Oddný segir Katrínu áhrifalausa í ríkisstjórninni Sylvía Hall skrifar 4. júní 2018 19:36 Oddný kallaði meðal annars eftir aðgerðum í loftslagsmálum og nýju stjórnarskránni í ræðu sinni í kvöld. Vísir/Stefán Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, vandaði ekki forsætisráðherra og ríkisstjórninni kveðjurnar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún gagnrýndi stuðning hennar við embættisfærslur dómsmálaráðherra og lækkun veiðigjalda og sagði að síðastliðna mánuði hefði málast upp skýr mynd af ríkisstjórninni sem bandalagi um sérhagsmuni. Einnig sagði hún forsætisráðherra vera „áhrifalausa“ í ríkisstjórn sinni. Í ræðu sinni benti Oddný á að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefði gagnrýnt síðustu ríkisstjórn harðlega fyrir þá bið sem öryrkjar og aldraðir þurftu að sæta á meðan auðmenn virtust hafa forgang. Annað sé uppi á teningnum í dag og að núverandi ríkisstjórn hafi brugðist hratt við kalli útgerðarmanna og rétti þeim tæpa þrjá milljarða þrátt fyrir að líða engan skort. „Þetta er sláandi því sjávarútvegsfyrirtæki landsins hafa hagnast um 300 milljarða króna á síðustu átta árum. Fyrirtækin hafa greitt eigendum sínum tugi milljarða í arð á sama tíma og veiðigjöld hafa lækkað mikið.“Stjórnvöld vilja ekki jafna leikinn Oddný sagði ríkisstjórnina ekki taka afstöðu með þeim sem minnst hafa á milli handanna og að ójöfnuður færi vaxandi hér á landi, hvort sem væri litið til tekna eða eigna. Tíu prósent þjóðarinnar ættu nær helming hreinnar eignar sem varð til árið 2016 og þetta væri óheillaþróun sem ýti undir ósætti í samfélaginu. Hún sagði ríkisstjórnina greinilega ekki ætla sér að „jafna leikinn“ á kjörtímabilinu: „Ef stjórnvöld vildu í alvöru jafna leikinn, ef ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur vildi draga úr ójöfnuði, þyrfti hún að beita bæði skatta- og bótakerfinu í þá veru. Fleiri skattþrep, hærri persónuafsláttur, þrepaskiptur fjármagnstekjuskattur og stóreignaskattur á umtalsverðar eignir, slá á ójöfnuð. Aukið vægi barnabóta og húsnæðisbóta eru önnur mikilvæg jöfnunartæki sem stjórnvöld geta beitt.“Segir forsætisráðherra koma engu í gegnum ríkisstjórnina Í ræðu sinni vísaði Oddný í orð Katrínar frá eldhúsdagsumræðum síðasta árs þar sem Katrín talaði um róttækar breytingar á skattkerfinu og að tryggja þyrfti að arður auðlinda myndi renna til þjóðarinnar. Oddný sagðist vera innilega sammála því og það hryggði hana að sjá áhrifaleysi Katrínar í sinni eigin ríkisstjórn. Hún kæmi engu í gegn nema „málamyndabreytingum“ á fjármagnstekjuskatti sem hefði lítinn ávinning fyrir ríkissjóð. Því næst beindi hún spjótum sínum að Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, og sagði hann tala um norræna velferð sem bótavæðingu. Hann hafni hærri sköttum á auðmenn og á meðan sitji forsætisráðherra hjá: „Hann heldur sig við fjármálaáætlunina og segir að hærri skattur á auðmenn komi ekki til greina. En forsætisráðherrann veltir vöngum og talar óljóst um eitthvað annað, án þess þó að slá á fingur fjármálaráðherrans.”Ríkisstjórnin metnaðarlaus í loftslagsmálum og störf hennar óljós Oddný sagði ekki hægt að vita með vissu hvert ætlunarverk ríkisstjórnarinnar væri og að ráðherrar töluðu „út og suður“. Hún benti á að stærsta verkefni mannkyns væri að finna leiðir gegn hlýnun jarðar og sagði metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar í þeim málum vera áhyggjuefni. Útlit væri fyrir að Ísland myndi ekki standa við skuldbindingar sínar í þeim málum og þyrfti því að kaupa losunarheimildir á alþjóðamarkaði. Það væri ekki einungis fjárhagslegt tjón fyrir ríkið, heldur einnig ímyndartjón fyrir þjóðina. „Við höfum stært okkur af orkuskiptum við húshitun og endurnýjanlegum orkugjöfum í okkar hreina fallega Íslandi. Sú ímynd er á hröðu undanhaldi.” Hún sagði ríkisstjórnina verða að koma fram með raunhæfar lausnir gegn bensín- og dísilnotkun hérlendis og nauðsynlegt væri að ríkið myndi styðja við uppbyggingu almenningssamgangna. Oddný endaði ræðu sína á því að undirstrika helstu baráttumál Samfylkingarinnar og krafðist úrbóta af hálfu ríkisstjórnarinnar. Hún kallaði eftir aðgerðum gegn ójöfnuði, sanngjarnara skattkerfi og nýju stjórnarskránni. „Við í Samfylkingunni köllum eftir meiri metnaði í aðgerðum stjórnvalda í loftlagsmálum. Við köllum einnig eftir raunverulegum aðgerðum sem auka jöfnuð og bæta kjör þeirra sem minnst hafa. Við köllum eftir sanngjarnara skattkerfi sem stendur undir velferðarsamfélagi sem er fyrir alla og að enginn verði skilinn eftir. Við köllum eftir nýju stjórnarskránni með auðlindaákvæði sem ver þjóðina fyrir bandalagi um sérhagsmuni.“ Alþingi Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira
Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, vandaði ekki forsætisráðherra og ríkisstjórninni kveðjurnar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún gagnrýndi stuðning hennar við embættisfærslur dómsmálaráðherra og lækkun veiðigjalda og sagði að síðastliðna mánuði hefði málast upp skýr mynd af ríkisstjórninni sem bandalagi um sérhagsmuni. Einnig sagði hún forsætisráðherra vera „áhrifalausa“ í ríkisstjórn sinni. Í ræðu sinni benti Oddný á að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefði gagnrýnt síðustu ríkisstjórn harðlega fyrir þá bið sem öryrkjar og aldraðir þurftu að sæta á meðan auðmenn virtust hafa forgang. Annað sé uppi á teningnum í dag og að núverandi ríkisstjórn hafi brugðist hratt við kalli útgerðarmanna og rétti þeim tæpa þrjá milljarða þrátt fyrir að líða engan skort. „Þetta er sláandi því sjávarútvegsfyrirtæki landsins hafa hagnast um 300 milljarða króna á síðustu átta árum. Fyrirtækin hafa greitt eigendum sínum tugi milljarða í arð á sama tíma og veiðigjöld hafa lækkað mikið.“Stjórnvöld vilja ekki jafna leikinn Oddný sagði ríkisstjórnina ekki taka afstöðu með þeim sem minnst hafa á milli handanna og að ójöfnuður færi vaxandi hér á landi, hvort sem væri litið til tekna eða eigna. Tíu prósent þjóðarinnar ættu nær helming hreinnar eignar sem varð til árið 2016 og þetta væri óheillaþróun sem ýti undir ósætti í samfélaginu. Hún sagði ríkisstjórnina greinilega ekki ætla sér að „jafna leikinn“ á kjörtímabilinu: „Ef stjórnvöld vildu í alvöru jafna leikinn, ef ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur vildi draga úr ójöfnuði, þyrfti hún að beita bæði skatta- og bótakerfinu í þá veru. Fleiri skattþrep, hærri persónuafsláttur, þrepaskiptur fjármagnstekjuskattur og stóreignaskattur á umtalsverðar eignir, slá á ójöfnuð. Aukið vægi barnabóta og húsnæðisbóta eru önnur mikilvæg jöfnunartæki sem stjórnvöld geta beitt.“Segir forsætisráðherra koma engu í gegnum ríkisstjórnina Í ræðu sinni vísaði Oddný í orð Katrínar frá eldhúsdagsumræðum síðasta árs þar sem Katrín talaði um róttækar breytingar á skattkerfinu og að tryggja þyrfti að arður auðlinda myndi renna til þjóðarinnar. Oddný sagðist vera innilega sammála því og það hryggði hana að sjá áhrifaleysi Katrínar í sinni eigin ríkisstjórn. Hún kæmi engu í gegn nema „málamyndabreytingum“ á fjármagnstekjuskatti sem hefði lítinn ávinning fyrir ríkissjóð. Því næst beindi hún spjótum sínum að Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, og sagði hann tala um norræna velferð sem bótavæðingu. Hann hafni hærri sköttum á auðmenn og á meðan sitji forsætisráðherra hjá: „Hann heldur sig við fjármálaáætlunina og segir að hærri skattur á auðmenn komi ekki til greina. En forsætisráðherrann veltir vöngum og talar óljóst um eitthvað annað, án þess þó að slá á fingur fjármálaráðherrans.”Ríkisstjórnin metnaðarlaus í loftslagsmálum og störf hennar óljós Oddný sagði ekki hægt að vita með vissu hvert ætlunarverk ríkisstjórnarinnar væri og að ráðherrar töluðu „út og suður“. Hún benti á að stærsta verkefni mannkyns væri að finna leiðir gegn hlýnun jarðar og sagði metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar í þeim málum vera áhyggjuefni. Útlit væri fyrir að Ísland myndi ekki standa við skuldbindingar sínar í þeim málum og þyrfti því að kaupa losunarheimildir á alþjóðamarkaði. Það væri ekki einungis fjárhagslegt tjón fyrir ríkið, heldur einnig ímyndartjón fyrir þjóðina. „Við höfum stært okkur af orkuskiptum við húshitun og endurnýjanlegum orkugjöfum í okkar hreina fallega Íslandi. Sú ímynd er á hröðu undanhaldi.” Hún sagði ríkisstjórnina verða að koma fram með raunhæfar lausnir gegn bensín- og dísilnotkun hérlendis og nauðsynlegt væri að ríkið myndi styðja við uppbyggingu almenningssamgangna. Oddný endaði ræðu sína á því að undirstrika helstu baráttumál Samfylkingarinnar og krafðist úrbóta af hálfu ríkisstjórnarinnar. Hún kallaði eftir aðgerðum gegn ójöfnuði, sanngjarnara skattkerfi og nýju stjórnarskránni. „Við í Samfylkingunni köllum eftir meiri metnaði í aðgerðum stjórnvalda í loftlagsmálum. Við köllum einnig eftir raunverulegum aðgerðum sem auka jöfnuð og bæta kjör þeirra sem minnst hafa. Við köllum eftir sanngjarnara skattkerfi sem stendur undir velferðarsamfélagi sem er fyrir alla og að enginn verði skilinn eftir. Við köllum eftir nýju stjórnarskránni með auðlindaákvæði sem ver þjóðina fyrir bandalagi um sérhagsmuni.“
Alþingi Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira