Mikið tjón í bruna í fiskeldi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. júní 2018 04:00 Frá vettvangi í nótt. Slökkviliðsmenn frá Þorlákshöfn, Hveragerði og Selfossi voru sendir á staðinn Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Mikið tjón varð þegar eldur kom upp í fiskeldisvinnslu í landi Núpa í Ölfusi í nótt. Slökkviliðsmenn frá Þorlákshöfn, Hveragerði og Selfossi fengu boð um eldinn klukkan rúmlega hálf eitt í nótt og voru sendir á staðinn ásamt sjúkraflutningamönnum og lögreglu, en það var nágranni sem varð eldsins var og tilkynnti hann til Neyðarlínu. Þegar fyrstu menn komu á vettvang var ljóst að mikil eldur var í húsinu sem líklega hefði náð að krauma lengi en eldtungur loguðu út um þak þegar að var komið. Í húsinu er starfrækt klak- og seiðaeldisstöð fyrir lax og bleikju á vegum Íslandsbleikju/Silfurlax og voru starfsmenn ekki á staðnum þegar eldurinn kom upp en unnið er í fiskeldinu á daginn og bakvakt á kvöldin. Slökkviliðsmenn þurftu að koma vatni á staðinn með þremur tankbílum og var slökkvistarf unnið utan frá þar sem hætta var á hruni inni í húsinu en þakið féll að hluta. Veður var gott á brunavettvangi. Hægur vindur og þéttur úði, sem auðveldaði slökkvistarf. Þó nokkur vinna var fyrir slökkviliðsmenn að rjúfa klæðningar til þess að slökkva eld og glæður. Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu sagði að slökkvistarf hafi gengið vel og að tekist hefði að slökkva allan eld klukkan hálf þrjú í nótt. Þó ætti eftir að reykræsta húsið og slökkva í glæðum. Líklega yrði svo brunavakt á húsinu í nótt og fram til morgun til þess að tryggja að eldur tæki sig ekki upp aftur. Eldsupptök eru ókunn og mun tæknideild Lögreglunnar á Suðurlandi rannsaka vettvanginn síðar í dag. Tjónið virðist mikið miðað við þá starfsemi sem er á staðnum en þónokkur eldiskör eru inni í húsinu með lifandi fiski.Hér að neðan má sá myndir af vettvangi í nótt Veður á brunavettvangi var gott. Hægur vindur og þéttur úði sem auðveldaði slökkvistarfVísir/Jóhann K. JóhannssonMikið lið slökkviliðsmanna var á vettvangi í nótt. Eins og sjá má á þessari mynd féll þakið að hluta.Vísir/Jóhann K. JóhannssonMikil vinna var fyrir slökkviliðsmenn að rjúfa klæðningar til að slökkva eld og glæður.Vísir/Jóhann K. JóhannssonSjúkraflutningamenn og lögreglumenn fylgjast með aðgerðum slökkviðliðs í nóttVísir/Jóhann K. JóhannssonSlökkviliðsmaður skiptir um súrefniskút er hann vinnur að slökkvistarfi.Vísir/Jóhann K. JóhannssonSlökkviliðsmenn þurftu að sækja vatn til slökkvistarfsins.Vísir/Jóhann K. JóhannssonHúsið sem eldurinn kom upp í er stórt og var eldurinn mestur um miðbik þess.Vísir/Jóhann K. JóhannssonSlökkviliðsmaður virðir fyrir sér þakið sem féll að hluta.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Tengdar fréttir Eldur í fiskvinnsluhúsi í Ölfusi Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu vinna að slökkvistarfi 27. júní 2018 01:00 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Sjá meira
Mikið tjón varð þegar eldur kom upp í fiskeldisvinnslu í landi Núpa í Ölfusi í nótt. Slökkviliðsmenn frá Þorlákshöfn, Hveragerði og Selfossi fengu boð um eldinn klukkan rúmlega hálf eitt í nótt og voru sendir á staðinn ásamt sjúkraflutningamönnum og lögreglu, en það var nágranni sem varð eldsins var og tilkynnti hann til Neyðarlínu. Þegar fyrstu menn komu á vettvang var ljóst að mikil eldur var í húsinu sem líklega hefði náð að krauma lengi en eldtungur loguðu út um þak þegar að var komið. Í húsinu er starfrækt klak- og seiðaeldisstöð fyrir lax og bleikju á vegum Íslandsbleikju/Silfurlax og voru starfsmenn ekki á staðnum þegar eldurinn kom upp en unnið er í fiskeldinu á daginn og bakvakt á kvöldin. Slökkviliðsmenn þurftu að koma vatni á staðinn með þremur tankbílum og var slökkvistarf unnið utan frá þar sem hætta var á hruni inni í húsinu en þakið féll að hluta. Veður var gott á brunavettvangi. Hægur vindur og þéttur úði, sem auðveldaði slökkvistarf. Þó nokkur vinna var fyrir slökkviliðsmenn að rjúfa klæðningar til þess að slökkva eld og glæður. Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu sagði að slökkvistarf hafi gengið vel og að tekist hefði að slökkva allan eld klukkan hálf þrjú í nótt. Þó ætti eftir að reykræsta húsið og slökkva í glæðum. Líklega yrði svo brunavakt á húsinu í nótt og fram til morgun til þess að tryggja að eldur tæki sig ekki upp aftur. Eldsupptök eru ókunn og mun tæknideild Lögreglunnar á Suðurlandi rannsaka vettvanginn síðar í dag. Tjónið virðist mikið miðað við þá starfsemi sem er á staðnum en þónokkur eldiskör eru inni í húsinu með lifandi fiski.Hér að neðan má sá myndir af vettvangi í nótt Veður á brunavettvangi var gott. Hægur vindur og þéttur úði sem auðveldaði slökkvistarfVísir/Jóhann K. JóhannssonMikið lið slökkviliðsmanna var á vettvangi í nótt. Eins og sjá má á þessari mynd féll þakið að hluta.Vísir/Jóhann K. JóhannssonMikil vinna var fyrir slökkviliðsmenn að rjúfa klæðningar til að slökkva eld og glæður.Vísir/Jóhann K. JóhannssonSjúkraflutningamenn og lögreglumenn fylgjast með aðgerðum slökkviðliðs í nóttVísir/Jóhann K. JóhannssonSlökkviliðsmaður skiptir um súrefniskút er hann vinnur að slökkvistarfi.Vísir/Jóhann K. JóhannssonSlökkviliðsmenn þurftu að sækja vatn til slökkvistarfsins.Vísir/Jóhann K. JóhannssonHúsið sem eldurinn kom upp í er stórt og var eldurinn mestur um miðbik þess.Vísir/Jóhann K. JóhannssonSlökkviliðsmaður virðir fyrir sér þakið sem féll að hluta.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Tengdar fréttir Eldur í fiskvinnsluhúsi í Ölfusi Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu vinna að slökkvistarfi 27. júní 2018 01:00 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Sjá meira
Eldur í fiskvinnsluhúsi í Ölfusi Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu vinna að slökkvistarfi 27. júní 2018 01:00