Frumfluttu nýtt þjóðlag sem útskýrir hvers vegna Katla gaus 1918 Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. júlí 2018 20:00 Bæði mannfólk, álfar og tröll koma við sögu í nýju þjóðlagi sem frumflutt var í dag. Lagið er samið af nokkrum krökkum sem að undanförnu hafa sótt söngsmiðju í tilefni af hundrað ára afmæli fullveldis á Íslandi. Hópur ungra tónlistarmanna var að hita upp fyrir Sönghátíð í Hafnarborg þegar fréttastofa leit við síðdegis í dag. Krakkarnir hafa undanfarna daga sótt söngsmiðju og notið leiðsagnar reyndra tónlistarmanna, þeirra Ingibjargar Fríðu Helgadóttur og Sigurðar Inga Einarssonar. „Við vorum að vinna bæði með þjóðlög sem eru til, íslensk og erlend, svo erum við með þjóðsögur, sögðum þeim nýja og nýja þjóðsögu á hverjum degi og bjuggum svo til einhverja skemmtilega dagskrá í kringum það,“ segir Ingibjörg Fríða. Að lokum samdi hópurinn svo sína eigin þjóðsögu og þjóðlag. „Það er spurning hvort þessi saga og þetta lag lifi eftir 300 ár,“ segir Siggi. Í þjóðlaginu sem krakkarnir sömdu og leit dagsins ljóss í dag koma ýmsar vættir við sögu. Sagan gerist árið 1918 og í sögunni er leitast við að útskýra hvers vegna eldgos varð í Kötlu. Samkvæmt sögunni verður jarðskjálfti þegar tröll spila saman tónlist en þegar álfar spila saman verður eldgos. Svo vildi til að tröllahljómsveit og álfahljómsveit voru bókaðar á sama stað á sama tíma. Þegar þessar tvær hljómsveitir spiluðu saman varð þetta líka stóra eldgos í Kötlu samkvæmt þjóðsögu krakkanna. Söngsmiðjan er þó aðeins einn liður í sönghátíðinni í Hafnarborg sem hófst í síðustu viku. „Þetta er hátíð sem að heldur upp á list raddarinnar og þar sem fólk syngur einsöng og syngur samsöng og barrokk tónlist en mjög mikið íslenska tónlist, íslenskt þema er svona gegnum gangandi í gegnum hátíðina í ár og hátíðin er hluti af fullveldishátíðinni,“ segir Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, söngkona og stjórnandi Sönghátíðar í Hafnarborg. Upphitun í fullum gangi.Visir/Elín Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Bæði mannfólk, álfar og tröll koma við sögu í nýju þjóðlagi sem frumflutt var í dag. Lagið er samið af nokkrum krökkum sem að undanförnu hafa sótt söngsmiðju í tilefni af hundrað ára afmæli fullveldis á Íslandi. Hópur ungra tónlistarmanna var að hita upp fyrir Sönghátíð í Hafnarborg þegar fréttastofa leit við síðdegis í dag. Krakkarnir hafa undanfarna daga sótt söngsmiðju og notið leiðsagnar reyndra tónlistarmanna, þeirra Ingibjargar Fríðu Helgadóttur og Sigurðar Inga Einarssonar. „Við vorum að vinna bæði með þjóðlög sem eru til, íslensk og erlend, svo erum við með þjóðsögur, sögðum þeim nýja og nýja þjóðsögu á hverjum degi og bjuggum svo til einhverja skemmtilega dagskrá í kringum það,“ segir Ingibjörg Fríða. Að lokum samdi hópurinn svo sína eigin þjóðsögu og þjóðlag. „Það er spurning hvort þessi saga og þetta lag lifi eftir 300 ár,“ segir Siggi. Í þjóðlaginu sem krakkarnir sömdu og leit dagsins ljóss í dag koma ýmsar vættir við sögu. Sagan gerist árið 1918 og í sögunni er leitast við að útskýra hvers vegna eldgos varð í Kötlu. Samkvæmt sögunni verður jarðskjálfti þegar tröll spila saman tónlist en þegar álfar spila saman verður eldgos. Svo vildi til að tröllahljómsveit og álfahljómsveit voru bókaðar á sama stað á sama tíma. Þegar þessar tvær hljómsveitir spiluðu saman varð þetta líka stóra eldgos í Kötlu samkvæmt þjóðsögu krakkanna. Söngsmiðjan er þó aðeins einn liður í sönghátíðinni í Hafnarborg sem hófst í síðustu viku. „Þetta er hátíð sem að heldur upp á list raddarinnar og þar sem fólk syngur einsöng og syngur samsöng og barrokk tónlist en mjög mikið íslenska tónlist, íslenskt þema er svona gegnum gangandi í gegnum hátíðina í ár og hátíðin er hluti af fullveldishátíðinni,“ segir Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, söngkona og stjórnandi Sönghátíðar í Hafnarborg. Upphitun í fullum gangi.Visir/Elín
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira