Fjörutíu æðarfuglar fundust dauðir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. júní 2018 09:38 Fréttablaðið/Anton Brink Í síðustu viku barst Matvælastofnun tilkynning um að fjölmargar æðarkollur og nokkrir aðrir villtir fuglar hefðu fundist dauðir. Um fjörutíu æðarfugla var að ræða. Fuglakólera er sökudólgurinn. Fimmtudaginn 14. júní höfðu bændur á bænum Hrauni á Skaga samband við héraðsdýralækni Matvælastofnunar og létu vita um óvenju marga dauða fugla á svæðinu. Rúmlega fjörtíu æðarkollur höfðu fundist dauðar á hreiðrum sínum, ásamt nokkrum máfum og gæs, að því er segir í tilkynningu frá Matvælastofnun. Óskað var eftir rannsókn á fuglunum en fljótlega var hægt að útiloka að um fuglaflensu væri að ræða. Fuglarnir voru síðan krufðir og fleiri rannsóknir gerðar. Niðurstaða þeirra barst svo á laugardagsmorgun. Í ljós kom að um fuglakóleru var að ræða. Orsök hennar er bakterían Pasteurella multocida, sem er vel þekkt orsök dauða í villtum fuglum, að því er segir í tilkynningu Matvælastofnunnar. Einkenni geta verið skyndilegur dauði eins og í þessu tilfelli, en stundum tekur sjúkdómsferlið lengri tíma og fuglarnir veslast smám saman upp.Fólki stafar ekki hætta af fuglakóleru Bakterían finnst í miklu magni í driti sýktra fugla og hræjum af fuglum sem drepist hafa úr sýkingu af völdum hennar. Hún getur lifað af í vatni í þrjár til fjórar vikur og allt að fjóra mánuði í jarðvegi. Fólk og spendýr, önnur en nagdýr, virðast ekki vera næm fyrir þeim stofnum bakteríunnar sem sýkja fugla. „Rétt er þó að minna á að fólk ætti aldrei að snerta dauða fugla með berum höndum, því þeir geta borið ýmsa sýkla sem geta valdið sjúkdómum í fólki. Fuglakólera er allsendis óskyld kóleru í fólki, sem bakterían Vibrio cholerae veldur,“ segir í tilkynningunni. Dýr Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Sjá meira
Í síðustu viku barst Matvælastofnun tilkynning um að fjölmargar æðarkollur og nokkrir aðrir villtir fuglar hefðu fundist dauðir. Um fjörutíu æðarfugla var að ræða. Fuglakólera er sökudólgurinn. Fimmtudaginn 14. júní höfðu bændur á bænum Hrauni á Skaga samband við héraðsdýralækni Matvælastofnunar og létu vita um óvenju marga dauða fugla á svæðinu. Rúmlega fjörtíu æðarkollur höfðu fundist dauðar á hreiðrum sínum, ásamt nokkrum máfum og gæs, að því er segir í tilkynningu frá Matvælastofnun. Óskað var eftir rannsókn á fuglunum en fljótlega var hægt að útiloka að um fuglaflensu væri að ræða. Fuglarnir voru síðan krufðir og fleiri rannsóknir gerðar. Niðurstaða þeirra barst svo á laugardagsmorgun. Í ljós kom að um fuglakóleru var að ræða. Orsök hennar er bakterían Pasteurella multocida, sem er vel þekkt orsök dauða í villtum fuglum, að því er segir í tilkynningu Matvælastofnunnar. Einkenni geta verið skyndilegur dauði eins og í þessu tilfelli, en stundum tekur sjúkdómsferlið lengri tíma og fuglarnir veslast smám saman upp.Fólki stafar ekki hætta af fuglakóleru Bakterían finnst í miklu magni í driti sýktra fugla og hræjum af fuglum sem drepist hafa úr sýkingu af völdum hennar. Hún getur lifað af í vatni í þrjár til fjórar vikur og allt að fjóra mánuði í jarðvegi. Fólk og spendýr, önnur en nagdýr, virðast ekki vera næm fyrir þeim stofnum bakteríunnar sem sýkja fugla. „Rétt er þó að minna á að fólk ætti aldrei að snerta dauða fugla með berum höndum, því þeir geta borið ýmsa sýkla sem geta valdið sjúkdómum í fólki. Fuglakólera er allsendis óskyld kóleru í fólki, sem bakterían Vibrio cholerae veldur,“ segir í tilkynningunni.
Dýr Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Sjá meira