Segir það lensku að tala niður fjölmiðla Bergþór Másson skrifar 8. júlí 2018 12:45 Auður Jónsdóttir og Brynjar Níelsson Stefán Karlsson / Anton Brink Auður Jónsdóttir rithöfundur segir það einhverja lensku að tala niðrandi og alhæfa um fjölmiðla án þess að útskýra það neitt nánar. Hún segir að gagnrýni á fjölmiðla einkennist oft af hvatvísi. Auður var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ásamt Brynjari Níelssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, sem gagnrýndi íslenska fjölmiðla og sagði þá stunda meiri pólitík en stjórnmálamenn á Facebook síðu sinni á dögunum. Auður Jónsdóttir skrifaði nýlega bók um íslenska fjölmiðla, Þjáningarfrelsið, ásamt Steinunni Stefánsdóttur og Báru Huldu Beck. Hún spurði Brynjar hreint út í þættinum hvaða fjölmiðla hann hefði átt við og hvernig þessi meinti pólitíski vilji komi fram. „Þetta blasir við á ákveðnum fjölmiðlum, þú sérð þetta meira á öðrum, þú sérð þetta mjög áberandi á Stundinni, þú sérð þetta svoldið áberandi finnst mér í Kjarnanum og Kvennablaðinu“ sagði Brynjar. Auður kom blaðamönnum til varnar. „Það er einhver lenska að tala mjög niðrandi og alhæfa um fjölmiðla án þess að útskýra það neitt nánar, mér finnst þetta hættulegt af því að þetta er stétt sem má hafa fullt í fangi við að sinna sínu og það er oft verið að vega að æru fólks með einhverjum svona alhæfingum og verið að gefa til kynna að það sé ekki heilt í sínu starfi.“ Margt fólk vinnur í fjölmiðlum af ástríðu sagði Auður og bætti við að stéttin væri illa launuð og lítið starfsöryggi fylgdi starfinu. Brynjar sagði að tilvist RÚV leiddi til þess að aðrir fjölmiðlar væru veikari en ella og vísaði til stærðar RÚV og stöðu á auglýsingamarkaði. Þessu mótmælti Auður og sagði að það sé mikilvægt að hafa óháðan fjölmiðil í eigu samfélagsins. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Auði og Brynjar í Sprengisandi í tvemur hlutum. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Brynjar telur Ásmund ofsóttan Þórhildur Sunna segir Brynjar væla eins og stunginn grís. 26. febrúar 2018 13:15 Auður Jónsdóttir sýknuð af meiðyrðum Greinina ritaði Auður til stuðnings forsetaframboði Andra Snæs Magnasonar rithöfundar en þar gagnrýndi hún ágang hestaleigunnar Laxnes á gróðurfar í Mosfellsdal. 31. janúar 2018 16:38 Brynjar Níelsson aftur á Facebook á morgun Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, býst við því að snúa aftur á Facebook á morgun. 7. janúar 2018 17:57 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Sjá meira
Auður Jónsdóttir rithöfundur segir það einhverja lensku að tala niðrandi og alhæfa um fjölmiðla án þess að útskýra það neitt nánar. Hún segir að gagnrýni á fjölmiðla einkennist oft af hvatvísi. Auður var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ásamt Brynjari Níelssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, sem gagnrýndi íslenska fjölmiðla og sagði þá stunda meiri pólitík en stjórnmálamenn á Facebook síðu sinni á dögunum. Auður Jónsdóttir skrifaði nýlega bók um íslenska fjölmiðla, Þjáningarfrelsið, ásamt Steinunni Stefánsdóttur og Báru Huldu Beck. Hún spurði Brynjar hreint út í þættinum hvaða fjölmiðla hann hefði átt við og hvernig þessi meinti pólitíski vilji komi fram. „Þetta blasir við á ákveðnum fjölmiðlum, þú sérð þetta meira á öðrum, þú sérð þetta mjög áberandi á Stundinni, þú sérð þetta svoldið áberandi finnst mér í Kjarnanum og Kvennablaðinu“ sagði Brynjar. Auður kom blaðamönnum til varnar. „Það er einhver lenska að tala mjög niðrandi og alhæfa um fjölmiðla án þess að útskýra það neitt nánar, mér finnst þetta hættulegt af því að þetta er stétt sem má hafa fullt í fangi við að sinna sínu og það er oft verið að vega að æru fólks með einhverjum svona alhæfingum og verið að gefa til kynna að það sé ekki heilt í sínu starfi.“ Margt fólk vinnur í fjölmiðlum af ástríðu sagði Auður og bætti við að stéttin væri illa launuð og lítið starfsöryggi fylgdi starfinu. Brynjar sagði að tilvist RÚV leiddi til þess að aðrir fjölmiðlar væru veikari en ella og vísaði til stærðar RÚV og stöðu á auglýsingamarkaði. Þessu mótmælti Auður og sagði að það sé mikilvægt að hafa óháðan fjölmiðil í eigu samfélagsins. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Auði og Brynjar í Sprengisandi í tvemur hlutum.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Brynjar telur Ásmund ofsóttan Þórhildur Sunna segir Brynjar væla eins og stunginn grís. 26. febrúar 2018 13:15 Auður Jónsdóttir sýknuð af meiðyrðum Greinina ritaði Auður til stuðnings forsetaframboði Andra Snæs Magnasonar rithöfundar en þar gagnrýndi hún ágang hestaleigunnar Laxnes á gróðurfar í Mosfellsdal. 31. janúar 2018 16:38 Brynjar Níelsson aftur á Facebook á morgun Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, býst við því að snúa aftur á Facebook á morgun. 7. janúar 2018 17:57 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Sjá meira
Brynjar telur Ásmund ofsóttan Þórhildur Sunna segir Brynjar væla eins og stunginn grís. 26. febrúar 2018 13:15
Auður Jónsdóttir sýknuð af meiðyrðum Greinina ritaði Auður til stuðnings forsetaframboði Andra Snæs Magnasonar rithöfundar en þar gagnrýndi hún ágang hestaleigunnar Laxnes á gróðurfar í Mosfellsdal. 31. janúar 2018 16:38
Brynjar Níelsson aftur á Facebook á morgun Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, býst við því að snúa aftur á Facebook á morgun. 7. janúar 2018 17:57