Sérstök karla- og kvennaklósett munu brátt heyra sögunni til hjá Reykjavíkurborg Atli Ísleifsson skrifar 6. júlí 2018 14:48 Nýtt mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar.. Mynd/Reykjavíkurborg Nýtt mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar samþykkti einróma á sínum fyrsta fundi, að öll salerni fyrir starfsfólk í stjórnsýsluhúsum Reykjavíkurborgar verði gerð ókyngreind frá og með haustinu. Í tilkynningu frá borginni kemur fram að gerð verði úttekt á klefa- og salernisaðstæðum í húsnæði þar sem Reykjavíkurborg veitir þjónustu með tillögum að úrbótum sem taki mið af ólíkum þörfum borgarbúa í samráði við þau hagsmunasamtök er málið varðar. „Með því að hafa salerni öllum opin og sér klefa þar sem það á við er komið til móts við þarfir margra hópa eins og trans og intersex fólks og barna, foreldra fatlaðra barna í fylgd foreldris af gagnstæðu kyni og einnig myndu sér klefar nýtast fólki með heilsufarsvanda eins og t.d. stóma. Markmið samþykktarinnar er að draga úr fordómum og skapa betra aðgengi allra að samfélaginu í sinni víðustu mynd,“ segir í fréttinni. Að neðan má sjá sérstaka bókun mannréttinda- og lýðræðisráðs:Að um leið og ráðið ítrekar mikilvægi tillögunnar er skorað á þær einingar sem koma að uppbyggingu og viðhaldi eigna borgarinnar auk viðeigandi fagráða, að við uppbyggingu nýrra mannvirkja borgarinnar sem og við breytingar og aðrar framkvæmdir sé þess gætt að salernis-, sturtu- og búningsaðstaða sé eins ókynbundin og frekast er unnt. Þannig telja fulltrúarnir að vinna megi gegn mismunun og tryggja að fleiri geti nýtt sér þjónustu borgarinnar. Sveitarstjórnarmál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Nýtt mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar samþykkti einróma á sínum fyrsta fundi, að öll salerni fyrir starfsfólk í stjórnsýsluhúsum Reykjavíkurborgar verði gerð ókyngreind frá og með haustinu. Í tilkynningu frá borginni kemur fram að gerð verði úttekt á klefa- og salernisaðstæðum í húsnæði þar sem Reykjavíkurborg veitir þjónustu með tillögum að úrbótum sem taki mið af ólíkum þörfum borgarbúa í samráði við þau hagsmunasamtök er málið varðar. „Með því að hafa salerni öllum opin og sér klefa þar sem það á við er komið til móts við þarfir margra hópa eins og trans og intersex fólks og barna, foreldra fatlaðra barna í fylgd foreldris af gagnstæðu kyni og einnig myndu sér klefar nýtast fólki með heilsufarsvanda eins og t.d. stóma. Markmið samþykktarinnar er að draga úr fordómum og skapa betra aðgengi allra að samfélaginu í sinni víðustu mynd,“ segir í fréttinni. Að neðan má sjá sérstaka bókun mannréttinda- og lýðræðisráðs:Að um leið og ráðið ítrekar mikilvægi tillögunnar er skorað á þær einingar sem koma að uppbyggingu og viðhaldi eigna borgarinnar auk viðeigandi fagráða, að við uppbyggingu nýrra mannvirkja borgarinnar sem og við breytingar og aðrar framkvæmdir sé þess gætt að salernis-, sturtu- og búningsaðstaða sé eins ókynbundin og frekast er unnt. Þannig telja fulltrúarnir að vinna megi gegn mismunun og tryggja að fleiri geti nýtt sér þjónustu borgarinnar.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira