Norskur landnámsköttur fær að snúa aftur heim úr víking á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2018 19:45 Ferfættur laumufarþegi kom ungum hjónum sem voru að flytja heim frá Álasundi í Noregi á óvart þegar þau byrjuðu að tæma gám með búðslóð sinni í gær. Farþeginn var bæði slæptur og óttasleginn og hann treysti ekki íslenskum gestgjöfum sínum fyrr en þeir ávörpuðu hann á norsku. Hjónin Aldís Gunnarsdóttir og Baldvin Johnsen voru að flytja heim eftir árra ára veru í Álasundi og fluttu búslóð sína og bifreið heim í stórum gámi sem þau opnuðu í gær, átján dögum eftir að þau fengu hann afhentan við hús sitt í Noregi. Eins og allir kattareigendur vita eiga kettir það til að týnast og það er mikil sorg á hemilum þegar það gerist. Oft finnast þeir en stundum ekki. Hjón í Noregi voru eiginlega búin að gefa upp alla von um að kötturinn þeirra kæmi í leitirnar en viti menn, hann kom í leitirnar uppi á Íslandi. Aldísi og Baldvin fór að gruna að köttur leyndist í gámnum því bíllinn var þakinn kattarhárum sem og ýmislegt annað úr búslóðinni en kisi lét ekki sjá sig. En grunurinn styrktist þegar búið var að fjarlægja bílinn. „Svo þegar við fórum að komast innar og krakkarnir voru mikið að pæla í þessu hvort það væri köttur eða hræ í gámnum en þau komu svo auga á hann og fóru að reyna að lokka hann til sín,” segir Baldvin.Kisi er nú í sóttkví hjá Matvælastofnun hér á landi.Það hafi tekið um klukkustund og Kisi ekki látið segjast fyrr en hann var ávarpaður á norsku. Þá fór hungrið að segja til sín hjá hinum sjö ára norska ferðalangi þegar skinka og nýmjólk var í boði eftir allt að átján daga án vatns og matar, segir Aldís. En hún og Baldvin þekkja vel til nágranna sinna í Álasundi og höfðu oft séð köttinn á vappi fyrir utan húsið þeirra. „Þau byrja að sakna hans 9. júní og við læsum honum þrettánda. Mér finnst mjög líklegt að hann hafi verið hér meira eða minna frá níunda hugsa ég,” segir Aldís. Kötturinn er einfaldlega kallaður Pus, eða Kisi.Kisi með fjölskyldu sinni í Álasundi.AðsentFarin að hafa verulegar áhyggjur af Kisu Frank Martin Vonheim heimilisfaðirinn ytra segir að Kisi hafi oft horfið í einn til tvo daga og þau því verið farin að hafa verulegar áhyggjur af honum. Það var því mikil gleði í fjölskyldu eigandanna þegar fréttist af honum uppi á Íslandi. „Já, við eigum fjögurra ára snáða og Kisi er annar af tveimur köttum okkar og þeir eru bræður. Bæði kötturinn og strákurinn söknuðu Kisa. Það voru því mjög góðar fréttir að hann væri lifandi. Við vorum farina að óttast að hann hefði kannski orðið undir bíl,” segir Frank Martin sem útilokar ekki að Kisi fái eftir þetta ævintýri íslenskt nafn. Aftur til Noregs Frans segir fjölskylduna himinlifandi yfir fréttunum og þakkláta sínum gömlu nágrönnum. En Baldvin stefnir á að fara með Kisa aftur til Noregs á mánudag ef Matvælastofnun Noregs samþykkir það. En nú er Kisi í sóttkví hjá Matvælastofnun hér á landi sem er að búa hann til ferðarinnar heim með bólusetningum og ferðapappírum. „Það er búið að panta fyrir hann far með flugvélinni. Ef Matvælaeftirlitið (í Noregi) samþykkir þetta þá kemst hann til síns heima í næstu viku,” segir Baldvin Johnsen. Dýr Norðurlönd Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Sjá meira
Ferfættur laumufarþegi kom ungum hjónum sem voru að flytja heim frá Álasundi í Noregi á óvart þegar þau byrjuðu að tæma gám með búðslóð sinni í gær. Farþeginn var bæði slæptur og óttasleginn og hann treysti ekki íslenskum gestgjöfum sínum fyrr en þeir ávörpuðu hann á norsku. Hjónin Aldís Gunnarsdóttir og Baldvin Johnsen voru að flytja heim eftir árra ára veru í Álasundi og fluttu búslóð sína og bifreið heim í stórum gámi sem þau opnuðu í gær, átján dögum eftir að þau fengu hann afhentan við hús sitt í Noregi. Eins og allir kattareigendur vita eiga kettir það til að týnast og það er mikil sorg á hemilum þegar það gerist. Oft finnast þeir en stundum ekki. Hjón í Noregi voru eiginlega búin að gefa upp alla von um að kötturinn þeirra kæmi í leitirnar en viti menn, hann kom í leitirnar uppi á Íslandi. Aldísi og Baldvin fór að gruna að köttur leyndist í gámnum því bíllinn var þakinn kattarhárum sem og ýmislegt annað úr búslóðinni en kisi lét ekki sjá sig. En grunurinn styrktist þegar búið var að fjarlægja bílinn. „Svo þegar við fórum að komast innar og krakkarnir voru mikið að pæla í þessu hvort það væri köttur eða hræ í gámnum en þau komu svo auga á hann og fóru að reyna að lokka hann til sín,” segir Baldvin.Kisi er nú í sóttkví hjá Matvælastofnun hér á landi.Það hafi tekið um klukkustund og Kisi ekki látið segjast fyrr en hann var ávarpaður á norsku. Þá fór hungrið að segja til sín hjá hinum sjö ára norska ferðalangi þegar skinka og nýmjólk var í boði eftir allt að átján daga án vatns og matar, segir Aldís. En hún og Baldvin þekkja vel til nágranna sinna í Álasundi og höfðu oft séð köttinn á vappi fyrir utan húsið þeirra. „Þau byrja að sakna hans 9. júní og við læsum honum þrettánda. Mér finnst mjög líklegt að hann hafi verið hér meira eða minna frá níunda hugsa ég,” segir Aldís. Kötturinn er einfaldlega kallaður Pus, eða Kisi.Kisi með fjölskyldu sinni í Álasundi.AðsentFarin að hafa verulegar áhyggjur af Kisu Frank Martin Vonheim heimilisfaðirinn ytra segir að Kisi hafi oft horfið í einn til tvo daga og þau því verið farin að hafa verulegar áhyggjur af honum. Það var því mikil gleði í fjölskyldu eigandanna þegar fréttist af honum uppi á Íslandi. „Já, við eigum fjögurra ára snáða og Kisi er annar af tveimur köttum okkar og þeir eru bræður. Bæði kötturinn og strákurinn söknuðu Kisa. Það voru því mjög góðar fréttir að hann væri lifandi. Við vorum farina að óttast að hann hefði kannski orðið undir bíl,” segir Frank Martin sem útilokar ekki að Kisi fái eftir þetta ævintýri íslenskt nafn. Aftur til Noregs Frans segir fjölskylduna himinlifandi yfir fréttunum og þakkláta sínum gömlu nágrönnum. En Baldvin stefnir á að fara með Kisa aftur til Noregs á mánudag ef Matvælastofnun Noregs samþykkir það. En nú er Kisi í sóttkví hjá Matvælastofnun hér á landi sem er að búa hann til ferðarinnar heim með bólusetningum og ferðapappírum. „Það er búið að panta fyrir hann far með flugvélinni. Ef Matvælaeftirlitið (í Noregi) samþykkir þetta þá kemst hann til síns heima í næstu viku,” segir Baldvin Johnsen.
Dýr Norðurlönd Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Sjá meira