Sá þriðji til að spila í fimm lokakeppnum HM Arnar Geir Halldórsson skrifar 18. júní 2018 07:30 Marquez í leiknum í gær vísir/getty Mexíkóski varnarmaðurinn Rafael Marquez skráði nafn sitt á spjöld HM-sögunnar þegar hann kom inn á sem varamaður í fræknum sigri Mexíkó á heimsmeisturum Þjóðverja í gær. Hinn 39 ára gamli Marquez kom inná á 74.mínútu. Hann hefur nú spilað í fimm lokakeppnum HM og kemur sér þar með í hóp með landa sínum, Antonio Carbajal og þýsku goðsögninni Lothar Matthaus en þessir þrír eru þeir einu sem hafa náð að spila í fimm lokakeppnum. „Ég var ekki að hugsa um þetta met þegar ég kom inn á. Leikurinn var í járnum og ég vildi bara skila mínu. Það var mikið undir,“ sagði gamla brýnið í lok leiks. Hann trúir því að Mexíkó geti náð langt í keppninni. „Ég er í frábæru formi og líður vel fyrir framhaldið í keppninni. Það hafði enginn trú á að við gætum náð úrslitum gegn Þýskalandi nema við sjálfir. Við höfum öll tól til að ná langt í þessari keppni.“ Marquez spilaði í fyrsta skipti á HM í Suður-Kóreu og Japan árið 2002 og var svo með Mexíkó 2006, 2010, 2014 og í ár. Hann gerði garðinn frægan með Barcelona á árunum 2003-2010 en hefur auk þess leikið með Monaco, New York Red Bulls, Leon, Hellas Verona og uppeldisfélagi sínu; Atlas í Mexíkó þar sem hann leikur nú. Gianluigi Buffon var í hópi Ítala í fimm lokakeppnum en spilaði ekkert á HM í Frakklandi 1998 þegar Gianluca Pagluica varði mark Ítala. Buffon og félagar misstu af farseðli á HM í Rússlandi með því að tapa fyrir Svíum í umspili. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Fögnuðu svo mikið að jarðskjálftamælar fóru af stað Mexíkó náði einum bestu úrslitum heimsmeistaramótsins í Rússlandi til þessa með 1-0 sigir á ríkjandi heimsmeisturum Þjóðverja í dag. 17. júní 2018 22:00 Lozano hetjan í sigri Mexíkó Mexíkó bar sigur úr býtum gegn Þýskalandi í fyrsta leik F-riðils á HM í Rússlandi en það var Hirving Lozano sem skoraði eina mark leiksins. 17. júní 2018 16:45 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjá meira
Mexíkóski varnarmaðurinn Rafael Marquez skráði nafn sitt á spjöld HM-sögunnar þegar hann kom inn á sem varamaður í fræknum sigri Mexíkó á heimsmeisturum Þjóðverja í gær. Hinn 39 ára gamli Marquez kom inná á 74.mínútu. Hann hefur nú spilað í fimm lokakeppnum HM og kemur sér þar með í hóp með landa sínum, Antonio Carbajal og þýsku goðsögninni Lothar Matthaus en þessir þrír eru þeir einu sem hafa náð að spila í fimm lokakeppnum. „Ég var ekki að hugsa um þetta met þegar ég kom inn á. Leikurinn var í járnum og ég vildi bara skila mínu. Það var mikið undir,“ sagði gamla brýnið í lok leiks. Hann trúir því að Mexíkó geti náð langt í keppninni. „Ég er í frábæru formi og líður vel fyrir framhaldið í keppninni. Það hafði enginn trú á að við gætum náð úrslitum gegn Þýskalandi nema við sjálfir. Við höfum öll tól til að ná langt í þessari keppni.“ Marquez spilaði í fyrsta skipti á HM í Suður-Kóreu og Japan árið 2002 og var svo með Mexíkó 2006, 2010, 2014 og í ár. Hann gerði garðinn frægan með Barcelona á árunum 2003-2010 en hefur auk þess leikið með Monaco, New York Red Bulls, Leon, Hellas Verona og uppeldisfélagi sínu; Atlas í Mexíkó þar sem hann leikur nú. Gianluigi Buffon var í hópi Ítala í fimm lokakeppnum en spilaði ekkert á HM í Frakklandi 1998 þegar Gianluca Pagluica varði mark Ítala. Buffon og félagar misstu af farseðli á HM í Rússlandi með því að tapa fyrir Svíum í umspili.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Fögnuðu svo mikið að jarðskjálftamælar fóru af stað Mexíkó náði einum bestu úrslitum heimsmeistaramótsins í Rússlandi til þessa með 1-0 sigir á ríkjandi heimsmeisturum Þjóðverja í dag. 17. júní 2018 22:00 Lozano hetjan í sigri Mexíkó Mexíkó bar sigur úr býtum gegn Þýskalandi í fyrsta leik F-riðils á HM í Rússlandi en það var Hirving Lozano sem skoraði eina mark leiksins. 17. júní 2018 16:45 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjá meira
Fögnuðu svo mikið að jarðskjálftamælar fóru af stað Mexíkó náði einum bestu úrslitum heimsmeistaramótsins í Rússlandi til þessa með 1-0 sigir á ríkjandi heimsmeisturum Þjóðverja í dag. 17. júní 2018 22:00
Lozano hetjan í sigri Mexíkó Mexíkó bar sigur úr býtum gegn Þýskalandi í fyrsta leik F-riðils á HM í Rússlandi en það var Hirving Lozano sem skoraði eina mark leiksins. 17. júní 2018 16:45