Vill skoða það að auglýsingatekjur RÚV fari í sjóð fyrir aðra fjölmiðla Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. júlí 2018 14:33 Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir að það sé kominn tími á aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla. Fréttablaðið/Eyþór Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, vill skoða þann möguleika að láta auglýsingatekjur RÚV renna í sjóð sem standi öðrum fjölmiðlum opinn til þess að tekjuöflunin nýtist öllum fjölmiðlum jafnt. Hann telur það ekki vera vænlega lausn að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði því það sé ekki tryggt að auglýsingatekjurnar fari til annarra fjölmiðla. Stór hluti teknanna verði til vegna stöðu RÚV og gæti horfið ef almannaútvarpið hverfur af markaði. Sú lausn sem Kolbeinn bendir á sé vænlegri til að tryggja jafnræði á fjölmiðlamarkaði og til að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi. Þetta segir Kolbeinn í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu sinni sem fjallar um stöðu fjölmiðla á Íslandi.Nú sé kominn tími á aðgerðir „Þetta eru algjörlega óútfærðar hugmyndir, hvaða áhrif það hefði til dæmis á starfsemi RÚV og framlög frá ríkinu, en hendi þessu fram til umræðu. Mér finnst kominn tími til að við finnum réttu aðgerðirnar og framkvæmum þær,“ segir Kolbeinn. Hann segir að um grafalvarlega stöðu sé að ræða. Við séum búin að ræða málin í þaula og að nú sé kominn tími á aðgerðir. „Hvað í því felst veit ég ekki, en ég tel einboðið að skattaumhverfi fjölmiðla verði endurskoðað,“ segir Kolbeinn og bætir við að fjölmiðlar séu ekki eins og hvert annað fyrirtæki. Fjölmiðlar gegni mikilvægu lýðræðishlutverki. „Fjölmiðlar eru ekki eins og hvert annað fyrirtæki, heldur mikilvægur hlekkur í gangverki lýðræðis. Það er því allt annað en sjálfgefið að um þá eigi að gilda sömu reglur og aðra, til dæmis þegar kemur að virðisaukaskatti.“Hér að neðan er hægt að lesa stöðuuppfærslu Kolbeins í heild sinni. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Auglýsingafé til prentmiðla fer enn minnkandi Hlutur prentmiðla af auglýsingafé sem auglýsendur verja með milligöngu birtingarhúsa fór enn minnkandi á síðasta ári. 25. júlí 2018 06:00 Telja RÚV ekki hafa brotið lög með auglýsingasölu í tengslum við HM Samkeppniseftirlitið greinir frá þessari niðurstöðu í tilkynningu til fjölmiðla en málið var tekið til athugunar eftir að Síminn hafði kvartað undan Ríkisútvarpinu. 9. júlí 2018 16:29 Segja tekjurnar af auglýsingum stjórna dagskrárstefnu RÚV Forsvarsmenn stærstu einkareknu ljósvakamiðlanna segja framgöngu RÚV á markaði hafa mikil áhrif á afkomu og rekstrargrundvöll einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Ramminn utan um stofnunina þurfi að vera mun skýrari og setja frekari skorður 13. júlí 2018 08:00 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, vill skoða þann möguleika að láta auglýsingatekjur RÚV renna í sjóð sem standi öðrum fjölmiðlum opinn til þess að tekjuöflunin nýtist öllum fjölmiðlum jafnt. Hann telur það ekki vera vænlega lausn að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði því það sé ekki tryggt að auglýsingatekjurnar fari til annarra fjölmiðla. Stór hluti teknanna verði til vegna stöðu RÚV og gæti horfið ef almannaútvarpið hverfur af markaði. Sú lausn sem Kolbeinn bendir á sé vænlegri til að tryggja jafnræði á fjölmiðlamarkaði og til að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi. Þetta segir Kolbeinn í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu sinni sem fjallar um stöðu fjölmiðla á Íslandi.Nú sé kominn tími á aðgerðir „Þetta eru algjörlega óútfærðar hugmyndir, hvaða áhrif það hefði til dæmis á starfsemi RÚV og framlög frá ríkinu, en hendi þessu fram til umræðu. Mér finnst kominn tími til að við finnum réttu aðgerðirnar og framkvæmum þær,“ segir Kolbeinn. Hann segir að um grafalvarlega stöðu sé að ræða. Við séum búin að ræða málin í þaula og að nú sé kominn tími á aðgerðir. „Hvað í því felst veit ég ekki, en ég tel einboðið að skattaumhverfi fjölmiðla verði endurskoðað,“ segir Kolbeinn og bætir við að fjölmiðlar séu ekki eins og hvert annað fyrirtæki. Fjölmiðlar gegni mikilvægu lýðræðishlutverki. „Fjölmiðlar eru ekki eins og hvert annað fyrirtæki, heldur mikilvægur hlekkur í gangverki lýðræðis. Það er því allt annað en sjálfgefið að um þá eigi að gilda sömu reglur og aðra, til dæmis þegar kemur að virðisaukaskatti.“Hér að neðan er hægt að lesa stöðuuppfærslu Kolbeins í heild sinni.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Auglýsingafé til prentmiðla fer enn minnkandi Hlutur prentmiðla af auglýsingafé sem auglýsendur verja með milligöngu birtingarhúsa fór enn minnkandi á síðasta ári. 25. júlí 2018 06:00 Telja RÚV ekki hafa brotið lög með auglýsingasölu í tengslum við HM Samkeppniseftirlitið greinir frá þessari niðurstöðu í tilkynningu til fjölmiðla en málið var tekið til athugunar eftir að Síminn hafði kvartað undan Ríkisútvarpinu. 9. júlí 2018 16:29 Segja tekjurnar af auglýsingum stjórna dagskrárstefnu RÚV Forsvarsmenn stærstu einkareknu ljósvakamiðlanna segja framgöngu RÚV á markaði hafa mikil áhrif á afkomu og rekstrargrundvöll einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Ramminn utan um stofnunina þurfi að vera mun skýrari og setja frekari skorður 13. júlí 2018 08:00 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira
Auglýsingafé til prentmiðla fer enn minnkandi Hlutur prentmiðla af auglýsingafé sem auglýsendur verja með milligöngu birtingarhúsa fór enn minnkandi á síðasta ári. 25. júlí 2018 06:00
Telja RÚV ekki hafa brotið lög með auglýsingasölu í tengslum við HM Samkeppniseftirlitið greinir frá þessari niðurstöðu í tilkynningu til fjölmiðla en málið var tekið til athugunar eftir að Síminn hafði kvartað undan Ríkisútvarpinu. 9. júlí 2018 16:29
Segja tekjurnar af auglýsingum stjórna dagskrárstefnu RÚV Forsvarsmenn stærstu einkareknu ljósvakamiðlanna segja framgöngu RÚV á markaði hafa mikil áhrif á afkomu og rekstrargrundvöll einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Ramminn utan um stofnunina þurfi að vera mun skýrari og setja frekari skorður 13. júlí 2018 08:00