænku í gær. Í samtali við Vísi segir Matthildur að henni þyki rosa gaman að hafa átt forsíðumynd á blaðinu sem svo margir landsmenn lesa á hverjum degi. Á myndinni sést vel hvernig ferðamenn austanmegin við fossinn hættu sér oft á tíðum mjög nálægt brúninni en aðspurð hvers vegna hún smellti af segir Matthildur að henni hafi þótt það sem hún sá svo flott.En varstu ekkert hrædd um að sjá einhvern ferðamann detta? „Jú, það var einn sem var kominn alveg á brúnina,“ segir hún. Matthildur segir að það hafi rignt í gær en svo hafi komið „steikjandi hiti,“ eins og hún orðar það. Það er því ekki að furða að steinar og klappir við fossinn hafi verið sleipir auk þess sem mikill úði kemur auðvitað frá fossinum sjálfum.Þessi fallega mynd er líka tekin af Matthildi Emblu.matthildur emblaFengið góð ráð frá ljósmyndurum blaðanna Matthildur fer í 7. bekk í haust en hún hefur mikinn áhuga á ljósmyndun og hefur verið að taka myndir síðan hún var 10 ára. Hún segist ekki eiga sína eigin myndavél en hún taki mikið af myndum á símann sinn og svo gerir hún svokölluð „slow-mo“-myndbönd. Forsíðumynd Fréttablaðsins tók Matthildur á myndavél ömmu sinnar en hún segir drauminn að eignast sína eigin vél. Faðir Matthildar, Benedikt Bóas Hinriksson, hefur starfað sem blaðamaður í mörg ár, bæði á Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Hann segir dóttur sína oft hafa komið með sér í alls konar verkefni tengd vinnu og þá fengið góð ráð frá ljósmyndurum blaðanna, til dæmis þeim Árna Sæberg og Eggerti Jóhannessyni á Morgunblaðinu og Sigtryggi Ara Jóhannssyni á Fréttablaðinu. Matthildur segist ekki hafa farið á nein ljósmyndanámskeið en hún segir að sig langi örugglega einhvern tímann í framtíðinni að læra eitthvað meira í tengslum við áhugamálið.
Fjölmiðlar Krakkar Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira