Þyrlur Gæslunnar endurnýjaðar langt á undan áætlun: „Stórt skref fram á við“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. júní 2018 18:30 Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar verða endurnýjaðar nú um áramótin, fjórum árum fyrr en áætlað var. Endurnýjunin er innan þess leigusamnings sem er í gildi og mun ekki hafa aukinn kostnað í för með sér. Forstjórinn segir gæsluna vera að stíga skref inn í framtíðina. Landhelgisgæslan tók á móti fyrstu þyrlunni TF-LÍF, sem er þeirrar tegundar sem notaðar er í dag, fyrir tuttugu og þremur árum. Síðan þá hefur þyrlu flotinn stækkað vegna aukinna verkefna og um langa hríð hafa þrjár þyrlur verið í flugflotanum, allar af gerðinni Super Puma. TF-LÍF er eina þyrlan í eigu gæslunnar en hinar tvær er í leigu frá Knud Axel Ugland Holding, samkvæmt útboði. Í maí bauðst að skipta út leigvélunum fyrir nýrri vélar og eftir umhugsun og skoðun hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar, Ríkiskaupum og dómsmálaráðuneytinu var ákeðið að þekkjast boðið. „Þetta þýðir stórt skref fram á við. Við náum með þessu að koma okkur inn í nútímann og brúa þetta bil þangað til við fáum nýjar þyrlur,“ segir Georg K. Lárusson, forstjóri LandhelgisgæslunnarGeorg Kr. Lárusson er forstjóri Landhelgisgæslunnar.Tilboð frá leigusalanum Áætlað er að þyrlunar tvær komi til landsins um áramótin en þær eru af gerðinni Airbus H225 og eru með fullkomnustu leitar- og björgunarþyrlum sem völ er á. Báðar vélarnar voru framleiddar árið 2010 og hafa á bilinu 2-3000 flugtíma að baki. Til samanburðar eru hinar leiguvélarnar sem hér eru af árgerð 1992 og 2002. „Við höfum um langt árabil leitað leiða til að uppfæra þessar þyrlur sem við erum með eða hreinlega fá nýrri og okkur bauðst þetta í gegnum leigusalann okkar,“ segir Georg.Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru komnar til ára sinna.Engin ástæða til að efast um öryggi þeirra Þyrlur af þessari tegund voru kyrrsettar um allan heim í kjölfar þyrluslyss í Noregi árið 2016. En framleiðandinn brást við með endurbótum og uppfylla vélarnar nú allar lofthæfi- og öryggiskröfur Flugöryggisstofnunar Evrópu.Er einhver ástæða til að efast um flughæfni eða öryggi þessara véla?„Þær hafa verið rannsakar ítarlega og þær eru undir mjög ströngu og miklu eftirliti þannig að ég tel að það séu engar þyrlur í heiminum jafnöruggar í augnablikinu og þessar vélar,“ segir Georg. Endurnýjun vélanna nú mun ekki hafa neinn aukakostnaði í för með sér umfram þann sem leigusamningurinn kveður á um. „Það sem að hjálpar verulega í þessu máli er að þyrlurnar eru mjög svipaðar. Þær eru nýrri en engu að síður þarf þjálfun og Airbus mun standa straum af þeirri þjálfun.“ Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar verða endurnýjaðar nú um áramótin, fjórum árum fyrr en áætlað var. Endurnýjunin er innan þess leigusamnings sem er í gildi og mun ekki hafa aukinn kostnað í för með sér. Forstjórinn segir gæsluna vera að stíga skref inn í framtíðina. Landhelgisgæslan tók á móti fyrstu þyrlunni TF-LÍF, sem er þeirrar tegundar sem notaðar er í dag, fyrir tuttugu og þremur árum. Síðan þá hefur þyrlu flotinn stækkað vegna aukinna verkefna og um langa hríð hafa þrjár þyrlur verið í flugflotanum, allar af gerðinni Super Puma. TF-LÍF er eina þyrlan í eigu gæslunnar en hinar tvær er í leigu frá Knud Axel Ugland Holding, samkvæmt útboði. Í maí bauðst að skipta út leigvélunum fyrir nýrri vélar og eftir umhugsun og skoðun hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar, Ríkiskaupum og dómsmálaráðuneytinu var ákeðið að þekkjast boðið. „Þetta þýðir stórt skref fram á við. Við náum með þessu að koma okkur inn í nútímann og brúa þetta bil þangað til við fáum nýjar þyrlur,“ segir Georg K. Lárusson, forstjóri LandhelgisgæslunnarGeorg Kr. Lárusson er forstjóri Landhelgisgæslunnar.Tilboð frá leigusalanum Áætlað er að þyrlunar tvær komi til landsins um áramótin en þær eru af gerðinni Airbus H225 og eru með fullkomnustu leitar- og björgunarþyrlum sem völ er á. Báðar vélarnar voru framleiddar árið 2010 og hafa á bilinu 2-3000 flugtíma að baki. Til samanburðar eru hinar leiguvélarnar sem hér eru af árgerð 1992 og 2002. „Við höfum um langt árabil leitað leiða til að uppfæra þessar þyrlur sem við erum með eða hreinlega fá nýrri og okkur bauðst þetta í gegnum leigusalann okkar,“ segir Georg.Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru komnar til ára sinna.Engin ástæða til að efast um öryggi þeirra Þyrlur af þessari tegund voru kyrrsettar um allan heim í kjölfar þyrluslyss í Noregi árið 2016. En framleiðandinn brást við með endurbótum og uppfylla vélarnar nú allar lofthæfi- og öryggiskröfur Flugöryggisstofnunar Evrópu.Er einhver ástæða til að efast um flughæfni eða öryggi þessara véla?„Þær hafa verið rannsakar ítarlega og þær eru undir mjög ströngu og miklu eftirliti þannig að ég tel að það séu engar þyrlur í heiminum jafnöruggar í augnablikinu og þessar vélar,“ segir Georg. Endurnýjun vélanna nú mun ekki hafa neinn aukakostnaði í för með sér umfram þann sem leigusamningurinn kveður á um. „Það sem að hjálpar verulega í þessu máli er að þyrlurnar eru mjög svipaðar. Þær eru nýrri en engu að síður þarf þjálfun og Airbus mun standa straum af þeirri þjálfun.“
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira