Ísland vel í stakk búið fyrir öra tækniþróun þökk sé Bitcoin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júlí 2018 22:00 Gagnaver hafa sprottið upp hér á landi, ekki síst vegna Bitcoin. Vísir Þrátt fyrir að Bitcoin-námugröftur sé stór hluti af þeirri starfsemi sem fer fram í gagnaverum hér á landi gera forráðamenn þeirra ekki endilega ráð fyrir að svo verði í framtíðinni. Sérfræðingur reiknar með að gríðarleg þörf verði fyrir gagnaver í heiminum næstu fimmtíu árin hið minnsta og Ísland sé vel búið í þeim efnum, sem má að einhverju leyti rekja til gríðarlegrar eftirspurnar eftir gagnaverum undir Bitcoin-námugröft. Bitcoin „verður örugglega ekki hérna ef við horfum fram í tímann,“ segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS orku sem sér gagnaverum fyrir orkunni, í viðtali við Bloomberg. Fjölmörg fyrirtæki sem sérhæfa sig í svokölluðum námugreftri rafmynta hafa leitað eftir því að byggja gagnaver hér og hefur verið mikill uppgangur í gagnaveituiðnaðinum hér á landi, líkt og Vísir fjallaði um fyrr á árinu. Sagði Jóhann þá að sprenging hafi orðið í eftirspurn eftir gagnaverum á Íslandi. Tengist það ekki síst verði á Bitcoin, þekktustu rafmyntinni, sem náði hæstu hæðum í kringum áramótin þegar verðgildi hverrar Bitcoin-myntar nálgaðist tuttugu þúsund dollara, um tvær milljónir króna. Verðið hefur þó farið hríðlækkandi frá áramótum og er verðgildi einnar Bitcoin-myntar nú um sex þúsund dollarar eða um 650 þúsund krónur.Verðmæti rafmynta er vegar afar óstöðugt og fjárfestingar í þeim því áhættusamar.Vísir/AFPGagnaverin leiki lykilhlutverk í fjórðu iðnbyltingunni Gríðarlega orku þarf til þess að grafa eftir Bitcoin en útgáfa myntanna byggir á hinni svokölluðu kubbakeðjutækni (e. blockchain technology). Um er að ræða eins konar dreifða skrá þar sem hægt er að sannreyna að allar upplýsingar innan hennar séu sannar og réttar. Fyrirtæki hafa horft til Íslands í þessum málun vegna endurnýjanlegrar orku sem fyrirfinnst hér á landi.Í umfjöllun Bloomberg segir að þessar verðsveiflur á Bitcoin og öðrum rafmyntum geri það að verkum að gagnaverin og fyrirtæki tengd þeim séu farin að horfa til annarra leiða til þess að renna styrkari, og fjölbreyttari, stoðum undir reksturinn.Rætt er við Gísla Kr. Katrínarsson hjá Advania sem segir að fyrirtækið hafi á undanförnum misserum öðlast gríðarlega þekkingu á hinni svokölluðu kubbakeðjutækni ( blockchain technology) sem geti nýst í frekari tækniþróun sem tengist ekki endilega Bitcoin.Til að mynda sé Advania í samstarfi við Stanford-háskólann í Bandaríkjunum og HP Enterprise við verkefni sem miðar að því að komast að því hvernig sýndarhjarta bregðist við lyfjagjöf.Þá segir Kristinn R. Þórisson, stofnandi Icelandic Institute for Intelligent Machines að gagnaverin sem nú hýsi Bitcoin-námugröftinn gegni lykilhlutverki í þeirri tæknibyltingu sem kennd hefur verið við fjórðu iðnbyltingunna. Á næstu 50 árum verði gríðarleg þörf fyrir gagnaver líkt og þau sem sprottið hafa hér upp. Rafmyntir Tækni Tengdar fréttir Býst við því að gagnaver fari fram úr heimilum Mikill uppgangur er í gagnaveituiðnaðinum hér á landi og hafa fjölmörg fyrirtæki sem sérhæfa sig í svokölluðum námugreftri rafmynta leitað eftir því að byggja gagnaver hér. 12. febrúar 2018 22:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þrátt fyrir að Bitcoin-námugröftur sé stór hluti af þeirri starfsemi sem fer fram í gagnaverum hér á landi gera forráðamenn þeirra ekki endilega ráð fyrir að svo verði í framtíðinni. Sérfræðingur reiknar með að gríðarleg þörf verði fyrir gagnaver í heiminum næstu fimmtíu árin hið minnsta og Ísland sé vel búið í þeim efnum, sem má að einhverju leyti rekja til gríðarlegrar eftirspurnar eftir gagnaverum undir Bitcoin-námugröft. Bitcoin „verður örugglega ekki hérna ef við horfum fram í tímann,“ segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS orku sem sér gagnaverum fyrir orkunni, í viðtali við Bloomberg. Fjölmörg fyrirtæki sem sérhæfa sig í svokölluðum námugreftri rafmynta hafa leitað eftir því að byggja gagnaver hér og hefur verið mikill uppgangur í gagnaveituiðnaðinum hér á landi, líkt og Vísir fjallaði um fyrr á árinu. Sagði Jóhann þá að sprenging hafi orðið í eftirspurn eftir gagnaverum á Íslandi. Tengist það ekki síst verði á Bitcoin, þekktustu rafmyntinni, sem náði hæstu hæðum í kringum áramótin þegar verðgildi hverrar Bitcoin-myntar nálgaðist tuttugu þúsund dollara, um tvær milljónir króna. Verðið hefur þó farið hríðlækkandi frá áramótum og er verðgildi einnar Bitcoin-myntar nú um sex þúsund dollarar eða um 650 þúsund krónur.Verðmæti rafmynta er vegar afar óstöðugt og fjárfestingar í þeim því áhættusamar.Vísir/AFPGagnaverin leiki lykilhlutverk í fjórðu iðnbyltingunni Gríðarlega orku þarf til þess að grafa eftir Bitcoin en útgáfa myntanna byggir á hinni svokölluðu kubbakeðjutækni (e. blockchain technology). Um er að ræða eins konar dreifða skrá þar sem hægt er að sannreyna að allar upplýsingar innan hennar séu sannar og réttar. Fyrirtæki hafa horft til Íslands í þessum málun vegna endurnýjanlegrar orku sem fyrirfinnst hér á landi.Í umfjöllun Bloomberg segir að þessar verðsveiflur á Bitcoin og öðrum rafmyntum geri það að verkum að gagnaverin og fyrirtæki tengd þeim séu farin að horfa til annarra leiða til þess að renna styrkari, og fjölbreyttari, stoðum undir reksturinn.Rætt er við Gísla Kr. Katrínarsson hjá Advania sem segir að fyrirtækið hafi á undanförnum misserum öðlast gríðarlega þekkingu á hinni svokölluðu kubbakeðjutækni ( blockchain technology) sem geti nýst í frekari tækniþróun sem tengist ekki endilega Bitcoin.Til að mynda sé Advania í samstarfi við Stanford-háskólann í Bandaríkjunum og HP Enterprise við verkefni sem miðar að því að komast að því hvernig sýndarhjarta bregðist við lyfjagjöf.Þá segir Kristinn R. Þórisson, stofnandi Icelandic Institute for Intelligent Machines að gagnaverin sem nú hýsi Bitcoin-námugröftinn gegni lykilhlutverki í þeirri tæknibyltingu sem kennd hefur verið við fjórðu iðnbyltingunna. Á næstu 50 árum verði gríðarleg þörf fyrir gagnaver líkt og þau sem sprottið hafa hér upp.
Rafmyntir Tækni Tengdar fréttir Býst við því að gagnaver fari fram úr heimilum Mikill uppgangur er í gagnaveituiðnaðinum hér á landi og hafa fjölmörg fyrirtæki sem sérhæfa sig í svokölluðum námugreftri rafmynta leitað eftir því að byggja gagnaver hér. 12. febrúar 2018 22:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Býst við því að gagnaver fari fram úr heimilum Mikill uppgangur er í gagnaveituiðnaðinum hér á landi og hafa fjölmörg fyrirtæki sem sérhæfa sig í svokölluðum námugreftri rafmynta leitað eftir því að byggja gagnaver hér. 12. febrúar 2018 22:00