Þekktu rauðu ljósin: „Ég mátti ekki fara í skólann“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. júní 2018 09:00 Umsjón og gerð myndbandanna var í höndum Helgu Arnardóttur og Braga Þórs Hinrikssonar. Skjáskot/Youtube „Þetta var bara stjórnunarsamband með mikilli afbrýðisemi og hann algjörlega réði öllu,“ segir Unnur Mjöll Harðardóttir sem var í ofbeldissambandi í tvö ár með hléum. Unnur tekur þátt í herferðinni Þekktu rauðu ljósin og í einlægu myndbandi segir hún frá sinni reynslu af grófu ofbeldissambandi. „Þetta var andlegt líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi.“ Líkamlega ofbeldið byrjaði þegar hún byrjaði að búa með ofbeldismanninum. „Þá er maður einhvern vegin svo fastur.“ Afbrýðisemin og stjórnunaráráttan setti sterkan svip á líf Unnar. „Hann hélt mér vakandi kannski nóttina fyrir próf og ég mátti ekki mæta í skólann.“ Hélt að hún gæti hjálpað ofbeldismanninum Unnur endaði á því að fara því hún var aðframkomin af svefnleysi. „Það var farið að ágerast líkamlega ofbeldið. Það var orðið svo oft.“ Eftir að Unnur fór upplifði hún frelsi, hún réð því hvert hún færi og hvað hún væri þar lengi. Hún segir að í byrjun sambandsins hafi verið hegðun sem hefði átt að kveikja á einhverjum ljósum hjá sér, eins og sjúkra afbrýðisemin. „Ég fékk viðvaranir um hann sem hann einhvern vegin náði alveg að snúa út úr. Hann var svo góður, hann var svo fullkominn í byrjun að ég trúði ekki að hann gæti verið svona.“ Hún þráði alltaf að hann yrði aftur eins og í byrjun sambandsins.„Og að ég gæti hjálpað honum. Ég bæri ábyrgð á að honum liði vel.“ Unnur viðurkennir að hafa hundsað merkin og hvetur aðrar til að gera ekki sömu mistök.Herferðin Þekktu rauðu ljósin er svar Kvennaathvarfsins og Bjarkarhlíðar við síaukinni eftirspurn ungs fólk eftir aðstoð vegna ofbeldis í nánum samböndum. Umræðan um ofbeldi í nánum samböndum beinist oft að fólki sem hefur búið saman og ofbeldið átt sér stað innan veggja heimilisins en skortur er á efni sem beint er til fólks sem er að hefur nýhafið samband. Herferðin miðar að því að minna á að ofbeldi birtist smátt og smátt í samböndum, að ýmis viðvörunarmerki eru oft undanfari ofbeldisins. Vitundarvakningin felst í stuttum myndböndum þar sem nokkrar hugrakkar konur sem stigið hafa út úr ofbeldissamböndum líta til baka og ræða viðvörunarljósin sem birtust í sambandinu þó þær hafi ekki séð þau fyrr en of seint.„Það er von okkar að þessi vitundarvakning auki skilning fólks á ofbeldi í nánum samböndum og hjálpi fólki að sjá rauðu ljósin áður en til ofbeldis kemur.“Kynntu þér úrlausnir hjá Bjarkarhlíð og Kvennaathvarfinu.Nánari upplýsingar: https://www.rauduljosin.is/https://www.facebook.com/rauduljosin/https://twitter.com/rauduljosin MeToo Tengdar fréttir Þekktu rauðu ljósin: „Í upphafi okkar sambands þá var hann ofboðslega yndislegur“ Jenný Kristín segir að hún hafi verið í ofbeldissambandi í 13 ár því hún hafi ekki hlustað á aðvörunarljósin. 14. júní 2018 09:00 Þekktu rauðu ljósin: „Ég hlustaði ekki á viðvörunarbjöllurnar“ Herferðin Þekktu rauðu ljósin er svar Kvennaathvarfsins og Bjarkarhlíðar við síaukinni eftirspurn ungs fólk eftir aðstoð vegna ofbeldis í nánum samböndum. 13. júní 2018 10:15 Þekktu rauðu ljósin: „Ég hélt að ég væri búin að finna hinn fullkomna mann“ Elín Elísabet var í hálft ár í sambandi þar sem hún upplifði andlegt ofbeldi en hún fór fljótt að sjá hættumerki. 15. júní 2018 09:00 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
„Þetta var bara stjórnunarsamband með mikilli afbrýðisemi og hann algjörlega réði öllu,“ segir Unnur Mjöll Harðardóttir sem var í ofbeldissambandi í tvö ár með hléum. Unnur tekur þátt í herferðinni Þekktu rauðu ljósin og í einlægu myndbandi segir hún frá sinni reynslu af grófu ofbeldissambandi. „Þetta var andlegt líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi.“ Líkamlega ofbeldið byrjaði þegar hún byrjaði að búa með ofbeldismanninum. „Þá er maður einhvern vegin svo fastur.“ Afbrýðisemin og stjórnunaráráttan setti sterkan svip á líf Unnar. „Hann hélt mér vakandi kannski nóttina fyrir próf og ég mátti ekki mæta í skólann.“ Hélt að hún gæti hjálpað ofbeldismanninum Unnur endaði á því að fara því hún var aðframkomin af svefnleysi. „Það var farið að ágerast líkamlega ofbeldið. Það var orðið svo oft.“ Eftir að Unnur fór upplifði hún frelsi, hún réð því hvert hún færi og hvað hún væri þar lengi. Hún segir að í byrjun sambandsins hafi verið hegðun sem hefði átt að kveikja á einhverjum ljósum hjá sér, eins og sjúkra afbrýðisemin. „Ég fékk viðvaranir um hann sem hann einhvern vegin náði alveg að snúa út úr. Hann var svo góður, hann var svo fullkominn í byrjun að ég trúði ekki að hann gæti verið svona.“ Hún þráði alltaf að hann yrði aftur eins og í byrjun sambandsins.„Og að ég gæti hjálpað honum. Ég bæri ábyrgð á að honum liði vel.“ Unnur viðurkennir að hafa hundsað merkin og hvetur aðrar til að gera ekki sömu mistök.Herferðin Þekktu rauðu ljósin er svar Kvennaathvarfsins og Bjarkarhlíðar við síaukinni eftirspurn ungs fólk eftir aðstoð vegna ofbeldis í nánum samböndum. Umræðan um ofbeldi í nánum samböndum beinist oft að fólki sem hefur búið saman og ofbeldið átt sér stað innan veggja heimilisins en skortur er á efni sem beint er til fólks sem er að hefur nýhafið samband. Herferðin miðar að því að minna á að ofbeldi birtist smátt og smátt í samböndum, að ýmis viðvörunarmerki eru oft undanfari ofbeldisins. Vitundarvakningin felst í stuttum myndböndum þar sem nokkrar hugrakkar konur sem stigið hafa út úr ofbeldissamböndum líta til baka og ræða viðvörunarljósin sem birtust í sambandinu þó þær hafi ekki séð þau fyrr en of seint.„Það er von okkar að þessi vitundarvakning auki skilning fólks á ofbeldi í nánum samböndum og hjálpi fólki að sjá rauðu ljósin áður en til ofbeldis kemur.“Kynntu þér úrlausnir hjá Bjarkarhlíð og Kvennaathvarfinu.Nánari upplýsingar: https://www.rauduljosin.is/https://www.facebook.com/rauduljosin/https://twitter.com/rauduljosin
MeToo Tengdar fréttir Þekktu rauðu ljósin: „Í upphafi okkar sambands þá var hann ofboðslega yndislegur“ Jenný Kristín segir að hún hafi verið í ofbeldissambandi í 13 ár því hún hafi ekki hlustað á aðvörunarljósin. 14. júní 2018 09:00 Þekktu rauðu ljósin: „Ég hlustaði ekki á viðvörunarbjöllurnar“ Herferðin Þekktu rauðu ljósin er svar Kvennaathvarfsins og Bjarkarhlíðar við síaukinni eftirspurn ungs fólk eftir aðstoð vegna ofbeldis í nánum samböndum. 13. júní 2018 10:15 Þekktu rauðu ljósin: „Ég hélt að ég væri búin að finna hinn fullkomna mann“ Elín Elísabet var í hálft ár í sambandi þar sem hún upplifði andlegt ofbeldi en hún fór fljótt að sjá hættumerki. 15. júní 2018 09:00 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Þekktu rauðu ljósin: „Í upphafi okkar sambands þá var hann ofboðslega yndislegur“ Jenný Kristín segir að hún hafi verið í ofbeldissambandi í 13 ár því hún hafi ekki hlustað á aðvörunarljósin. 14. júní 2018 09:00
Þekktu rauðu ljósin: „Ég hlustaði ekki á viðvörunarbjöllurnar“ Herferðin Þekktu rauðu ljósin er svar Kvennaathvarfsins og Bjarkarhlíðar við síaukinni eftirspurn ungs fólk eftir aðstoð vegna ofbeldis í nánum samböndum. 13. júní 2018 10:15
Þekktu rauðu ljósin: „Ég hélt að ég væri búin að finna hinn fullkomna mann“ Elín Elísabet var í hálft ár í sambandi þar sem hún upplifði andlegt ofbeldi en hún fór fljótt að sjá hættumerki. 15. júní 2018 09:00
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent