Töluverð afköst á stuttum tíma á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 13. júní 2018 19:45 Þótt Alþingi hafi byrjað óvenju seint í vetur vegna kosninga og tekið hafi verið hlé á þingstörfum vegna sveitarstjórnarkosninga náðu þingmenn engu að síður að samþykkja áttatíu og fjögur lagafrumvörp, þar af tuttugu og fjögur á síðustu dögunum fyrir frestun þings í gærkvöldi. Forseti Alþingis segir unnið í að efla þingið og vonandi hefjist jarðvegsvinna við nýja skrifstofubyggingu þess í sumar. Kosið var til Alþingis í lok október og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum hinn 30. nóvember en yfirleitt eru stjórnarskipti að vori. Það fór því lítið fyrir þingstörfum síðastliðið haust. Þrátt fyrir þetta náði Alþingi að afgreiða 84 frumvörp og 29 álytktanir áður en þingi var frestað í gærkvöldi fram að hátíðarfundi vegna 100 ára afmælis fullveldisins hinn 18. júlí á Þingvöllum en eiginleg þingstöf hefjast ekki á ný fyrr en í byrjun september. Þótt töluvert hafi verið tekist á um afgreiðslu mála á síðustu dögum þings í þessari viku samþykktu þingmenn engu að síður 24 frumvörp síðustu tvær vikurnar. Þeirra á meðal var umdeild fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og síðast í gærkvöldi umfangsmikið frumvarp dómsmálaráðherra um persónuvernd og vörslu persónuupplýinga sem mun snerta alla starfsemi sem safnar saman upplýsingum um fólk.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.Vísir/stefánAð venju kvaddi forseti Alþingis, að þessu sinni Steingrímur J. Sigfússon, þingmenn og starfsfólk og þakkaði þeim fyrir samstarfið á þinginu sem var að líða. Hann minntist nýlegra siðareglna þingmanna og fór yfir breytingar sem gera þyrfti til að styrkja störf Alþingis. „Ég vil að lokum geta þess að lokahönnun skrifstofubyggingar Alþingis hér á reitnum er að hefjast. Bind ég vonir við að jarðvegsframkvæmdir geti hafist á þessu ári. Þessi nýja bygging mun hafa í för með sér gríðarkeg breytingu á starfsaðstöðu þingmanna, starfsmanna nefndanna og raunar þingsins alls,” sagði Steingrímur. Eins og venja er þakkaði þingflokksformaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins forseta og starfsfólki fyrir samstarfið.Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Stefán„Við tökumst á í þessum sal því vonir og væntingar fara ekki saman. Áherslur og leiðir sem við viljum fara í stórum málum sem smáum eru ólíkar. Sáttfýsi og greiðar samskiptaleiðir skipta miklu máli í vinnu okkar fyrir þjóðina,” sagði Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Að svo mæltu las Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra forsetabréf um frestun þingfunda. „Virðulegur forseti, ég þakka starfsmönnum Alþingis einkar gott og farsælt samstarf og þakka alþingismönnum gefandi samskipti á þessu þingi,” sagði forsætisráðherra. Alþingi Tengdar fréttir Ráðherra skýtur á Miðflokkinn Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra setur spurningarmerki við lagafrumvarp þingmanna Miðflokksins. 13. júní 2018 06:30 Frumvarp um persónuvernd samþykkt og þingi frestað Þingið kemur næst saman 17. júlí næstkomandi vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum þann 18. júlí. 13. júní 2018 01:08 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Þótt Alþingi hafi byrjað óvenju seint í vetur vegna kosninga og tekið hafi verið hlé á þingstörfum vegna sveitarstjórnarkosninga náðu þingmenn engu að síður að samþykkja áttatíu og fjögur lagafrumvörp, þar af tuttugu og fjögur á síðustu dögunum fyrir frestun þings í gærkvöldi. Forseti Alþingis segir unnið í að efla þingið og vonandi hefjist jarðvegsvinna við nýja skrifstofubyggingu þess í sumar. Kosið var til Alþingis í lok október og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum hinn 30. nóvember en yfirleitt eru stjórnarskipti að vori. Það fór því lítið fyrir þingstörfum síðastliðið haust. Þrátt fyrir þetta náði Alþingi að afgreiða 84 frumvörp og 29 álytktanir áður en þingi var frestað í gærkvöldi fram að hátíðarfundi vegna 100 ára afmælis fullveldisins hinn 18. júlí á Þingvöllum en eiginleg þingstöf hefjast ekki á ný fyrr en í byrjun september. Þótt töluvert hafi verið tekist á um afgreiðslu mála á síðustu dögum þings í þessari viku samþykktu þingmenn engu að síður 24 frumvörp síðustu tvær vikurnar. Þeirra á meðal var umdeild fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og síðast í gærkvöldi umfangsmikið frumvarp dómsmálaráðherra um persónuvernd og vörslu persónuupplýinga sem mun snerta alla starfsemi sem safnar saman upplýsingum um fólk.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.Vísir/stefánAð venju kvaddi forseti Alþingis, að þessu sinni Steingrímur J. Sigfússon, þingmenn og starfsfólk og þakkaði þeim fyrir samstarfið á þinginu sem var að líða. Hann minntist nýlegra siðareglna þingmanna og fór yfir breytingar sem gera þyrfti til að styrkja störf Alþingis. „Ég vil að lokum geta þess að lokahönnun skrifstofubyggingar Alþingis hér á reitnum er að hefjast. Bind ég vonir við að jarðvegsframkvæmdir geti hafist á þessu ári. Þessi nýja bygging mun hafa í för með sér gríðarkeg breytingu á starfsaðstöðu þingmanna, starfsmanna nefndanna og raunar þingsins alls,” sagði Steingrímur. Eins og venja er þakkaði þingflokksformaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins forseta og starfsfólki fyrir samstarfið.Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Stefán„Við tökumst á í þessum sal því vonir og væntingar fara ekki saman. Áherslur og leiðir sem við viljum fara í stórum málum sem smáum eru ólíkar. Sáttfýsi og greiðar samskiptaleiðir skipta miklu máli í vinnu okkar fyrir þjóðina,” sagði Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Að svo mæltu las Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra forsetabréf um frestun þingfunda. „Virðulegur forseti, ég þakka starfsmönnum Alþingis einkar gott og farsælt samstarf og þakka alþingismönnum gefandi samskipti á þessu þingi,” sagði forsætisráðherra.
Alþingi Tengdar fréttir Ráðherra skýtur á Miðflokkinn Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra setur spurningarmerki við lagafrumvarp þingmanna Miðflokksins. 13. júní 2018 06:30 Frumvarp um persónuvernd samþykkt og þingi frestað Þingið kemur næst saman 17. júlí næstkomandi vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum þann 18. júlí. 13. júní 2018 01:08 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Ráðherra skýtur á Miðflokkinn Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra setur spurningarmerki við lagafrumvarp þingmanna Miðflokksins. 13. júní 2018 06:30
Frumvarp um persónuvernd samþykkt og þingi frestað Þingið kemur næst saman 17. júlí næstkomandi vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum þann 18. júlí. 13. júní 2018 01:08
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent