Líkur á sól og hlýindum á vestanverðu landinu í næstu viku Birgir Olgeirsson skrifar 9. júlí 2018 10:33 Sólarinnar notið í Laugardalslaug. vísir/gva Vonarglætu var að finna fyrir íbúa á vestanverðu landinu í hugleiðingum veðurfræðings sem birtar voru á vef Veðurstofu Íslands í morgun. Þar var greint frá því að langtímaspár gerðu ráð fyrir breytingu á veðurlagi eftir næstu helgi þar sem útlit er fyrir austlægar áttir sem gefa von um að það þorni og hlýni á vestanverðu landinu eftir mikla vætutíð. Í þessari viku er þó von á svipuðu veðri og undanfarnar vikur, suðvestlæg átt með rigningu og öðrum leiðindum á vestanverðu landinu en bjart yfir og hlýtt á austurlandi. Daníel Þorláksson veðurfræðingur segir í samtali við Vísi að eftir helgina séu líkur á að lægð verði suður af landinu og en þó í það mikilli fjarlægð að hún muni færa ákveðna austan átt yfir landið sem verði viðloðandi fram eftir næstu viku, gangi langtímaspáin eftir. „Þannig að einhvern tímann á þessu tímabili í næstu viku er möguleiki á að íbúar á vestanverðu landinu fái að sjá til sólar og hitastig fari yfir 15 til 20 gráður. En þetta er ennþá það langt í burtu að ég vil ekki lofa þessu,“ segir Daníel en segir líkurnar þó meiri en minni eins og staðan er í dag.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á miðvikudag:Sunnan 5-10, en 10-15 um landið norðvestanvert. Dálítil væta á sunnan- og vestantil, annars víða bjartviðri. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands.Á fimmtudag:Suðvestan 3-10 og stöku skúrir, en skýjað með köflum á Norður- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.Á föstudag:Gengur í suðaustan 8-15 m/s með rigningu, en þurrt um landið norðaustanvert fram á kvöld. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast á Norðausturlandi.Á laugardag og sunnudag:Hæg suðlæg átt og væta með köflum, en úrkomulítið og hlýtt norðaustanlands. Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun enn í gildi Gildir viðvörunin fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurlan vestra og miðhálendið. 9. júlí 2018 08:49 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Vonarglætu var að finna fyrir íbúa á vestanverðu landinu í hugleiðingum veðurfræðings sem birtar voru á vef Veðurstofu Íslands í morgun. Þar var greint frá því að langtímaspár gerðu ráð fyrir breytingu á veðurlagi eftir næstu helgi þar sem útlit er fyrir austlægar áttir sem gefa von um að það þorni og hlýni á vestanverðu landinu eftir mikla vætutíð. Í þessari viku er þó von á svipuðu veðri og undanfarnar vikur, suðvestlæg átt með rigningu og öðrum leiðindum á vestanverðu landinu en bjart yfir og hlýtt á austurlandi. Daníel Þorláksson veðurfræðingur segir í samtali við Vísi að eftir helgina séu líkur á að lægð verði suður af landinu og en þó í það mikilli fjarlægð að hún muni færa ákveðna austan átt yfir landið sem verði viðloðandi fram eftir næstu viku, gangi langtímaspáin eftir. „Þannig að einhvern tímann á þessu tímabili í næstu viku er möguleiki á að íbúar á vestanverðu landinu fái að sjá til sólar og hitastig fari yfir 15 til 20 gráður. En þetta er ennþá það langt í burtu að ég vil ekki lofa þessu,“ segir Daníel en segir líkurnar þó meiri en minni eins og staðan er í dag.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á miðvikudag:Sunnan 5-10, en 10-15 um landið norðvestanvert. Dálítil væta á sunnan- og vestantil, annars víða bjartviðri. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands.Á fimmtudag:Suðvestan 3-10 og stöku skúrir, en skýjað með köflum á Norður- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.Á föstudag:Gengur í suðaustan 8-15 m/s með rigningu, en þurrt um landið norðaustanvert fram á kvöld. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast á Norðausturlandi.Á laugardag og sunnudag:Hæg suðlæg átt og væta með köflum, en úrkomulítið og hlýtt norðaustanlands.
Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun enn í gildi Gildir viðvörunin fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurlan vestra og miðhálendið. 9. júlí 2018 08:49 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Gul viðvörun enn í gildi Gildir viðvörunin fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurlan vestra og miðhálendið. 9. júlí 2018 08:49