Annað banaslysið á svipuðum stað á fimm mánuðum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. júní 2018 18:30 Einn lést og þrír eru á gjörgæsludeild eftir alvarlegt umferðarslys á Kjalarnesi í gærkvöldi. Kona og átta börn voru flutt á sjúkrahús vegna slyssins en virkja þurfti hópslysaáætlun Landspítalans. Átta hafa látist í umferðarslysum það sem af er ári. Tilkynning um slysið barst um tuttugu mínútur yfir sjö í gærkvöldi og fór mikið lið viðbragðsaðila á vettvang enda strax ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. Bílarnir tveir sem rákust saman voru fólksbíll og lítil hópferðabifreið og komu út gagnstæðri átt. Ökumaður fólksbílsins, karlmaður af erlendum uppruna lést í slysinu. Hann var á fertugsaldri og búsettur hér á landi. Í hópferðabílnum var móðir með sjö börn sín, á aldrinum eins og fimmtán ára og að auki eitt systkinabarn. Allir úr bílunum voru fluttir með sjúkrabílum á Landsspítalann í Fossvogi. Vegna slyssins var spítalinn settur á gult viðbúnaðarstig og segir yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans að kalla hafi þurft til fimmtíu heilbrigðisstarfsmenn á vakt.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku LandspítalaVísir/Stöð 2„Þeir voru kallaðir að heiman margir þeirra og voru að koma inn á svipuðum tíma og þeir slösuðu,“ sagði Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala. Viðbúnaðarstigi var aflétt skömmu síðar. Samkvæmt tilkynningu frá spítalanum nú undir kvöld dvelja þrír enn á spítalanum. Tveir á gjörgæsludeild og einn á almennri deild. Sex hafa verið útskrifaðir af spítala. Tildrög slyssins í gær eru ókunn og óskar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu eftir að vitni gefi sig fram. Fulltrúar rannsóknarnefndar samgönguslysa skoðuðu aðstæður á vettvangi í dag en nefndin og lögreglan hafa slysið til rannsóknar.Fulltrúar Rannsóknarnefndar samgönguslysa skoðuðu aðstæður á vettvangi slyssins í dag.Vísir/Jóhann K. JóhannssonAðstæður á vettvangi slyssins í gær eru þær sömu og var í dag. Þurr vegur, bjart og lítill vindur. Þetta er annað banaslysið á þessum vegarkafla, með aðeins nokkur hundruð metra millibili, á fimm mánuðum. Slysið í gær átti sér stað skammt frá afleggjaranum að bænum Enni en hitt slysið, sem átti sér stað í upphafi ársins, var á móts við bæinn Hvamm. Það sem af er ári hafa átta látist í umferðarslysum. „Það eru alltaf nokkrar sveiflur í þessu. Að hluta til getur það verið eðlilegt en það er vissulega nokkrar skýringar sem við höfum og eins er sú að umferð hefur verið að aukast eins og tölur hafa sýnt fram á,“ segir Sævar Helgi Lárusson, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Miðað við þróunina það sem af er þessu ári, er ykkur farið að kvíða fyrir sumrinu? „Vissulega kvíðir manni fyrir sumrinu þegar veturinn er búinn að vera svona en við skulum vona það besta,“ segir Sævar. Tengdar fréttir Banaslys á Kjalarnesi Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. 4. júní 2018 22:34 Einn fullorðinn og átta börn í hópferðabílnum Fjórir eru enn á gjörgæslu. 5. júní 2018 11:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Sjá meira
Einn lést og þrír eru á gjörgæsludeild eftir alvarlegt umferðarslys á Kjalarnesi í gærkvöldi. Kona og átta börn voru flutt á sjúkrahús vegna slyssins en virkja þurfti hópslysaáætlun Landspítalans. Átta hafa látist í umferðarslysum það sem af er ári. Tilkynning um slysið barst um tuttugu mínútur yfir sjö í gærkvöldi og fór mikið lið viðbragðsaðila á vettvang enda strax ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. Bílarnir tveir sem rákust saman voru fólksbíll og lítil hópferðabifreið og komu út gagnstæðri átt. Ökumaður fólksbílsins, karlmaður af erlendum uppruna lést í slysinu. Hann var á fertugsaldri og búsettur hér á landi. Í hópferðabílnum var móðir með sjö börn sín, á aldrinum eins og fimmtán ára og að auki eitt systkinabarn. Allir úr bílunum voru fluttir með sjúkrabílum á Landsspítalann í Fossvogi. Vegna slyssins var spítalinn settur á gult viðbúnaðarstig og segir yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans að kalla hafi þurft til fimmtíu heilbrigðisstarfsmenn á vakt.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku LandspítalaVísir/Stöð 2„Þeir voru kallaðir að heiman margir þeirra og voru að koma inn á svipuðum tíma og þeir slösuðu,“ sagði Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala. Viðbúnaðarstigi var aflétt skömmu síðar. Samkvæmt tilkynningu frá spítalanum nú undir kvöld dvelja þrír enn á spítalanum. Tveir á gjörgæsludeild og einn á almennri deild. Sex hafa verið útskrifaðir af spítala. Tildrög slyssins í gær eru ókunn og óskar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu eftir að vitni gefi sig fram. Fulltrúar rannsóknarnefndar samgönguslysa skoðuðu aðstæður á vettvangi í dag en nefndin og lögreglan hafa slysið til rannsóknar.Fulltrúar Rannsóknarnefndar samgönguslysa skoðuðu aðstæður á vettvangi slyssins í dag.Vísir/Jóhann K. JóhannssonAðstæður á vettvangi slyssins í gær eru þær sömu og var í dag. Þurr vegur, bjart og lítill vindur. Þetta er annað banaslysið á þessum vegarkafla, með aðeins nokkur hundruð metra millibili, á fimm mánuðum. Slysið í gær átti sér stað skammt frá afleggjaranum að bænum Enni en hitt slysið, sem átti sér stað í upphafi ársins, var á móts við bæinn Hvamm. Það sem af er ári hafa átta látist í umferðarslysum. „Það eru alltaf nokkrar sveiflur í þessu. Að hluta til getur það verið eðlilegt en það er vissulega nokkrar skýringar sem við höfum og eins er sú að umferð hefur verið að aukast eins og tölur hafa sýnt fram á,“ segir Sævar Helgi Lárusson, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Miðað við þróunina það sem af er þessu ári, er ykkur farið að kvíða fyrir sumrinu? „Vissulega kvíðir manni fyrir sumrinu þegar veturinn er búinn að vera svona en við skulum vona það besta,“ segir Sævar.
Tengdar fréttir Banaslys á Kjalarnesi Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. 4. júní 2018 22:34 Einn fullorðinn og átta börn í hópferðabílnum Fjórir eru enn á gjörgæslu. 5. júní 2018 11:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Sjá meira
Banaslys á Kjalarnesi Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. 4. júní 2018 22:34