„Það er ekkert leyndarmál hvar ég tengist“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júní 2018 19:09 Eyþór er ennþá hluthafi í Árvakri. Vísir/Vilhelm „Þeir sem eru borgarfulltrúar í sveitarstjórn hafa oft hagsmuna að gæta eða tengjast öðru. Þeir eiga fyrst og fremst að geta þess, það er það sem er aðalmálið og gæta þess að hagsmunir skarast ekki,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, þegar hann er spurður út í tengsl sín við Morgunblaðið. Eyþór var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi. Eyþór er ennþá hluthafi í Árvakri. Spurður hvort þessi tengsl dragi ekki úr trúverðugleika hans sem stjórnamálamanns svarar Eyþór: „Öll tengsl eru náttúrulega þannig að þau sé hægt að gera þau tortryggileg ef menn vilja en aðalmálið er að þau séu upp á borðunum og að menn viti af þeim. Það er ekkert leyndarmál hvar ég tengist. Ég reyni bara að passa að það sé skýrt og aðskilið.“ Spurður hvort hann sé kominn í vonda stöðu og hvort það sé ekki slæmt fyrir stjórnmálamann að vera stór hluthafi í fjölmiðli segir Eyþór: „Nei, nei, auðvitað er þetta mismunandi eftir því hvernig fólk heldur á hlutunum. Stjórn Árvakurs hlutast ekkert til um ritstjórn Morgunblaðsins eða mbl og ég sagði mig úr stjórn Árvakurs til þess að rjúfa þessi tengsl þannig að ég hef engin tengsl. Ég hef hagsmuni af því að Morgunblaðið gangi upp rekstrarlega, það er í raun og veru það sem er. Þetta er mjög erfiður rekstur, eins og þú þekkir en ég er búin að slíta á þessi tengsl, það er það sem ég get gert. Auðvitað er þetta minna mál þegar maður er ekki við stjórnina, það væri annað að vera borgarstjóri,“ segir Eyþór sem bætir við að í gamla daga hefðu tengsl stjórnmálamanna og fjölmiðla verið miklu sterkari en í dag. Hann bendir á að hann sé ekki sá eini sem hafi hagsmuna að gæta. „Reykjavíkurborg leigir hjá RÚV líka. Það eru ýmis hagsmunatengsl, við getum talað um það. Það ber að skoða öll þessi tengsl. Aðalmálið er að þau séu upp á borðinu að maður sé meðvitaður um þau og látið þau ekki skarast, það passa ég alveg 100%. Ef einhver er tilbúinn að kaupa þennan hlut þá er það opið.“Eyþór er ennþá stór hluthafi í Árvakri og hefur hagsmuna að gæta að blaðið gangi upp rekstrarlega.Stefán KarlssonEyþór segir að það sé alls ekki slæmt fyrir stjórnmálamann að koma úr atvinnulífinu og að hafa reynslu á atvinnurekstri. Það sé dýrmæt reynsla sem hann hafi þaðan og komi með inn í borgarstjórn Reykjavíkur. „Þessi stjórnmálaþátttaka þar sem að menn fara í gegnum stjórnmálafræðina og fara svo að raða stólum kannski og eru í ungliðahreyfingu og annað, þetta er voðalega takmörkuð reynsla af lífinu. Ég hef þurft að byggja upp mín fyrirtæki og taka áhættu. Stundum hefur það gengið vel og stundum ekki. Maður hefur þurft að standa skil á því að greiða fólki laun og allt þetta. Þetta er reynsla sem ég held að sé mjög verðmæt og allt of sjaldgæf þegar kemur að rekstri borgarinnar. Við skulum ekki missa okkur í því að fólk með reynslu úr atvinnulífinu fái ekki að koma inn í stjórnmálin, ég held einmitt að það sé gagnlegt og veiti ekki af því við þurfum líka að fást við þá sem eru í atvinnulífinu og skilja þá til botns, ekki láta þá plata okkur.“Myndir þú halda að það væri lygi hjá mér ef ég segði að Mogginn hefði dregið taum þinn í kosningabaráttunni?„Ég myndi ekki halda því fram að það hafi verið lygi,“ segir Eyþór en bætir þó við: „Ég held hann hafi fyrst og fremst verið gagnrýninn á borgarstjórnina löngu áður en ég kom inn í Morgunblaðið og það er nú kannski ein af skyldum fjölmiðla, fyrst og fremst að vera gagnrýnir. Það er verra þegar það er eins og þegar Berlusconi var þegar hann var fjölmiðlaeigandi og var í meirihluta. Það er miklu verra að einhver sem er í meirihluta eða forsætisráðherra eða eitthvað slíkt sé að nota fjölmiðla til þess að draga úr gagnrýni. Ég held einmitt að við eigum að passa upp á það það sé gagnrýni og, ef eitthvað er, þá væri betra að stjórnarandstaðan, hverju sinni, hefði tækifæri til þess að koma sínum áherslum fram, það er miklu varasamara að þeir sem stjórna þeir þaggi. Ég bendi á það að lýðræðisleg aðkoma til dæmis þeirra sem eru í stjórnarandstöðu í Reykjavík er mjög takmörkuð þannig að ef að það er lögmæt og réttmæt gagnrýni á það sem aflaga fer þá er það gott fyrir íbúana,“ segir Eyþór. Hann bendir á að hagsmunaskráning fari fram í borgarstjórn Reykjavíkur í næsta mánuði. Hann hafi alls ekkert að fela í þeim efnum. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Eyþór úr stjórn Árvakurs Er áfram stærsti hluthafinn en útilokar ekki að selja hlutinn fái hann gott tilboð. 26. apríl 2018 11:24 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
„Þeir sem eru borgarfulltrúar í sveitarstjórn hafa oft hagsmuna að gæta eða tengjast öðru. Þeir eiga fyrst og fremst að geta þess, það er það sem er aðalmálið og gæta þess að hagsmunir skarast ekki,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, þegar hann er spurður út í tengsl sín við Morgunblaðið. Eyþór var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi. Eyþór er ennþá hluthafi í Árvakri. Spurður hvort þessi tengsl dragi ekki úr trúverðugleika hans sem stjórnamálamanns svarar Eyþór: „Öll tengsl eru náttúrulega þannig að þau sé hægt að gera þau tortryggileg ef menn vilja en aðalmálið er að þau séu upp á borðunum og að menn viti af þeim. Það er ekkert leyndarmál hvar ég tengist. Ég reyni bara að passa að það sé skýrt og aðskilið.“ Spurður hvort hann sé kominn í vonda stöðu og hvort það sé ekki slæmt fyrir stjórnmálamann að vera stór hluthafi í fjölmiðli segir Eyþór: „Nei, nei, auðvitað er þetta mismunandi eftir því hvernig fólk heldur á hlutunum. Stjórn Árvakurs hlutast ekkert til um ritstjórn Morgunblaðsins eða mbl og ég sagði mig úr stjórn Árvakurs til þess að rjúfa þessi tengsl þannig að ég hef engin tengsl. Ég hef hagsmuni af því að Morgunblaðið gangi upp rekstrarlega, það er í raun og veru það sem er. Þetta er mjög erfiður rekstur, eins og þú þekkir en ég er búin að slíta á þessi tengsl, það er það sem ég get gert. Auðvitað er þetta minna mál þegar maður er ekki við stjórnina, það væri annað að vera borgarstjóri,“ segir Eyþór sem bætir við að í gamla daga hefðu tengsl stjórnmálamanna og fjölmiðla verið miklu sterkari en í dag. Hann bendir á að hann sé ekki sá eini sem hafi hagsmuna að gæta. „Reykjavíkurborg leigir hjá RÚV líka. Það eru ýmis hagsmunatengsl, við getum talað um það. Það ber að skoða öll þessi tengsl. Aðalmálið er að þau séu upp á borðinu að maður sé meðvitaður um þau og látið þau ekki skarast, það passa ég alveg 100%. Ef einhver er tilbúinn að kaupa þennan hlut þá er það opið.“Eyþór er ennþá stór hluthafi í Árvakri og hefur hagsmuna að gæta að blaðið gangi upp rekstrarlega.Stefán KarlssonEyþór segir að það sé alls ekki slæmt fyrir stjórnmálamann að koma úr atvinnulífinu og að hafa reynslu á atvinnurekstri. Það sé dýrmæt reynsla sem hann hafi þaðan og komi með inn í borgarstjórn Reykjavíkur. „Þessi stjórnmálaþátttaka þar sem að menn fara í gegnum stjórnmálafræðina og fara svo að raða stólum kannski og eru í ungliðahreyfingu og annað, þetta er voðalega takmörkuð reynsla af lífinu. Ég hef þurft að byggja upp mín fyrirtæki og taka áhættu. Stundum hefur það gengið vel og stundum ekki. Maður hefur þurft að standa skil á því að greiða fólki laun og allt þetta. Þetta er reynsla sem ég held að sé mjög verðmæt og allt of sjaldgæf þegar kemur að rekstri borgarinnar. Við skulum ekki missa okkur í því að fólk með reynslu úr atvinnulífinu fái ekki að koma inn í stjórnmálin, ég held einmitt að það sé gagnlegt og veiti ekki af því við þurfum líka að fást við þá sem eru í atvinnulífinu og skilja þá til botns, ekki láta þá plata okkur.“Myndir þú halda að það væri lygi hjá mér ef ég segði að Mogginn hefði dregið taum þinn í kosningabaráttunni?„Ég myndi ekki halda því fram að það hafi verið lygi,“ segir Eyþór en bætir þó við: „Ég held hann hafi fyrst og fremst verið gagnrýninn á borgarstjórnina löngu áður en ég kom inn í Morgunblaðið og það er nú kannski ein af skyldum fjölmiðla, fyrst og fremst að vera gagnrýnir. Það er verra þegar það er eins og þegar Berlusconi var þegar hann var fjölmiðlaeigandi og var í meirihluta. Það er miklu verra að einhver sem er í meirihluta eða forsætisráðherra eða eitthvað slíkt sé að nota fjölmiðla til þess að draga úr gagnrýni. Ég held einmitt að við eigum að passa upp á það það sé gagnrýni og, ef eitthvað er, þá væri betra að stjórnarandstaðan, hverju sinni, hefði tækifæri til þess að koma sínum áherslum fram, það er miklu varasamara að þeir sem stjórna þeir þaggi. Ég bendi á það að lýðræðisleg aðkoma til dæmis þeirra sem eru í stjórnarandstöðu í Reykjavík er mjög takmörkuð þannig að ef að það er lögmæt og réttmæt gagnrýni á það sem aflaga fer þá er það gott fyrir íbúana,“ segir Eyþór. Hann bendir á að hagsmunaskráning fari fram í borgarstjórn Reykjavíkur í næsta mánuði. Hann hafi alls ekkert að fela í þeim efnum.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Eyþór úr stjórn Árvakurs Er áfram stærsti hluthafinn en útilokar ekki að selja hlutinn fái hann gott tilboð. 26. apríl 2018 11:24 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Eyþór úr stjórn Árvakurs Er áfram stærsti hluthafinn en útilokar ekki að selja hlutinn fái hann gott tilboð. 26. apríl 2018 11:24