Alþingi fagnar því að 100 ár eru liðin frá samningi þess við Dani um fullveldi Íslands Heimir Már Pétursson skrifar 17. júlí 2018 12:30 Forseti Alþingis segir eðlilegt að þingið minnist fullveldis Íslands með hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun, enda hafi Alþingi haft veg og vanda að fullveldissamningunum við danska þingið á sínum tíma. Kostnaður við hátíðarfundinn hafi aðallega vaxið vegna kostnaðar við þriggja tíma beina útsendingu frá Þingvöllum. Alþingi kemur saman í dag í Alþingishúsinu til fyrri umræðu um tvær þingsályktunartillögur formanna allra flokka á þingi í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands. Tillögurnar eru annars vegar um stofnun Barnamenningarsjóðs með fimm hundruð milljóna framlagi sem dreifist á næstu fimm ár og hins vegar um kaup á nýju og fullkomnu rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun. Á morgun kemur Alþingi síðan saman til hátíðarfundar á Þingvöllum þar sem seinni umræða um þessar þingsályktanir fer fram. Í Fréttablaðinu í dag segir að kostnaður við þann fund hafi farið langt fram úr áætlunum og muni kosta um 80 milljónir króna. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir þennan kostnaðarauka aðallega hafa orðið til vegna óvænts kostnaðar við mikla og langa beina útsendingu Ríkissjónvarpsins frá fundinum. „En það er lagt í hana og við vinnum það með Sjónvarpinu til að auðvelda þjóðinni að eiga hlutdeild í fundinum með góðri og vandaðri sjónvarpsútsendingu. Það er nú það sem ég er upplýstur um að sé dýrara en menn höfðu gert ráð fyrir. En að öðru leyti er þetta með hefðbundnu og ef eitthvað er látlausara sniði,“ segir Steingrímur. En þótt þjóðin geti fylgst með hátíðarfundinum í sjónvarpi segir Steingrímur langt í frá að fólk sé ekki velkomið til Þingvalla til að minnast fullveldisafmælisins. „Almenningur er velkominn á Þingvöll. Þetta er þingfundur í heyranda hljóði og opinn eins og þeir eru jafnan. Fólk er að sjálfsögðu velkomið og við fögnum því að þeir sem áhuga hafa á komi og fylgist með fundinum og eiga vonandi þá með okkur notarlegan dag á Þingvöllum,“ segir forseti Alþingis. Hins vegar sé þetta ekki skipulagt eins og þjóðhátíð þar sem mikill fjöldi kæmi saman og því töluvert lagt upp úr vandaðri sjónvarpsútsendingu. Steingrímur býst ekki við að þingmenn taki upp önnur mál en sett hafi verið fyrir fundinn enda sé fundurinn unninn í mikilli og góðri samvinnu formanna allra flokka á Alþingi. Það sé aftur á móti full ástæða til að Alþingi fagni þessum merku tímamótum í sögu þjóðarinnar. „Hlutdeild Alþingis í þessu er auðvitað mikil. Vegna þess að það voru þingmenn og það var þingið sem stóð að samningum við Dani á sínum tíma. Það voru danska og íslenska þjóðþingið sem veittu í raun og veru umboðið til samninganna. Þesss vegna er þetta atburður sem Alþingi og reyndar danska þjóðþingið eru tengd mjög sterkum böndum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Tengdar fréttir Gagnrýna vinnubrögð þingsins við bókastyrk vegna fullveldisafmælis Átta bókaútgefendur gagnrýna styrkveitingu Alþingi til Hins íslenska bókmenntafélags vegna útgáfu tveggja verka í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. 17. júlí 2018 08:48 80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Fleiri fréttir Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Sjá meira
Forseti Alþingis segir eðlilegt að þingið minnist fullveldis Íslands með hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun, enda hafi Alþingi haft veg og vanda að fullveldissamningunum við danska þingið á sínum tíma. Kostnaður við hátíðarfundinn hafi aðallega vaxið vegna kostnaðar við þriggja tíma beina útsendingu frá Þingvöllum. Alþingi kemur saman í dag í Alþingishúsinu til fyrri umræðu um tvær þingsályktunartillögur formanna allra flokka á þingi í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands. Tillögurnar eru annars vegar um stofnun Barnamenningarsjóðs með fimm hundruð milljóna framlagi sem dreifist á næstu fimm ár og hins vegar um kaup á nýju og fullkomnu rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun. Á morgun kemur Alþingi síðan saman til hátíðarfundar á Þingvöllum þar sem seinni umræða um þessar þingsályktanir fer fram. Í Fréttablaðinu í dag segir að kostnaður við þann fund hafi farið langt fram úr áætlunum og muni kosta um 80 milljónir króna. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir þennan kostnaðarauka aðallega hafa orðið til vegna óvænts kostnaðar við mikla og langa beina útsendingu Ríkissjónvarpsins frá fundinum. „En það er lagt í hana og við vinnum það með Sjónvarpinu til að auðvelda þjóðinni að eiga hlutdeild í fundinum með góðri og vandaðri sjónvarpsútsendingu. Það er nú það sem ég er upplýstur um að sé dýrara en menn höfðu gert ráð fyrir. En að öðru leyti er þetta með hefðbundnu og ef eitthvað er látlausara sniði,“ segir Steingrímur. En þótt þjóðin geti fylgst með hátíðarfundinum í sjónvarpi segir Steingrímur langt í frá að fólk sé ekki velkomið til Þingvalla til að minnast fullveldisafmælisins. „Almenningur er velkominn á Þingvöll. Þetta er þingfundur í heyranda hljóði og opinn eins og þeir eru jafnan. Fólk er að sjálfsögðu velkomið og við fögnum því að þeir sem áhuga hafa á komi og fylgist með fundinum og eiga vonandi þá með okkur notarlegan dag á Þingvöllum,“ segir forseti Alþingis. Hins vegar sé þetta ekki skipulagt eins og þjóðhátíð þar sem mikill fjöldi kæmi saman og því töluvert lagt upp úr vandaðri sjónvarpsútsendingu. Steingrímur býst ekki við að þingmenn taki upp önnur mál en sett hafi verið fyrir fundinn enda sé fundurinn unninn í mikilli og góðri samvinnu formanna allra flokka á Alþingi. Það sé aftur á móti full ástæða til að Alþingi fagni þessum merku tímamótum í sögu þjóðarinnar. „Hlutdeild Alþingis í þessu er auðvitað mikil. Vegna þess að það voru þingmenn og það var þingið sem stóð að samningum við Dani á sínum tíma. Það voru danska og íslenska þjóðþingið sem veittu í raun og veru umboðið til samninganna. Þesss vegna er þetta atburður sem Alþingi og reyndar danska þjóðþingið eru tengd mjög sterkum böndum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Tengdar fréttir Gagnrýna vinnubrögð þingsins við bókastyrk vegna fullveldisafmælis Átta bókaútgefendur gagnrýna styrkveitingu Alþingi til Hins íslenska bókmenntafélags vegna útgáfu tveggja verka í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. 17. júlí 2018 08:48 80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Fleiri fréttir Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Sjá meira
Gagnrýna vinnubrögð þingsins við bókastyrk vegna fullveldisafmælis Átta bókaútgefendur gagnrýna styrkveitingu Alþingi til Hins íslenska bókmenntafélags vegna útgáfu tveggja verka í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. 17. júlí 2018 08:48
80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent