Köttur sem villtist af heimili sínu í Noregi ferðaðist til Íslands í gámi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. júní 2018 11:18 Pus er köttur - rétt eins og þessi hér. Vísir/Getty Kötturinn Pus villtist frá heimili sínu í Noregi þann 9. júní síðastliðinn og eftir nokkurra daga leit fannst hvorki tangur né tetur af honum. Kötturinn fannst þó á Íslandi í gær og í ljós kom að hann hafði falið sig í gám og ferðast yfir Atlantshafið ásamt búslóð íslenskra nágranna eiganda kattarins.Fjallað er um málið á vef norska ríkisútvarpsins og þar segir að Pus, sem er sjö ára gamall, sé alls ekki vanur að fara langt frá heimili sínu. Þegar hann hvarf hafi fjölskyldan leitað út um allt, sett inn skilaboð á Facebook og beðið nágranna um að skyggnast eftir honum, án árangurs. Á sama tíma var íslensk fjölskylda sem bjó í nágrenni eiganda kattarins að undirbúa flutninga heim til Íslands. Stóð gámur fyrir utan heimili þeirra og svo virðist sem að Pus hafi laumast inn í gáminn. Gámurinn var sendur til Íslands 13. júní og kom hingað til lands í gær. Þegar eigendurnir opnuðu gáminn var hann fullur af kattarhárum. Áttuðu þau sig á því að köttur hefði laumað sér inn í gáminn og óttuðust þau að hann væri dauður. Eftir að hafa tæmt gáminn húsgagn fyrir húsgagn leyndist Pus í horni gámsins, horaður, hræddur og búinn að missa mikið hár. Í samtali við NRK segir Aldís Gunnarsdóttir, sem fann köttinn í gámnum, að þau hafi ekki haft hugmynd um hver ætti gáminn en með hjálp Facebook hafi þeim tekist að hafa uppi á eigendunum sem voru búin að gefa upp alla von um að hann væri á lífi. Í fréttinni kemur þó fram að ekki sé auðvelt að fá Pus heim til Noregs, enda þurfi hann að fara í gegnum strangt ferli bæði íslenskra og norskra yfirvalda til þess að komast aftur heim. Vonir standa þó til að það takist á næstu dögum að senda hann aftur til Noregs. Dýr Norðurlönd Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Kötturinn Pus villtist frá heimili sínu í Noregi þann 9. júní síðastliðinn og eftir nokkurra daga leit fannst hvorki tangur né tetur af honum. Kötturinn fannst þó á Íslandi í gær og í ljós kom að hann hafði falið sig í gám og ferðast yfir Atlantshafið ásamt búslóð íslenskra nágranna eiganda kattarins.Fjallað er um málið á vef norska ríkisútvarpsins og þar segir að Pus, sem er sjö ára gamall, sé alls ekki vanur að fara langt frá heimili sínu. Þegar hann hvarf hafi fjölskyldan leitað út um allt, sett inn skilaboð á Facebook og beðið nágranna um að skyggnast eftir honum, án árangurs. Á sama tíma var íslensk fjölskylda sem bjó í nágrenni eiganda kattarins að undirbúa flutninga heim til Íslands. Stóð gámur fyrir utan heimili þeirra og svo virðist sem að Pus hafi laumast inn í gáminn. Gámurinn var sendur til Íslands 13. júní og kom hingað til lands í gær. Þegar eigendurnir opnuðu gáminn var hann fullur af kattarhárum. Áttuðu þau sig á því að köttur hefði laumað sér inn í gáminn og óttuðust þau að hann væri dauður. Eftir að hafa tæmt gáminn húsgagn fyrir húsgagn leyndist Pus í horni gámsins, horaður, hræddur og búinn að missa mikið hár. Í samtali við NRK segir Aldís Gunnarsdóttir, sem fann köttinn í gámnum, að þau hafi ekki haft hugmynd um hver ætti gáminn en með hjálp Facebook hafi þeim tekist að hafa uppi á eigendunum sem voru búin að gefa upp alla von um að hann væri á lífi. Í fréttinni kemur þó fram að ekki sé auðvelt að fá Pus heim til Noregs, enda þurfi hann að fara í gegnum strangt ferli bæði íslenskra og norskra yfirvalda til þess að komast aftur heim. Vonir standa þó til að það takist á næstu dögum að senda hann aftur til Noregs.
Dýr Norðurlönd Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira