Ekki hægt að gefa tæmandi svar við hverjar séu óskráðar reglur og hefðir Alþingis Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. júní 2018 16:29 Ýmsar reglur, óskráðar sem skráðar gilda á Alþingi. Vísir/Hanna Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, telur ógerlegt að gefa tæmandi svar við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar um hvaða óskráðu reglur og hefðir gildi um störf þingmanna. Þá væri það afar óhefðbundið að gera óskráðar hefðir og venjur skráðar með svari við fyrirspurn þingmanns. Fyrirspurn Björns vakti nokkurra athygli þegar hún var lögð fram en í svari forseta segir að engar sjálfstæðar hefðir eða venjur gilda um stjórnsýslu Alþingis, til dæmis um fjármálaumsýslu þingsins, fyrir utan almennar reglur í samskiptum manna. Þær reglur sem lúti að stjórnsýslunni séu bundnar í lögum eða reglum sem forsætisnefnd hefur sett. Þó bendir Steingrímur á að ýmsar hefðir og óskráðar reglur gildi þó um „fjölmargt annað í starfsemi Alþingis og er vikið að mörgum þeirra í ritinu Háttvirtur þingmaður,“ segir í svari Steingríms.Björn Leví Gunnarsson vildi vita hvaða óskráðu reglur séu í gildi á Alþingi.Vísir/Ernir Eyjólfsson„Sem dæmi má nefna að föst hefð er að forseti minnist látins alþingismanns eða fyrrverandi alþingismanns á þingfundi. Þá er venja að alþingismenn klæðist formlegum og snyrtilegum klæðnaði á þingfundum, að stjórnarmál hafi forgang fram yfir þingmannamál, að þingflokksformenn tilnefni fulltrúa til þátttöku í sérstökum umræðum og að alþingismenn séu ávarpaðir á þingfundum „háttvirtur þingmaður“ og ráðherrar ávarpaðir „hæstvirtur ráðherra“,“ segir í svarinu. Líkt og áður segir bendir Steingrímur á að frekari upptalning geti aldrei orðið tæmandi auk það væri afar óhefðbundið að gera óskráðar hefðir og venjur skráðar með svari við fyrirspurn á þingskjali. „Þá er að lokum rétt að benda á að hefðir og venjur breytast í tímans rás. Sumt leggst af en annað kemur í staðinn. Má sem dæmi taka að á degi Norðurlanda 23. mars sl. var fánum allra Norðurlandaþjóðanna flaggað framan við Alþingishúsið. Ekki er ólíklegt að slíkt verði gert eftirleiðis og þar með skapist venja, hefð, sem verði í heiðri höfð.“ Alþingi Tengdar fréttir Segir fyrirspurnir Björns Levís komnar út í tóma þvælu Þingmenn stjórnarandstöðunnar fjölmenntu í ræðustól Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og vöktu máls á því að svör ráðherra við fyrirspurnum þingmanna bærust seint og illa. 28. maí 2018 16:04 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, telur ógerlegt að gefa tæmandi svar við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar um hvaða óskráðu reglur og hefðir gildi um störf þingmanna. Þá væri það afar óhefðbundið að gera óskráðar hefðir og venjur skráðar með svari við fyrirspurn þingmanns. Fyrirspurn Björns vakti nokkurra athygli þegar hún var lögð fram en í svari forseta segir að engar sjálfstæðar hefðir eða venjur gilda um stjórnsýslu Alþingis, til dæmis um fjármálaumsýslu þingsins, fyrir utan almennar reglur í samskiptum manna. Þær reglur sem lúti að stjórnsýslunni séu bundnar í lögum eða reglum sem forsætisnefnd hefur sett. Þó bendir Steingrímur á að ýmsar hefðir og óskráðar reglur gildi þó um „fjölmargt annað í starfsemi Alþingis og er vikið að mörgum þeirra í ritinu Háttvirtur þingmaður,“ segir í svari Steingríms.Björn Leví Gunnarsson vildi vita hvaða óskráðu reglur séu í gildi á Alþingi.Vísir/Ernir Eyjólfsson„Sem dæmi má nefna að föst hefð er að forseti minnist látins alþingismanns eða fyrrverandi alþingismanns á þingfundi. Þá er venja að alþingismenn klæðist formlegum og snyrtilegum klæðnaði á þingfundum, að stjórnarmál hafi forgang fram yfir þingmannamál, að þingflokksformenn tilnefni fulltrúa til þátttöku í sérstökum umræðum og að alþingismenn séu ávarpaðir á þingfundum „háttvirtur þingmaður“ og ráðherrar ávarpaðir „hæstvirtur ráðherra“,“ segir í svarinu. Líkt og áður segir bendir Steingrímur á að frekari upptalning geti aldrei orðið tæmandi auk það væri afar óhefðbundið að gera óskráðar hefðir og venjur skráðar með svari við fyrirspurn á þingskjali. „Þá er að lokum rétt að benda á að hefðir og venjur breytast í tímans rás. Sumt leggst af en annað kemur í staðinn. Má sem dæmi taka að á degi Norðurlanda 23. mars sl. var fánum allra Norðurlandaþjóðanna flaggað framan við Alþingishúsið. Ekki er ólíklegt að slíkt verði gert eftirleiðis og þar með skapist venja, hefð, sem verði í heiðri höfð.“
Alþingi Tengdar fréttir Segir fyrirspurnir Björns Levís komnar út í tóma þvælu Þingmenn stjórnarandstöðunnar fjölmenntu í ræðustól Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og vöktu máls á því að svör ráðherra við fyrirspurnum þingmanna bærust seint og illa. 28. maí 2018 16:04 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Segir fyrirspurnir Björns Levís komnar út í tóma þvælu Þingmenn stjórnarandstöðunnar fjölmenntu í ræðustól Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og vöktu máls á því að svör ráðherra við fyrirspurnum þingmanna bærust seint og illa. 28. maí 2018 16:04