MAST telur meðhöndlun skrautfugla ekki örugga og vill þá úr landi eða aflífaða ella Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. maí 2018 12:14 Fuglarnir eru í sóttkví í Holtagörðum. Sníkjudýrið sem nefnist norræni fuglamítillinn greindist í einum þeirra. Matvælastofnun lsegir meðhöndlun ekki örugga og vill þá úr landi. Matvælastofnun ætlar ekki að meðhöndla skrautfugla sem hafa verið í sóttkví í Dýraríkinu í rúma þrjá mánuði vegna þess að fuglamítill fannst á einum þeirra. Ekki sé tryggt að meðhöndlun skili árangri.Fuglamítill fannst á einum fugli Þórarinn Þór eigandi Dýraríkisins flutti um 360 fugla inn frá Hollandi í febrúar sem voru settir í sóttkví eins og lög gera ráð fyrir. Við eftirlitsheimsókn dýralæknis Matvælastofnunar tilkynnti Þórarinn að einhvers konar óværa hefði fundist á dauðum kanarífugli í sóttkvínni. Við rannsókn kom í ljós að á fuglinum var norræni fuglamítillinn. Í marslok gaf MAST svo gæludýraversluninni nokkurra daga frest til að flytja fuglana úr landi eða aflífa þá ella.Þórarinn Þór, eigandi Dýraríkisins.Deila um hvort meðhöndlun sé möguleg Þórarinn Þór hefur frá upphafi haldið því fram að hægt sé að meðhöndla fuglana við meintu smiti. MAST hefur hins vegar hafnað því, ekki sé nógu tryggt að meðhöndlun beri árangur. Við sögðum svo frá því í síðustu viku að Þórarinn Þór hefði sent Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu stjórnsýslukæru vegna þeirrar ákvörðunar. Þá sendi hann yfirdýralækni MAST bréf þar sem kom fram að Dýraríkið hyggðist kæra yfirdýralækninn fyrir brot á lögum um dýravelferð nema hann fyrirskipaði tafarlausa meðferðá fuglunum.Geti valdið miklu tjóni og þurfi því úr landi Matvælastofnun hefur svarað fyrirspurn fréttastofu vegna málsins og þar kemur fram að eftir mikla ígrundun hafi stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að ekki sé nægilega tryggt að meðhöndlun beri árangur. Mítillinn geti borist á önnur dýr, fólk og ýmis konar búnað og þannig breiðst út. Bærist slíkt smit í fugla hér á landi geti það haft alvarlegar afleiðingar hvort sem litið sé til dýraheilbrigðis, dýravelferðar eða fjárhagslegs tjóns. Vegna þess mikla tjóns sem landnám þessa mítils geti valdið fuglum hér á landi fari Matvælastofnun því fram á að viðkomandi fuglar verði fluttir úr landi eða aflífaðir ella. Dýr Tengdar fréttir Ekki hægt að koma í veg fyrir að mítillinn berist úr sóttkvínni Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli sem fluttur var hingað til lands fyrir um einum og hálfum mánuði var norrænn fuglamítill af tegundinni Ornithonyssus sylviarum. 28. mars 2018 14:48 Erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun gegn fuglamítlinum beri árangur Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli í gæludýraverslun í Holtagörðum var norrænn fuglamítill sem aldrei áður hefur greinst hér á landi. Málið ber að líta alvarlegum augum að sögn yfirdýralæknis sem segir afar erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun beri árangur. 28. mars 2018 20:00 Hyggjast kæra yfirdýralækni fyrir brot á lögum um dýravelferð Eigendur Dýraríkisins hyggjast kæra yfirdýralækni MAST fyrir brot á lögum um dýravelferð nema viðkomandi fyrirskipi tafarlausa meðferð á innfluttum fuglum gæludýraverslunarinnar. Fuglarnir hafa verið í sóttkví í tæpa þrjá mánuði eftir að fuglamítill fannst á einum þeirra. 18. maí 2018 20:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Matvælastofnun ætlar ekki að meðhöndla skrautfugla sem hafa verið í sóttkví í Dýraríkinu í rúma þrjá mánuði vegna þess að fuglamítill fannst á einum þeirra. Ekki sé tryggt að meðhöndlun skili árangri.Fuglamítill fannst á einum fugli Þórarinn Þór eigandi Dýraríkisins flutti um 360 fugla inn frá Hollandi í febrúar sem voru settir í sóttkví eins og lög gera ráð fyrir. Við eftirlitsheimsókn dýralæknis Matvælastofnunar tilkynnti Þórarinn að einhvers konar óværa hefði fundist á dauðum kanarífugli í sóttkvínni. Við rannsókn kom í ljós að á fuglinum var norræni fuglamítillinn. Í marslok gaf MAST svo gæludýraversluninni nokkurra daga frest til að flytja fuglana úr landi eða aflífa þá ella.