Mikið tjón í bruna í fiskeldi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. júní 2018 04:00 Frá vettvangi í nótt. Slökkviliðsmenn frá Þorlákshöfn, Hveragerði og Selfossi voru sendir á staðinn Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Mikið tjón varð þegar eldur kom upp í fiskeldisvinnslu í landi Núpa í Ölfusi í nótt. Slökkviliðsmenn frá Þorlákshöfn, Hveragerði og Selfossi fengu boð um eldinn klukkan rúmlega hálf eitt í nótt og voru sendir á staðinn ásamt sjúkraflutningamönnum og lögreglu, en það var nágranni sem varð eldsins var og tilkynnti hann til Neyðarlínu. Þegar fyrstu menn komu á vettvang var ljóst að mikil eldur var í húsinu sem líklega hefði náð að krauma lengi en eldtungur loguðu út um þak þegar að var komið. Í húsinu er starfrækt klak- og seiðaeldisstöð fyrir lax og bleikju á vegum Íslandsbleikju/Silfurlax og voru starfsmenn ekki á staðnum þegar eldurinn kom upp en unnið er í fiskeldinu á daginn og bakvakt á kvöldin. Slökkviliðsmenn þurftu að koma vatni á staðinn með þremur tankbílum og var slökkvistarf unnið utan frá þar sem hætta var á hruni inni í húsinu en þakið féll að hluta. Veður var gott á brunavettvangi. Hægur vindur og þéttur úði, sem auðveldaði slökkvistarf. Þó nokkur vinna var fyrir slökkviliðsmenn að rjúfa klæðningar til þess að slökkva eld og glæður. Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu sagði að slökkvistarf hafi gengið vel og að tekist hefði að slökkva allan eld klukkan hálf þrjú í nótt. Þó ætti eftir að reykræsta húsið og slökkva í glæðum. Líklega yrði svo brunavakt á húsinu í nótt og fram til morgun til þess að tryggja að eldur tæki sig ekki upp aftur. Eldsupptök eru ókunn og mun tæknideild Lögreglunnar á Suðurlandi rannsaka vettvanginn síðar í dag. Tjónið virðist mikið miðað við þá starfsemi sem er á staðnum en þónokkur eldiskör eru inni í húsinu með lifandi fiski.Hér að neðan má sá myndir af vettvangi í nótt Veður á brunavettvangi var gott. Hægur vindur og þéttur úði sem auðveldaði slökkvistarfVísir/Jóhann K. JóhannssonMikið lið slökkviliðsmanna var á vettvangi í nótt. Eins og sjá má á þessari mynd féll þakið að hluta.Vísir/Jóhann K. JóhannssonMikil vinna var fyrir slökkviliðsmenn að rjúfa klæðningar til að slökkva eld og glæður.Vísir/Jóhann K. JóhannssonSjúkraflutningamenn og lögreglumenn fylgjast með aðgerðum slökkviðliðs í nóttVísir/Jóhann K. JóhannssonSlökkviliðsmaður skiptir um súrefniskút er hann vinnur að slökkvistarfi.Vísir/Jóhann K. JóhannssonSlökkviliðsmenn þurftu að sækja vatn til slökkvistarfsins.Vísir/Jóhann K. JóhannssonHúsið sem eldurinn kom upp í er stórt og var eldurinn mestur um miðbik þess.Vísir/Jóhann K. JóhannssonSlökkviliðsmaður virðir fyrir sér þakið sem féll að hluta.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Tengdar fréttir Eldur í fiskvinnsluhúsi í Ölfusi Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu vinna að slökkvistarfi 27. júní 2018 01:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Mikið tjón varð þegar eldur kom upp í fiskeldisvinnslu í landi Núpa í Ölfusi í nótt. Slökkviliðsmenn frá Þorlákshöfn, Hveragerði og Selfossi fengu boð um eldinn klukkan rúmlega hálf eitt í nótt og voru sendir á staðinn ásamt sjúkraflutningamönnum og lögreglu, en það var nágranni sem varð eldsins var og tilkynnti hann til Neyðarlínu. Þegar fyrstu menn komu á vettvang var ljóst að mikil eldur var í húsinu sem líklega hefði náð að krauma lengi en eldtungur loguðu út um þak þegar að var komið. Í húsinu er starfrækt klak- og seiðaeldisstöð fyrir lax og bleikju á vegum Íslandsbleikju/Silfurlax og voru starfsmenn ekki á staðnum þegar eldurinn kom upp en unnið er í fiskeldinu á daginn og bakvakt á kvöldin. Slökkviliðsmenn þurftu að koma vatni á staðinn með þremur tankbílum og var slökkvistarf unnið utan frá þar sem hætta var á hruni inni í húsinu en þakið féll að hluta. Veður var gott á brunavettvangi. Hægur vindur og þéttur úði, sem auðveldaði slökkvistarf. Þó nokkur vinna var fyrir slökkviliðsmenn að rjúfa klæðningar til þess að slökkva eld og glæður. Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu sagði að slökkvistarf hafi gengið vel og að tekist hefði að slökkva allan eld klukkan hálf þrjú í nótt. Þó ætti eftir að reykræsta húsið og slökkva í glæðum. Líklega yrði svo brunavakt á húsinu í nótt og fram til morgun til þess að tryggja að eldur tæki sig ekki upp aftur. Eldsupptök eru ókunn og mun tæknideild Lögreglunnar á Suðurlandi rannsaka vettvanginn síðar í dag. Tjónið virðist mikið miðað við þá starfsemi sem er á staðnum en þónokkur eldiskör eru inni í húsinu með lifandi fiski.Hér að neðan má sá myndir af vettvangi í nótt Veður á brunavettvangi var gott. Hægur vindur og þéttur úði sem auðveldaði slökkvistarfVísir/Jóhann K. JóhannssonMikið lið slökkviliðsmanna var á vettvangi í nótt. Eins og sjá má á þessari mynd féll þakið að hluta.Vísir/Jóhann K. JóhannssonMikil vinna var fyrir slökkviliðsmenn að rjúfa klæðningar til að slökkva eld og glæður.Vísir/Jóhann K. JóhannssonSjúkraflutningamenn og lögreglumenn fylgjast með aðgerðum slökkviðliðs í nóttVísir/Jóhann K. JóhannssonSlökkviliðsmaður skiptir um súrefniskút er hann vinnur að slökkvistarfi.Vísir/Jóhann K. JóhannssonSlökkviliðsmenn þurftu að sækja vatn til slökkvistarfsins.Vísir/Jóhann K. JóhannssonHúsið sem eldurinn kom upp í er stórt og var eldurinn mestur um miðbik þess.Vísir/Jóhann K. JóhannssonSlökkviliðsmaður virðir fyrir sér þakið sem féll að hluta.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Tengdar fréttir Eldur í fiskvinnsluhúsi í Ölfusi Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu vinna að slökkvistarfi 27. júní 2018 01:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Eldur í fiskvinnsluhúsi í Ölfusi Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu vinna að slökkvistarfi 27. júní 2018 01:00