„Beinlínis dónaskapur gagnvart danska þjóðþinginu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. júlí 2018 15:25 Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, segir það óskylt lýðræðinu að virða ekki embætti danska þingsins. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir þá umræðu sem farið hefur fram í aðdraganda hátíðarfundar á Þingvöllum um þátttöku Piu Kjærsgaard, forseta danska þjóðþingsins, á fundinum. Segir Bjarni í færslu á Facebook-síðu sinni að það sé „yfirlæti og beinlínis dónaskapur gagnvart danska þjóðþinginu og dönsku þjóðinni“ að virða ekki embætti danska þingsins. Kjærsgaard flutti ávarp á fundinum sem fram fór á Þingvöllum í dag en margir höfðu gagnrýnt það þar sem hún þykir afar umdeildur stjórnmálamaður ekki síst vegna framgöngu sinnar í innflytjendamálum og baráttu gegn fjölmenningu og íslam. Í færslu sinni á Facebook segir Bjarni að til sé fólk sem slái reglulega um sig með því að leggja áherslu á lýðræðið. „Vilja fólksins. Frelsi hins almenna kjósanda til að koma skoðunum sínum að. Í því samhengi er reglulega rætt um rétt minnihlutans til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og hafa áhrif. Í flestum ríkjum er þetta tryggt með almennum, frjálsum kosningum og byggt á fulltrúalýðræði. Það er hins vegar svo að þegar á reynir er eins og þetta sama fólk eigi erfiðast með að virða niðurstöðu þeirra leikreglna sem best tryggja lýðræðislega niðurstöðu. Það hikar ekki við að segja tiltekna rétt kjörna einstaklinga óalandi og óferjandi, jafnvel með öllu óvelkomna og óhæfa til samskipta. Þegar Alþingi Íslendinga býður forseta danska þjóðþingsins til að vera viðstaddur hátíðarhöld vegna sögulegra tímamóta finnst þessu fólki þannig við hæfi að útiloka viðkomandi einstakling, kosinn í frjálsum almennum kosningum,“ segir Bjarni í færslunni. Hann kveðst ekki deila skoðunum Kjærsaard á ýmsum hlutum og segist hafa skilning á því að fólk hafi skoðun á og sé ósammála áherslum hennar. Það sé hins vegar óskylt lýðræðinu að virða ekki embætti danska þingsins. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að í ljósi sögunnar sé ekki óeðlilegt að forseti danska þingsins sé gestur fundarins: „Í ljósi sōgunnar er ekki óeðlilegt að forseti danska þingsins sé sérstakur gestur fundarins en því miður er sá gestur fulltrúi skoðana sem varpa dōkku skýi á þessa stund. Boðberi framtíðarsýnar sem fyllir mig óhugnaði með sína fjandsamlegu afstōðu til m.a. innflyjenda og flóttafólks.“ Alþingi Tengdar fréttir Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13 Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. 18. júlí 2018 13:27 Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir þá umræðu sem farið hefur fram í aðdraganda hátíðarfundar á Þingvöllum um þátttöku Piu Kjærsgaard, forseta danska þjóðþingsins, á fundinum. Segir Bjarni í færslu á Facebook-síðu sinni að það sé „yfirlæti og beinlínis dónaskapur gagnvart danska þjóðþinginu og dönsku þjóðinni“ að virða ekki embætti danska þingsins. Kjærsgaard flutti ávarp á fundinum sem fram fór á Þingvöllum í dag en margir höfðu gagnrýnt það þar sem hún þykir afar umdeildur stjórnmálamaður ekki síst vegna framgöngu sinnar í innflytjendamálum og baráttu gegn fjölmenningu og íslam. Í færslu sinni á Facebook segir Bjarni að til sé fólk sem slái reglulega um sig með því að leggja áherslu á lýðræðið. „Vilja fólksins. Frelsi hins almenna kjósanda til að koma skoðunum sínum að. Í því samhengi er reglulega rætt um rétt minnihlutans til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og hafa áhrif. Í flestum ríkjum er þetta tryggt með almennum, frjálsum kosningum og byggt á fulltrúalýðræði. Það er hins vegar svo að þegar á reynir er eins og þetta sama fólk eigi erfiðast með að virða niðurstöðu þeirra leikreglna sem best tryggja lýðræðislega niðurstöðu. Það hikar ekki við að segja tiltekna rétt kjörna einstaklinga óalandi og óferjandi, jafnvel með öllu óvelkomna og óhæfa til samskipta. Þegar Alþingi Íslendinga býður forseta danska þjóðþingsins til að vera viðstaddur hátíðarhöld vegna sögulegra tímamóta finnst þessu fólki þannig við hæfi að útiloka viðkomandi einstakling, kosinn í frjálsum almennum kosningum,“ segir Bjarni í færslunni. Hann kveðst ekki deila skoðunum Kjærsaard á ýmsum hlutum og segist hafa skilning á því að fólk hafi skoðun á og sé ósammála áherslum hennar. Það sé hins vegar óskylt lýðræðinu að virða ekki embætti danska þingsins. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að í ljósi sögunnar sé ekki óeðlilegt að forseti danska þingsins sé gestur fundarins: „Í ljósi sōgunnar er ekki óeðlilegt að forseti danska þingsins sé sérstakur gestur fundarins en því miður er sá gestur fulltrúi skoðana sem varpa dōkku skýi á þessa stund. Boðberi framtíðarsýnar sem fyllir mig óhugnaði með sína fjandsamlegu afstōðu til m.a. innflyjenda og flóttafólks.“
Alþingi Tengdar fréttir Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13 Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. 18. júlí 2018 13:27 Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13
Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. 18. júlí 2018 13:27
Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44