„Ríkisstjórn hinna þriggja framsóknarflokka“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júní 2018 22:07 Þorsteinn Víglundsson er þingmaður Viðreisnar. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýndi stefnu ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Hann sagði stjórnina ríkisstjórn sérhagsmuna og kallaði hana „íhaldsstjórn“ og „ríkisstjórn hinna þriggja framsóknarflokka.“ Þingmaðurinn gerði meðal annars að umtalsefni mikla styrkingu íslensku krónunnar og áhrif hennar á íslenskt atvinnulíf. „Vaxandi ójafnvægi er nú í þjóðarbúskapnum og hagvöxtur ekki lengur knúinn áfram af útflutningsgreinum okkar heldur vaxandi einkaneyslu og útgjöldum hins opinbera. Þetta er kunnugleg sjón. Þegar raungengi íslensku krónunnar er jafn hátt og nú er, kennir sagan okkur að skuldadagar eru skammt undan. Þetta er hrjóstrugt umhverfi fyrir allt atvinnulíf í landinu, hvort heldur sem litið er til sjávarútvegs, ferðaþjónustu, iðnaðar eða tækni- og þekkingarfyrirtækja. Það er ekkert sem kemur á óvart í þessari þróun. Þetta er endurtekin „íslensk sveifla“ í boði íslensku krónunnar. Því miður hafa stjórnvöld hins vegar kosið að stinga höfðinu í sandinn og vona að „þetta reddist“,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að við aðstæður sem þessar væri styrk stjórn efnahagsmála mikilvæg; sýna þyrfti ráðdeild í rekstri hins opinbera og skapa svigrúm svo hægt væri að lækka vexti til að hjálpa atvinnulífinu í auknum þrengingum. Ríkisstjórnin kysi hins vegar að láta aðvörunarorð sem vind um eyru þjóta og blési til stórsóknar í auknum ríkisútgjöldum. „Vandi ríkisstjórnarinnar liggur í þeirri málamiðlun sem ríkisstjórnarsamstarfið byggir á. Gjarnan hefur verið vísað til sögulegra sátta í ljósi þess að flokkarnir þrír spanna hægri/vinstri ásinn ágætlega. En ríkisstjórnin er ekki mynduð um málamiðlun á þeim ás. Breytt er yfir skoðanamun flokkanna með þeirri banvænu málamiðlun að stórauka ríkisútgjöld á sama tíma og skattalækkanir eru boðaðar. Það er brúarsmíði stjórnarinnar,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði stjórnina myndaða um það sem sameinaði flokkana þrjá og það væri andstaðan við nauðsynlegar úrbætur á íslensku samfélagi. Undir lok ræðunnar lýsti Þorsteinn ríkisstjórninni svo á þennan hátt: „Hér er á ferðinni ríkisstjórn sérhagsmuna, íhaldsstjórn, ríkisstjórn hinna þriggja framsóknarflokka. Og það verður ekki betur séð en að flokkunum líði bara nokkuð vel í samstarfinu.“ Alþingi Tengdar fréttir Oddný segir Katrínu áhrifalausa í ríkisstjórninni Oddný Harðardóttir gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í eldhúsdagsumræðum og sagði hana vera bandalag um sérhagsmuni sem ynni ekki í þágu þeirra sem minnst mega sín. 4. júní 2018 19:36 Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19 Segir stjórnmálamenn eiga að takast á um hluti á uppbyggilegan hátt Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, segir það heyra til undantekninga að mál séu afgreidd úr nefnd í slíku ósætti líkt og var um lækkun veiðigjalda. Hún segir störf þingsins almennt ganga vel fyrir sig. 4. júní 2018 20:44 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýndi stefnu ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Hann sagði stjórnina ríkisstjórn sérhagsmuna og kallaði hana „íhaldsstjórn“ og „ríkisstjórn hinna þriggja framsóknarflokka.