Golf

Tiger í toppformi fyrir US Open

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tiger er jákvæður þessa dagana.
Tiger er jákvæður þessa dagana. vísir/getty
Tiger Woods segist mæta bjartsýnn til leiks á US Open enda sé hann í toppformi. Hann segir þó ljóst að hann þurfi að bæta púttin sín fyrir mótið.

Tiger var á topp 25 á Memorial-mótinu um helgina en hann púttaði illa og fór lokahringinn á 72 höggum. Hann var lengi vel í góðri stöðu á mótinu en náði ekki að halda dampi.

„Svona í heildina þá er spilamennska mín eins og ég vil hafa hana fyrir US Open. Það er mjög jákvætt. Ég fékk fullt af tækifærum á þessu móti en púttin vildu ekki detta. Mér leið bara aldrei vel með púttlínurnar og tilfinningin var ekki í lagi,“ sagði Tiger.

„Ég var samt að hitta boltann mjög vel og ég tek það jákvæða með mér. Ég þarf að byggja ofan á þetta. Ég verð í toppstandi á US Open.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×