„Þjóðfélagslegt mein með alvarlegar afleiðingar fyrir þolendur og börn“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. júní 2018 13:45 Nýtt verklag er komið í gildi við móttöku þolenda heimilisofbeldis á Landspítalanum. vísir/Pjetur Á bráðadeild Landspítalans er nú komið í gildi nýtt verklag við móttöku á þolendum heimilisofbeldis. Væri hægt að taka upp álíka verklag á landsvísu. Hrönn Stefánsdóttir verkefnastjóri á Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis að verklagið muni samræma ferli sem að fer af stað þegar kemur að móttöku þolenda heimilisofbeldis á bráðadeild. „Í fyrsta lagi gerðum við skýrt verklag í móttöku fyrir þolendur heimilisofbeldis. Við höfum alltaf tekið á móti þolendum heimilisofbeldis á bráðadeild á faglegan hátt en við vildum búa til skýrt verklag sem allir myndu fylgja eftir.“ Allir starfsmenn bráðadeildar hafa nú fengið kennslu og fræðslu í þessu verklagi og hvernig eigi að nota það. „Allir starfsmenn bráðadeildar, móttökuritarar og almennir starfsmenn, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og læknar hafa fengið kynningu á verklaginu. Það er mjög skýrt hvernig við viljum gera þetta, við ætlum að taka vel á móti öllum og að þeim líði eins það þurfi ekki að taka mjög þung skref til þess að leita til okkar.“Þurfa ekki að bíða á biðstofunni Á hverju ári leita að meðaltali 13o til 150 konur á bráðadeild sem láta vita að þær sé að koma vegna áverka eftir heimilisofbeldi en Hrönn telur að fjöldi þeirra sem koma þangað eftir heimilisofbeldi sé hærri en tölfræðin gefur til kynna, þekkt er að einstaklingar segi ekki frá því að ofbeldið hafi verið af hendi maka, fyrrverandi maka eða einhvers sem þær eru í nánu sambandi við. „Það sem við gerðum núna var að við vildum hafa skýrt teymi í kringum móttöku þegar þolandi kemur inn á deildina, inn á bráðadeild. Það er teymi læknis og hjúkrunarfræðings sem að hitta einstaklinga og eru í samvinnu við að hlúa að þeim. Hlutverkin eru ekki eins hjá lækni og hjúkrunarfræðingi en þau vinna í teymi.“ Hrönn segir að ein breytinganna sem var gerð var að þau vildu ekki að þolendur þyrftu að bíða á biðstofunni til að bíða eftir skoðun. „Við vildum að þolendur gætu fengið að fara afsíðis því það getur verið erfitt að hitta einhvern sem að þú þekkir í litlu landi og fólk er ekki alltaf tilbúið að opna á að það sé í ofbeldissambandi á þeirri stundu.“ Einnig var skerpt á ýmsum mikilvægum hlutum í þessu nýja verklagi. „Eins og hvernig er best að haga því ef það þarf að taka myndir af áverkum og fræðslu varðandi úrræði, sem var eitt sem að starfsfólki fannst einmitt vera mjög mikilvægt, að vita hvert er hægt að vísa fólki ef að það þarf að leita sér aðstoðar eins og athvarfs eða áframhaldandi aðstoðar.“ Starfsfólk fékk því kynningu á því hvaða úrræði eru í boði í þjóðfélaginu.Hrönn Stefánsdóttir verkefnastjóriMynd/Aðsend „Það er því hlutverk hjúkrunarfræðings að fræða þolanda um það, jafnvel þótt að þolandi ákveði að fara aftur heim, að skýra það út hvert er hægt að leita.“ Er til dæmis bent á Kvennaathvarfið og Bjarkarhlíð, sem eru í mjög góðu samstarfi með bráðadeild. „Við erum heilbrigðisstofnun og erum fyrst og fremst að hugsa um heilbrigði einstaklinga þannig að það er verið að skoða áverka, gefa út áverkavottorð ef þarf og hlúa að þeim líkamlega og andlega. En svo kynnum við hvað er í boði og reynum að opna augu þeirra fyrir því að þau séu í hættu ef við teljum að svo sé. En þetta tekur oft tíma, það er talað um að það taki einstakling að meðaltali sjö skipti að fara úr ofbeldissambandi. Þannig að við getum ekki sagt þeim að fara ekki heim, við getum bara upplýst hvaða úrræði eru í boði og að þau geti alltaf leitað til okkar.“ Einnig er boðið upp á sálfræðiaðstoð fyrir þolendur í heimilisofbeldismálum. „Þetta eru eitt til þrjú viðtöl hjá sálfræðingi, sem er mikill stuðningur til þess líka kannski að átta sig á því að þú sért í ofbeldissambandi. Við skerptum á því líka, hvernig á að senda inn beiðni í það.“Nauðsynlegt að koma í veg fyrir frekari skaða Heilbrigðisstarfsfólki ber skylda til þess að tilkynna Barnavernd ef barn er á heimilum þar sem grunur er að ofbeldi eigi sér stað og fékk starfsfólk því fræðslu um hlutverk barnaverndartilkynninga. „Við vorum mjög skýr þegar við vorum að kynna þetta verklag varðandi tilkynningar um börn á heimili. Að það væri skýrt að það væri þá til stuðnings fyrir börn og foreldra til þess að fá aðstoð, ekki til þess að hræða fólk frá. Það er skýrt í barnaverndarlögum í landinu að heilbrigðisstarfsfólk þarf að upplýsa samkvæmt lögum ef að það er barn á heimili útsett fyrir ofbeldi, jafnvel þótt að barnið hafi ekki verið heima þessa ákveðnu stund sem að ofbeldi átti sér stað, að láta vita að það sé útsett fyrir ofbeldi eða orðið vitni að ofbeldi.“ Hrönn segir að það þurfi líka að upplýsa foreldrið þegar það kemur að þetta sé gert fyrir stuðning en ekki til þess gert að láta taka börnin af heimilinu. „Við viljum koma í veg fyrir frekari skaða, hann er nógur fyrir. Við vitum að það er alveg jafn alvarlegt að verða vitni að ofbeldi og að verða fyrir ofbeldi fyrir börn.“Áður var ekki til sérstakt verklag varðandi móttöku þolenda heimilisofbeldis á Landspítalanum.vísir/vilhelmEkki einkalíf heimilanna Í dag mun Hrönn fræða starfsfólk á sjúkrahúsinu á Ísafirði nýja heimilisofbeldisverklag bráðadeildar sem og verklag Neyðarmóttöku eftir kynferðisofbeldi. „Þetta er eitthvað sem ég myndi vilja að væri tekið upp á landsvísu. Það þarf ekkert að finna upp hjólið á hverjum stað, það er hægt að dreifa unnu verklagi á fleiri staði.“ Til þess að gera það þarf samt fjármagn. „Starfsmaður á Landspítala tekur ekki bara allt í einu upp á því að fara út á landsvísu, það þarf auðvitað að koma einhvers staðar fjármagn til þess. En ég er boðin og búin að gera það og samstarf hefur verið gott við heilbrigðisstofnanir í landinu.“ Hrönn segir að í svona litlu landi ætti að vera hægt að samræma svona verklag. „Það er alveg í bígerð. Ég veit að sjúkrahúsið á Akureyri hefur áhuga á að fá kynningu á þessu verklagi líka. Ég er nýlega búin að skrifa grein sem verður birt í tímariti hjúkrunarfræðinga, sem fer út um allt land, þar sem ég skora á alla hjúkrunarfræðinga að taka upp þetta verklag.“Víðtækar afleiðingar Þessi málaflokkur er mikilvægur og fólk getur þurft að kljást við afleiðingarnar af ofbeldinu allt sitt líf, sem Hrönn segir að geti verið líkamlegar, andlegar, fjárhagslegar og fleira. „Það er sem betur fer verið að opna á þennan málaflokk sem hefur alltaf verið til, en áður fyrr var talið að þetta væri einkalíf og trúnaður heimilanna. En þetta er það ekki. Þetta er þjóðfélagslegt mein og hefur alvarlegar afleiðingar fyrir þolendur og börn.“ Þjóðfélagið þurfi því að taka sig saman við að uppræta heimilisofbeldi. Hrönn segir að kerfið vinni ekki alltaf með þolendum í svona málum og það sé margt sem megi bæta. „Við vitum að sýslumannskerfið, varðandi það að geta farið úr sambandi og varðandi umgengnisrétt, þetta getur oft verið bara mjög flókið. Afleiðingar af ofbeldi geta verið svo víðtækar og skilningurinn á afleiðingunum er að aukast hjá meðal annars heilbrigðisstarfsfólki en rannsóknir á þessu sviði hafa sýnt í meiri mæli. Það er bara dálítið nýtt á nálinni að það sé verið að rannsaka afleiðingar ofbeldis á líkamlega og andlega líðan og í meiri mæli.“Breytingar sem taka tíma Hún segir að margt sé að breytast í rétta átt. „Eins og bara þekking á áfallastreituröskun og hvað hún getur verið hamlandi og haft langvarandi andlegar afleiðingar. Líka er að koma meira í ljós áhrif áfalla á líkamlega líðan, langvinna sjúkdóma og einkenni.“ Hrönn segir að með meðferð við áfallastreituröskun sé hægt að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar sem að kosti þjóðfélagið og einstakling mikið eins og örorku, atvinnumissi og lyfjakostnað. Neyðarmóttakan er þannig starfrækt að allt er þolandanum að kostnaðarlausu en þolendur heimilisofbeldis þurfa að borga komugjald og rannsóknir ef einhverjar eru. Töluvert hefur verið rætt um að ákveðnir þættir séu kostnaðarsamir fyrir þolendur. „Ég held að ef að það er horft á þetta heildrænt og að það sé hægt að hjálpa fólki fljótlega með meðferð við áfallastreituröskun og með sálrænum stuðningi heilbrigðisstétta þá er hægt að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar sem að kosta þjóðfélagið mikið. Ef það er hægt að horfa á þetta, ekki bara til skemmri tíma heldur til lengri tíma, þá vonandi ýtir það við kerfinu, sérstaklega fyrir þennan málaflokk.“ „Það er auðvitað bara draumurinn og eitt af því sem að ég sé fyrir hendi. En það er með þetta eins og annað, það tekur tíma.“ MeToo Tengdar fréttir „Þarna hafði hann síðasta tækifærið til að stjórna og drottna“ Jenný sagði ofbeldið af hálfu fyrrverandi eiginmanns síns hafa beinst bæði gegn henni og börnum hennar. Ofbeldið lýsti sér að miklu leyti í óstjórnlegum bræðisköstum mannsins og þörf hans til að stjórna fjölskyldu sinni. 6. júní 2018 20:30 79 prósent þeirra sem leita í Bjarkarhlíð hafa orðið fyrir endurteknu ofbeldi Ragna Björg Guðbrandsdóttir heldur erindi í dag á málþinginu Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda. 6. júní 2018 09:00 „Ef þú segir eitthvað við mömmu þína þá drep ég hana“ Áslaug María sagði frá kynferðislegri misnotkun og ofbeldi af hálfu foreldra sinna á málþingi um heimilisofbeldi í dag. 6. júní 2018 14:05 „Ég vil hefja nýjan kafla í mínu lífi“ Rúmu ári eftir að Sonja sótti um skilnað vegna heimilisofbeldis var maðurinn en með lögheimili hjá henni. 6. júní 2018 11:30 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira
Á bráðadeild Landspítalans er nú komið í gildi nýtt verklag við móttöku á þolendum heimilisofbeldis. Væri hægt að taka upp álíka verklag á landsvísu. Hrönn Stefánsdóttir verkefnastjóri á Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis að verklagið muni samræma ferli sem að fer af stað þegar kemur að móttöku þolenda heimilisofbeldis á bráðadeild. „Í fyrsta lagi gerðum við skýrt verklag í móttöku fyrir þolendur heimilisofbeldis. Við höfum alltaf tekið á móti þolendum heimilisofbeldis á bráðadeild á faglegan hátt en við vildum búa til skýrt verklag sem allir myndu fylgja eftir.“ Allir starfsmenn bráðadeildar hafa nú fengið kennslu og fræðslu í þessu verklagi og hvernig eigi að nota það. „Allir starfsmenn bráðadeildar, móttökuritarar og almennir starfsmenn, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og læknar hafa fengið kynningu á verklaginu. Það er mjög skýrt hvernig við viljum gera þetta, við ætlum að taka vel á móti öllum og að þeim líði eins það þurfi ekki að taka mjög þung skref til þess að leita til okkar.“Þurfa ekki að bíða á biðstofunni Á hverju ári leita að meðaltali 13o til 150 konur á bráðadeild sem láta vita að þær sé að koma vegna áverka eftir heimilisofbeldi en Hrönn telur að fjöldi þeirra sem koma þangað eftir heimilisofbeldi sé hærri en tölfræðin gefur til kynna, þekkt er að einstaklingar segi ekki frá því að ofbeldið hafi verið af hendi maka, fyrrverandi maka eða einhvers sem þær eru í nánu sambandi við. „Það sem við gerðum núna var að við vildum hafa skýrt teymi í kringum móttöku þegar þolandi kemur inn á deildina, inn á bráðadeild. Það er teymi læknis og hjúkrunarfræðings sem að hitta einstaklinga og eru í samvinnu við að hlúa að þeim. Hlutverkin eru ekki eins hjá lækni og hjúkrunarfræðingi en þau vinna í teymi.“ Hrönn segir að ein breytinganna sem var gerð var að þau vildu ekki að þolendur þyrftu að bíða á biðstofunni til að bíða eftir skoðun. „Við vildum að þolendur gætu fengið að fara afsíðis því það getur verið erfitt að hitta einhvern sem að þú þekkir í litlu landi og fólk er ekki alltaf tilbúið að opna á að það sé í ofbeldissambandi á þeirri stundu.“ Einnig var skerpt á ýmsum mikilvægum hlutum í þessu nýja verklagi. „Eins og hvernig er best að haga því ef það þarf að taka myndir af áverkum og fræðslu varðandi úrræði, sem var eitt sem að starfsfólki fannst einmitt vera mjög mikilvægt, að vita hvert er hægt að vísa fólki ef að það þarf að leita sér aðstoðar eins og athvarfs eða áframhaldandi aðstoðar.“ Starfsfólk fékk því kynningu á því hvaða úrræði eru í boði í þjóðfélaginu.Hrönn Stefánsdóttir verkefnastjóriMynd/Aðsend „Það er því hlutverk hjúkrunarfræðings að fræða þolanda um það, jafnvel þótt að þolandi ákveði að fara aftur heim, að skýra það út hvert er hægt að leita.“ Er til dæmis bent á Kvennaathvarfið og Bjarkarhlíð, sem eru í mjög góðu samstarfi með bráðadeild. „Við erum heilbrigðisstofnun og erum fyrst og fremst að hugsa um heilbrigði einstaklinga þannig að það er verið að skoða áverka, gefa út áverkavottorð ef þarf og hlúa að þeim líkamlega og andlega. En svo kynnum við hvað er í boði og reynum að opna augu þeirra fyrir því að þau séu í hættu ef við teljum að svo sé. En þetta tekur oft tíma, það er talað um að það taki einstakling að meðaltali sjö skipti að fara úr ofbeldissambandi. Þannig að við getum ekki sagt þeim að fara ekki heim, við getum bara upplýst hvaða úrræði eru í boði og að þau geti alltaf leitað til okkar.“ Einnig er boðið upp á sálfræðiaðstoð fyrir þolendur í heimilisofbeldismálum. „Þetta eru eitt til þrjú viðtöl hjá sálfræðingi, sem er mikill stuðningur til þess líka kannski að átta sig á því að þú sért í ofbeldissambandi. Við skerptum á því líka, hvernig á að senda inn beiðni í það.“Nauðsynlegt að koma í veg fyrir frekari skaða Heilbrigðisstarfsfólki ber skylda til þess að tilkynna Barnavernd ef barn er á heimilum þar sem grunur er að ofbeldi eigi sér stað og fékk starfsfólk því fræðslu um hlutverk barnaverndartilkynninga. „Við vorum mjög skýr þegar við vorum að kynna þetta verklag varðandi tilkynningar um börn á heimili. Að það væri skýrt að það væri þá til stuðnings fyrir börn og foreldra til þess að fá aðstoð, ekki til þess að hræða fólk frá. Það er skýrt í barnaverndarlögum í landinu að heilbrigðisstarfsfólk þarf að upplýsa samkvæmt lögum ef að það er barn á heimili útsett fyrir ofbeldi, jafnvel þótt að barnið hafi ekki verið heima þessa ákveðnu stund sem að ofbeldi átti sér stað, að láta vita að það sé útsett fyrir ofbeldi eða orðið vitni að ofbeldi.“ Hrönn segir að það þurfi líka að upplýsa foreldrið þegar það kemur að þetta sé gert fyrir stuðning en ekki til þess gert að láta taka börnin af heimilinu. „Við viljum koma í veg fyrir frekari skaða, hann er nógur fyrir. Við vitum að það er alveg jafn alvarlegt að verða vitni að ofbeldi og að verða fyrir ofbeldi fyrir börn.“Áður var ekki til sérstakt verklag varðandi móttöku þolenda heimilisofbeldis á Landspítalanum.vísir/vilhelmEkki einkalíf heimilanna Í dag mun Hrönn fræða starfsfólk á sjúkrahúsinu á Ísafirði nýja heimilisofbeldisverklag bráðadeildar sem og verklag Neyðarmóttöku eftir kynferðisofbeldi. „Þetta er eitthvað sem ég myndi vilja að væri tekið upp á landsvísu. Það þarf ekkert að finna upp hjólið á hverjum stað, það er hægt að dreifa unnu verklagi á fleiri staði.“ Til þess að gera það þarf samt fjármagn. „Starfsmaður á Landspítala tekur ekki bara allt í einu upp á því að fara út á landsvísu, það þarf auðvitað að koma einhvers staðar fjármagn til þess. En ég er boðin og búin að gera það og samstarf hefur verið gott við heilbrigðisstofnanir í landinu.“ Hrönn segir að í svona litlu landi ætti að vera hægt að samræma svona verklag. „Það er alveg í bígerð. Ég veit að sjúkrahúsið á Akureyri hefur áhuga á að fá kynningu á þessu verklagi líka. Ég er nýlega búin að skrifa grein sem verður birt í tímariti hjúkrunarfræðinga, sem fer út um allt land, þar sem ég skora á alla hjúkrunarfræðinga að taka upp þetta verklag.“Víðtækar afleiðingar Þessi málaflokkur er mikilvægur og fólk getur þurft að kljást við afleiðingarnar af ofbeldinu allt sitt líf, sem Hrönn segir að geti verið líkamlegar, andlegar, fjárhagslegar og fleira. „Það er sem betur fer verið að opna á þennan málaflokk sem hefur alltaf verið til, en áður fyrr var talið að þetta væri einkalíf og trúnaður heimilanna. En þetta er það ekki. Þetta er þjóðfélagslegt mein og hefur alvarlegar afleiðingar fyrir þolendur og börn.“ Þjóðfélagið þurfi því að taka sig saman við að uppræta heimilisofbeldi. Hrönn segir að kerfið vinni ekki alltaf með þolendum í svona málum og það sé margt sem megi bæta. „Við vitum að sýslumannskerfið, varðandi það að geta farið úr sambandi og varðandi umgengnisrétt, þetta getur oft verið bara mjög flókið. Afleiðingar af ofbeldi geta verið svo víðtækar og skilningurinn á afleiðingunum er að aukast hjá meðal annars heilbrigðisstarfsfólki en rannsóknir á þessu sviði hafa sýnt í meiri mæli. Það er bara dálítið nýtt á nálinni að það sé verið að rannsaka afleiðingar ofbeldis á líkamlega og andlega líðan og í meiri mæli.“Breytingar sem taka tíma Hún segir að margt sé að breytast í rétta átt. „Eins og bara þekking á áfallastreituröskun og hvað hún getur verið hamlandi og haft langvarandi andlegar afleiðingar. Líka er að koma meira í ljós áhrif áfalla á líkamlega líðan, langvinna sjúkdóma og einkenni.“ Hrönn segir að með meðferð við áfallastreituröskun sé hægt að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar sem að kosti þjóðfélagið og einstakling mikið eins og örorku, atvinnumissi og lyfjakostnað. Neyðarmóttakan er þannig starfrækt að allt er þolandanum að kostnaðarlausu en þolendur heimilisofbeldis þurfa að borga komugjald og rannsóknir ef einhverjar eru. Töluvert hefur verið rætt um að ákveðnir þættir séu kostnaðarsamir fyrir þolendur. „Ég held að ef að það er horft á þetta heildrænt og að það sé hægt að hjálpa fólki fljótlega með meðferð við áfallastreituröskun og með sálrænum stuðningi heilbrigðisstétta þá er hægt að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar sem að kosta þjóðfélagið mikið. Ef það er hægt að horfa á þetta, ekki bara til skemmri tíma heldur til lengri tíma, þá vonandi ýtir það við kerfinu, sérstaklega fyrir þennan málaflokk.“ „Það er auðvitað bara draumurinn og eitt af því sem að ég sé fyrir hendi. En það er með þetta eins og annað, það tekur tíma.“
MeToo Tengdar fréttir „Þarna hafði hann síðasta tækifærið til að stjórna og drottna“ Jenný sagði ofbeldið af hálfu fyrrverandi eiginmanns síns hafa beinst bæði gegn henni og börnum hennar. Ofbeldið lýsti sér að miklu leyti í óstjórnlegum bræðisköstum mannsins og þörf hans til að stjórna fjölskyldu sinni. 6. júní 2018 20:30 79 prósent þeirra sem leita í Bjarkarhlíð hafa orðið fyrir endurteknu ofbeldi Ragna Björg Guðbrandsdóttir heldur erindi í dag á málþinginu Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda. 6. júní 2018 09:00 „Ef þú segir eitthvað við mömmu þína þá drep ég hana“ Áslaug María sagði frá kynferðislegri misnotkun og ofbeldi af hálfu foreldra sinna á málþingi um heimilisofbeldi í dag. 6. júní 2018 14:05 „Ég vil hefja nýjan kafla í mínu lífi“ Rúmu ári eftir að Sonja sótti um skilnað vegna heimilisofbeldis var maðurinn en með lögheimili hjá henni. 6. júní 2018 11:30 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira
„Þarna hafði hann síðasta tækifærið til að stjórna og drottna“ Jenný sagði ofbeldið af hálfu fyrrverandi eiginmanns síns hafa beinst bæði gegn henni og börnum hennar. Ofbeldið lýsti sér að miklu leyti í óstjórnlegum bræðisköstum mannsins og þörf hans til að stjórna fjölskyldu sinni. 6. júní 2018 20:30
79 prósent þeirra sem leita í Bjarkarhlíð hafa orðið fyrir endurteknu ofbeldi Ragna Björg Guðbrandsdóttir heldur erindi í dag á málþinginu Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda. 6. júní 2018 09:00
„Ef þú segir eitthvað við mömmu þína þá drep ég hana“ Áslaug María sagði frá kynferðislegri misnotkun og ofbeldi af hálfu foreldra sinna á málþingi um heimilisofbeldi í dag. 6. júní 2018 14:05
„Ég vil hefja nýjan kafla í mínu lífi“ Rúmu ári eftir að Sonja sótti um skilnað vegna heimilisofbeldis var maðurinn en með lögheimili hjá henni. 6. júní 2018 11:30