“ Þingmaðurinn gerði meðal annars að umtalsefni mikla styrkingu íslensku krónunnar og áhrif hennar á íslenskt atvinnulíf. „Vaxandi ójafnvægi er nú í þjóðarbúskapnum og hagvöxtur ekki lengur knúinn áfram af útflutningsgreinum okkar heldur vaxandi einkaneyslu og útgjöldum hins opinbera. Þetta er kunnugleg sjón. Þegar raungengi íslensku krónunnar er jafn hátt og nú er, kennir sagan okkur að skuldadagar eru skammt undan. Þetta er hrjóstrugt umhverfi fyrir allt atvinnulíf í landinu, hvort heldur sem litið er til sjávarútvegs, ferðaþjónustu, iðnaðar eða tækni- og þekkingarfyrirtækja. Það er ekkert sem kemur á óvart í þessari þróun. Þetta er endurtekin „íslensk sveifla“ í boði íslensku krónunnar. Því miður hafa stjórnvöld hins vegar kosið að stinga höfðinu í sandinn og vona að „þetta reddist“,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að við aðstæður sem þessar væri styrk stjórn efnahagsmála mikilvæg; sýna þyrfti ráðdeild í rekstri hins opinbera og skapa svigrúm svo hægt væri að lækka vexti til að hjálpa atvinnulífinu í auknum þrengingum. Ríkisstjórnin kysi hins vegar að láta aðvörunarorð sem vind um eyru þjóta og blési til stórsóknar í auknum ríkisútgjöldum. „Vandi ríkisstjórnarinnar liggur í þeirri málamiðlun sem ríkisstjórnarsamstarfið byggir á. Gjarnan hefur verið vísað til sögulegra sátta í ljósi þess að flokkarnir þrír spanna hægri/vinstri ásinn ágætlega. En ríkisstjórnin er ekki mynduð um málamiðlun á þeim ás. Breytt er yfir skoðanamun flokkanna með þeirri banvænu málamiðlun að stórauka ríkisútgjöld á sama tíma og skattalækkanir eru boðaðar. Það er brúarsmíði stjórnarinnar,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði stjórnina myndaða um það sem sameinaði flokkana þrjá og það væri andstaðan við nauðsynlegar úrbætur á íslensku samfélagi. Undir lok ræðunnar lýsti Þorsteinn ríkisstjórninni svo á þennan hátt: „Hér er á ferðinni ríkisstjórn sérhagsmuna, íhaldsstjórn, ríkisstjórn hinna þriggja framsóknarflokka. Og það verður ekki betur séð en að flokkunum líði bara nokkuð vel í samstarfinu.“
Alþingi Tengdar fréttir Oddný segir Katrínu áhrifalausa í ríkisstjórninni Oddný Harðardóttir gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í eldhúsdagsumræðum og sagði hana vera bandalag um sérhagsmuni sem ynni ekki í þágu þeirra sem minnst mega sín. 4. júní 2018 19:36 Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19 Segir stjórnmálamenn eiga að takast á um hluti á uppbyggilegan hátt Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, segir það heyra til undantekninga að mál séu afgreidd úr nefnd í slíku ósætti líkt og var um lækkun veiðigjalda. Hún segir störf þingsins almennt ganga vel fyrir sig. 4. júní 2018 20:44 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Sjá meira
Oddný segir Katrínu áhrifalausa í ríkisstjórninni Oddný Harðardóttir gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í eldhúsdagsumræðum og sagði hana vera bandalag um sérhagsmuni sem ynni ekki í þágu þeirra sem minnst mega sín. 4. júní 2018 19:36
Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19
Segir stjórnmálamenn eiga að takast á um hluti á uppbyggilegan hátt Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, segir það heyra til undantekninga að mál séu afgreidd úr nefnd í slíku ósætti líkt og var um lækkun veiðigjalda. Hún segir störf þingsins almennt ganga vel fyrir sig. 4. júní 2018 20:44