Lilja er önnur konan sem hlýtur verðlaunin frá því þau voru fyrst veitt árið 2007. Þá hlaut Arnaldur Indriðason verðlaunin í fyrra fyrir skáldsöguna Petsamo. Blóðdropinn var afhentur í IÐU Zimsen við Vesturgötu í dag.
Dómnefnd verðlaunanna í ár skipuðu Guðrún Ögmundsdóttir, Vera Knútsdóttir og Páll Kristinn Pálsson og höfðu þau að eigin sögn úr vöndu að ráða.
