Norski flökkukötturinn loksins kominn heim til sín Heimir Már Pétursson skrifar 3. júlí 2018 19:30 Norski heimiliskötturinn sem kom óvænt hingað til lands sem laumufarþegi í gámi er kominn aftur til síns heima við mikinn fögnuð eigenda sinna. Kötturinn hefur fengið íslenska nafnið Snorri í tilefni leiðangursins, jafnvel þótt hann sé læða. Kötturinn Pus, eða Kisi, fannst í gámi hjónanna Aldísar Gunnarsdóttur og Baldvins Johnsen á miðvikudag í síðustu viku þegar þau voru að ferja búslóð sína inn á á nýtt heimili í Garðabæ eftir flutning heim frá Álasundi í Noregi. Líklegt er að kötturinn hafi verið í gámnum í 18 daga þegar hann fannst. Fljótlega kom í ljós að eigendurnir voru fjölskylda sem býr hinum megin við götuna þar sem Aldís og Baldvin bjuggu áður og höfðu þau gefið upp alla von um að kötturinn væri á lífi þar til þau fengu fréttirnar á fimmtudag. Grete Hove einn eigenda Pus var mjög ánægð að endurheimta köttinn sem er orðinn „heimsfrægur” í Álasundi. „Nágrannar okkar hafa margir komið til að fagna því að kötturinn er á lífi. Fólk er mjög undrandi og strákinn okkar hlakkar mikið til að kötturinn komi heim. Þetta er ótrúleg saga? Þetta er alveg frábært,” segir Grete.Ævintýralegt ferðalag Ferðalag kattarins verður að teljast ævintýralegt og ekki sjálfgefið að hann fengi að lifa eftir að hann fannst á Íslandi en eigendurnir eru þakklátir Matvælastofnun fyrir að hafa tekið Pus í fóstur um leið og hann fannst. Það sem varð honum til lífs var að hann var aldrei fjarlægður úr gámnum fyrr en dýralæknir frá Matvælastofnun kom og náði í hann.Baldvin flaug svo með Pus til Oslóar í gærkvöldi og var hann ekkert allt of hrifinn af látunum á Keflavíkurflugvelli. Á Gardemoen flugvelli beið síðan norski heimilisfaðirinn Frank Martin en greinilegt var að kötturinn var jafn undrandi á öllu saman og Frank var glaður að endurheimta köttinn. Pus kom síðan loksins heim aftur til Álasunds í morgun og ríghélt sér í matmóðurina.Er mikill munur á kettinum sem fór inn í gáminn og þeim ketti sem þú heldur nú á í fanginu, spurði fréttamaður TV 2 í Noregi.„Hann er töluvert léttari og með risastór augu. Og hann heldur sér mjög fast í mig,” sagði Grete með Pus í fanginu.Þá var sjö ára bróðir Pus úr sama goti ekki síður ánægður með að sjá hann aftur. En Pus þurfti að sannfæra sjálfan sig um að hann væri kominn heim með því að þefa hér og þar og nudda sér utan í staði og svo þurfti hann auðvitað að borða. Fransk Martin segir að í tilefni ferðarinnar til Íslands fengi Pus, sem einfaldlega þýðir kisa, íslenskt nafn.„Við höfum ákveðið að kalla Pus kannski Snorra í framtíðinni, jafnvel þótt hún sé læða. Hún bregst betur við því en til dæmis Freyja, út af ess-hljóðinu í Snorri held ég,” segir Frank Martin. Dýr Tengdar fréttir Köttur sem villtist af heimili sínu í Noregi ferðaðist til Íslands í gámi Kötturinn Pus villtist frá heimili sínu í Noregi þann 9. júní en fannst á Íslandi í gær. 28. júní 2018 11:18 Norskur landnámsköttur fær að snúa aftur heim úr víking á Íslandi Ferfættur laumufarþegi kom ungum hjónum sem voru að flytja heim frá Álasundi í Noregi á óvart þegar þau byrjuðu að tæma gám með búðslóð sinni í gær. 28. júní 2018 19:45 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Norski heimiliskötturinn sem kom óvænt hingað til lands sem laumufarþegi í gámi er kominn aftur til síns heima við mikinn fögnuð eigenda sinna. Kötturinn hefur fengið íslenska nafnið Snorri í tilefni leiðangursins, jafnvel þótt hann sé læða. Kötturinn Pus, eða Kisi, fannst í gámi hjónanna Aldísar Gunnarsdóttur og Baldvins Johnsen á miðvikudag í síðustu viku þegar þau voru að ferja búslóð sína inn á á nýtt heimili í Garðabæ eftir flutning heim frá Álasundi í Noregi. Líklegt er að kötturinn hafi verið í gámnum í 18 daga þegar hann fannst. Fljótlega kom í ljós að eigendurnir voru fjölskylda sem býr hinum megin við götuna þar sem Aldís og Baldvin bjuggu áður og höfðu þau gefið upp alla von um að kötturinn væri á lífi þar til þau fengu fréttirnar á fimmtudag. Grete Hove einn eigenda Pus var mjög ánægð að endurheimta köttinn sem er orðinn „heimsfrægur” í Álasundi. „Nágrannar okkar hafa margir komið til að fagna því að kötturinn er á lífi. Fólk er mjög undrandi og strákinn okkar hlakkar mikið til að kötturinn komi heim. Þetta er ótrúleg saga? Þetta er alveg frábært,” segir Grete.Ævintýralegt ferðalag Ferðalag kattarins verður að teljast ævintýralegt og ekki sjálfgefið að hann fengi að lifa eftir að hann fannst á Íslandi en eigendurnir eru þakklátir Matvælastofnun fyrir að hafa tekið Pus í fóstur um leið og hann fannst. Það sem varð honum til lífs var að hann var aldrei fjarlægður úr gámnum fyrr en dýralæknir frá Matvælastofnun kom og náði í hann.Baldvin flaug svo með Pus til Oslóar í gærkvöldi og var hann ekkert allt of hrifinn af látunum á Keflavíkurflugvelli. Á Gardemoen flugvelli beið síðan norski heimilisfaðirinn Frank Martin en greinilegt var að kötturinn var jafn undrandi á öllu saman og Frank var glaður að endurheimta köttinn. Pus kom síðan loksins heim aftur til Álasunds í morgun og ríghélt sér í matmóðurina.Er mikill munur á kettinum sem fór inn í gáminn og þeim ketti sem þú heldur nú á í fanginu, spurði fréttamaður TV 2 í Noregi.„Hann er töluvert léttari og með risastór augu. Og hann heldur sér mjög fast í mig,” sagði Grete með Pus í fanginu.Þá var sjö ára bróðir Pus úr sama goti ekki síður ánægður með að sjá hann aftur. En Pus þurfti að sannfæra sjálfan sig um að hann væri kominn heim með því að þefa hér og þar og nudda sér utan í staði og svo þurfti hann auðvitað að borða. Fransk Martin segir að í tilefni ferðarinnar til Íslands fengi Pus, sem einfaldlega þýðir kisa, íslenskt nafn.„Við höfum ákveðið að kalla Pus kannski Snorra í framtíðinni, jafnvel þótt hún sé læða. Hún bregst betur við því en til dæmis Freyja, út af ess-hljóðinu í Snorri held ég,” segir Frank Martin.
Dýr Tengdar fréttir Köttur sem villtist af heimili sínu í Noregi ferðaðist til Íslands í gámi Kötturinn Pus villtist frá heimili sínu í Noregi þann 9. júní en fannst á Íslandi í gær. 28. júní 2018 11:18 Norskur landnámsköttur fær að snúa aftur heim úr víking á Íslandi Ferfættur laumufarþegi kom ungum hjónum sem voru að flytja heim frá Álasundi í Noregi á óvart þegar þau byrjuðu að tæma gám með búðslóð sinni í gær. 28. júní 2018 19:45 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Köttur sem villtist af heimili sínu í Noregi ferðaðist til Íslands í gámi Kötturinn Pus villtist frá heimili sínu í Noregi þann 9. júní en fannst á Íslandi í gær. 28. júní 2018 11:18
Norskur landnámsköttur fær að snúa aftur heim úr víking á Íslandi Ferfættur laumufarþegi kom ungum hjónum sem voru að flytja heim frá Álasundi í Noregi á óvart þegar þau byrjuðu að tæma gám með búðslóð sinni í gær. 28. júní 2018 19:45