SV-stormur fram yfir hádegi og von á næstu lægð á þriðjudag Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2018 09:04 Vindaspá Veðurstofu Íslands á hádegi í dag. Skjáskot/veðurstofa Vegagerðin varar við suðvestan stormi og snörpum hviðum, allt að 40-45 m/s, undir bröttum fjöllum á Norðurlandi frá því seint í nótt og fram yfir hádegi. Einkum er búist við byljóttum vindi á vegum frá Akureyri og út á Ólafsfjörð, einnig í Ljósavatnsskarði og Köldukinn. Appelsínugul viðvörun veðurstofu er í gildi á Norðurlandi eystra og þá er gul viðvörun í gildi á Faxaflóa, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Miðhálendi. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands segir að í dag dragi smám saman úr vindi sunnan- og vestantil en hvessi norðanlands. Á morgun á svo að gera rólegheitaveður en það mun ekki standa lengi. Strax á þriðjudag er gert ráð fyrir næstu lægð með hvassviðri af suðaustri og rigningu.Sjá einnig: Veðurspár breyst til hins verra fyrir hvítasunnuhelgina Þá er þungfært á fjallvegum á Vestfjörðum, krapi á Holtavörðuheiði og Nesjavallaleið og þungfært á Bröttubrekku. Vegagerðin vekur auk þess athygli á því að venjubundinni vetrarþjónustu er lokið og vegfarendur verði því að taka mið af því. Ekkert ferðaveður sé fyrir bifreiðar með aftanívagna vegna hvassvirðis. Einnig er vakin sérstök athygli á því að akstursbann er á fjölmörgum hálendisvegum og –slóðum sem eru mjög viðkvæmir meðan frost er að fara úr jörð. Talsvert beri á því að ökumenn virði ekki merkingar um lokanir.Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt spá á vef Veðurstofu Íslands:Á mánudag (annar í hvítasunnu):Breytileg átt 3-10 m/s. Stöku skúrir eða slydduél og hiti víða 3 til 8 stig.Á þriðjudag:Gengur í suðaustan 10-18 m/s með rigningu S- og V-lands, hægari og þurrt á NA-verðu landinu. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast norðan heiða.Á miðvikudag:Sunnan 5-10 m/s og rigning, en þurrt N- og A-lands. Hlýnandi veður.Á fimmtudag:Suðlæg eða breytileg átt og rigning með köflum, síst A-lands. Hiti breytist lítið.Á föstudag:Suðvestanátt og skýjað S- og V-lands en bjartviðri annars. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast NA-til.Á laugardag:Útlit fyrir suðlæga átt með vætu um landið S- og V-vert, en annars þurrt. Milt veður. Veður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Vegagerðin varar við suðvestan stormi og snörpum hviðum, allt að 40-45 m/s, undir bröttum fjöllum á Norðurlandi frá því seint í nótt og fram yfir hádegi. Einkum er búist við byljóttum vindi á vegum frá Akureyri og út á Ólafsfjörð, einnig í Ljósavatnsskarði og Köldukinn. Appelsínugul viðvörun veðurstofu er í gildi á Norðurlandi eystra og þá er gul viðvörun í gildi á Faxaflóa, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Miðhálendi. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands segir að í dag dragi smám saman úr vindi sunnan- og vestantil en hvessi norðanlands. Á morgun á svo að gera rólegheitaveður en það mun ekki standa lengi. Strax á þriðjudag er gert ráð fyrir næstu lægð með hvassviðri af suðaustri og rigningu.Sjá einnig: Veðurspár breyst til hins verra fyrir hvítasunnuhelgina Þá er þungfært á fjallvegum á Vestfjörðum, krapi á Holtavörðuheiði og Nesjavallaleið og þungfært á Bröttubrekku. Vegagerðin vekur auk þess athygli á því að venjubundinni vetrarþjónustu er lokið og vegfarendur verði því að taka mið af því. Ekkert ferðaveður sé fyrir bifreiðar með aftanívagna vegna hvassvirðis. Einnig er vakin sérstök athygli á því að akstursbann er á fjölmörgum hálendisvegum og –slóðum sem eru mjög viðkvæmir meðan frost er að fara úr jörð. Talsvert beri á því að ökumenn virði ekki merkingar um lokanir.Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt spá á vef Veðurstofu Íslands:Á mánudag (annar í hvítasunnu):Breytileg átt 3-10 m/s. Stöku skúrir eða slydduél og hiti víða 3 til 8 stig.Á þriðjudag:Gengur í suðaustan 10-18 m/s með rigningu S- og V-lands, hægari og þurrt á NA-verðu landinu. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast norðan heiða.Á miðvikudag:Sunnan 5-10 m/s og rigning, en þurrt N- og A-lands. Hlýnandi veður.Á fimmtudag:Suðlæg eða breytileg átt og rigning með köflum, síst A-lands. Hiti breytist lítið.Á föstudag:Suðvestanátt og skýjað S- og V-lands en bjartviðri annars. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast NA-til.Á laugardag:Útlit fyrir suðlæga átt með vætu um landið S- og V-vert, en annars þurrt. Milt veður.
Veður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira