Um ein milljón fiska í húsinu sem brann Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. júní 2018 19:30 Frá vettvangi eldsvoðans í Ölfusi í nótt. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Mikið tjón varð þegar eldur kom upp í fiskeldisvinnslu í landi Núpa í Ölfusi í nótt. Eldsupptök eru rakin til rafmótors við fóðurgjafabúnað en um ein milljón fiska var í húsinu þar sem eldurinn kom upp. Þetta staðfestir Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri Íslandsbleikju, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. Hann segir mestu máli skipta að starfsfólki hafi ekki orðið meint af en ekkert fólk var á staðnum þegar eldurinn kom upp. Þá segir Jón Kjartan of snemmt að segja til um það að svo stöddu um hversu mikið tjón sé að ræða. Í ljós komi á næstu dögum hvort sé í lagi með fiskinn en megnið af þeim fiski sem var í húsinu þar sem eldurinn kom upp komst lífs af að sögn Jóns Kjartans.Líkt og fram hefur komið barst viðbragðsaðilum tilkynning um eldinn upp úr klukkan hálfeitt í nótt en ljóst var þegar slökkvilið bar að garði að eldurinn hafði þá logað í nokkurn tíma og talsvert var um skemmdir. Brunavarna Árnessýslu segir að tekist hafi að slökkva allan eld um klukkan hálf þrjú í nótt. Nokkuð vel hafi gengið að ráða niðurlögum eldsins þótt aðgengi að vatni hafi verið takmarkað. „Það vatn sem var hægt að komast í, það var fullt af fiski líka þannig að það var ekki eins einfalt að ná í vatnið og við héldum í upphafi. En við fengum strax þrjá tankbíla á staðinn og svo erum við með kerrur með lausum dælum,“ sagði Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, í samtali við fréttastofu á vettvangi eldsvoðans í nótt. Lögregla og Mannvirkjastofnun fara með rannsókn málsins en eldsupptök eru rakin til rafmótors við fóðurgjafabúnað og hefur hluti þess búnaðar verið haldlagður og sendur til frekari rannsóknar hjá sérfræðingum Mannvirkjastofnunar. Tengdar fréttir Eldsupptök í eða við rafmótor við fóðurgjafabúnað Lögregla hefur nú lokið vinnu á vettvangi bruna í fiskeldisstöð í Ölfusi frá því í nótt. 27. júní 2018 12:31 Eldur í fiskvinnsluhúsi í Ölfusi Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu vinna að slökkvistarfi 27. júní 2018 01:00 Mikið tjón í bruna í fiskeldi Eldsupptök ókunn og mun tæknideild Lögreglunnar á Suðurlandi rannsaka vettvanginn síðar í dag. 27. júní 2018 04:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Mikið tjón varð þegar eldur kom upp í fiskeldisvinnslu í landi Núpa í Ölfusi í nótt. Eldsupptök eru rakin til rafmótors við fóðurgjafabúnað en um ein milljón fiska var í húsinu þar sem eldurinn kom upp. Þetta staðfestir Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri Íslandsbleikju, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. Hann segir mestu máli skipta að starfsfólki hafi ekki orðið meint af en ekkert fólk var á staðnum þegar eldurinn kom upp. Þá segir Jón Kjartan of snemmt að segja til um það að svo stöddu um hversu mikið tjón sé að ræða. Í ljós komi á næstu dögum hvort sé í lagi með fiskinn en megnið af þeim fiski sem var í húsinu þar sem eldurinn kom upp komst lífs af að sögn Jóns Kjartans.Líkt og fram hefur komið barst viðbragðsaðilum tilkynning um eldinn upp úr klukkan hálfeitt í nótt en ljóst var þegar slökkvilið bar að garði að eldurinn hafði þá logað í nokkurn tíma og talsvert var um skemmdir. Brunavarna Árnessýslu segir að tekist hafi að slökkva allan eld um klukkan hálf þrjú í nótt. Nokkuð vel hafi gengið að ráða niðurlögum eldsins þótt aðgengi að vatni hafi verið takmarkað. „Það vatn sem var hægt að komast í, það var fullt af fiski líka þannig að það var ekki eins einfalt að ná í vatnið og við héldum í upphafi. En við fengum strax þrjá tankbíla á staðinn og svo erum við með kerrur með lausum dælum,“ sagði Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, í samtali við fréttastofu á vettvangi eldsvoðans í nótt. Lögregla og Mannvirkjastofnun fara með rannsókn málsins en eldsupptök eru rakin til rafmótors við fóðurgjafabúnað og hefur hluti þess búnaðar verið haldlagður og sendur til frekari rannsóknar hjá sérfræðingum Mannvirkjastofnunar.
Tengdar fréttir Eldsupptök í eða við rafmótor við fóðurgjafabúnað Lögregla hefur nú lokið vinnu á vettvangi bruna í fiskeldisstöð í Ölfusi frá því í nótt. 27. júní 2018 12:31 Eldur í fiskvinnsluhúsi í Ölfusi Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu vinna að slökkvistarfi 27. júní 2018 01:00 Mikið tjón í bruna í fiskeldi Eldsupptök ókunn og mun tæknideild Lögreglunnar á Suðurlandi rannsaka vettvanginn síðar í dag. 27. júní 2018 04:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Eldsupptök í eða við rafmótor við fóðurgjafabúnað Lögregla hefur nú lokið vinnu á vettvangi bruna í fiskeldisstöð í Ölfusi frá því í nótt. 27. júní 2018 12:31
Eldur í fiskvinnsluhúsi í Ölfusi Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu vinna að slökkvistarfi 27. júní 2018 01:00
Mikið tjón í bruna í fiskeldi Eldsupptök ókunn og mun tæknideild Lögreglunnar á Suðurlandi rannsaka vettvanginn síðar í dag. 27. júní 2018 04:00