Þórarinn Þór, eigandi Dýraríkisins.Deila um hvort meðhöndlun sé möguleg Þórarinn Þór hefur frá upphafi haldið því fram að hægt sé að meðhöndla fuglana við meintu smiti. MAST hefur hins vegar hafnað því, ekki sé nógu tryggt að meðhöndlun beri árangur. Við sögðum svo frá því í síðustu viku að Þórarinn Þór hefði sent Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu stjórnsýslukæru vegna þeirrar ákvörðunar. Þá sendi hann yfirdýralækni MAST bréf þar sem kom fram að Dýraríkið hyggðist kæra yfirdýralækninn fyrir brot á lögum um dýravelferð nema hann fyrirskipaði tafarlausa meðferðá fuglunum.Geti valdið miklu tjóni og þurfi því úr landi Matvælastofnun hefur svarað fyrirspurn fréttastofu vegna málsins og þar kemur fram að eftir mikla ígrundun hafi stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að ekki sé nægilega tryggt að meðhöndlun beri árangur. Mítillinn geti borist á önnur dýr, fólk og ýmis konar búnað og þannig breiðst út. Bærist slíkt smit í fugla hér á landi geti það haft alvarlegar afleiðingar hvort sem litið sé til dýraheilbrigðis, dýravelferðar eða fjárhagslegs tjóns. Vegna þess mikla tjóns sem landnám þessa mítils geti valdið fuglum hér á landi fari Matvælastofnun því fram á að viðkomandi fuglar verði fluttir úr landi eða aflífaðir ella.
Dýr Tengdar fréttir Ekki hægt að koma í veg fyrir að mítillinn berist úr sóttkvínni Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli sem fluttur var hingað til lands fyrir um einum og hálfum mánuði var norrænn fuglamítill af tegundinni Ornithonyssus sylviarum. 28. mars 2018 14:48 Erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun gegn fuglamítlinum beri árangur Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli í gæludýraverslun í Holtagörðum var norrænn fuglamítill sem aldrei áður hefur greinst hér á landi. Málið ber að líta alvarlegum augum að sögn yfirdýralæknis sem segir afar erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun beri árangur. 28. mars 2018 20:00 Hyggjast kæra yfirdýralækni fyrir brot á lögum um dýravelferð Eigendur Dýraríkisins hyggjast kæra yfirdýralækni MAST fyrir brot á lögum um dýravelferð nema viðkomandi fyrirskipi tafarlausa meðferð á innfluttum fuglum gæludýraverslunarinnar. Fuglarnir hafa verið í sóttkví í tæpa þrjá mánuði eftir að fuglamítill fannst á einum þeirra. 18. maí 2018 20:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Ekki hægt að koma í veg fyrir að mítillinn berist úr sóttkvínni Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli sem fluttur var hingað til lands fyrir um einum og hálfum mánuði var norrænn fuglamítill af tegundinni Ornithonyssus sylviarum. 28. mars 2018 14:48
Erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun gegn fuglamítlinum beri árangur Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli í gæludýraverslun í Holtagörðum var norrænn fuglamítill sem aldrei áður hefur greinst hér á landi. Málið ber að líta alvarlegum augum að sögn yfirdýralæknis sem segir afar erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun beri árangur. 28. mars 2018 20:00
Hyggjast kæra yfirdýralækni fyrir brot á lögum um dýravelferð Eigendur Dýraríkisins hyggjast kæra yfirdýralækni MAST fyrir brot á lögum um dýravelferð nema viðkomandi fyrirskipi tafarlausa meðferð á innfluttum fuglum gæludýraverslunarinnar. Fuglarnir hafa verið í sóttkví í tæpa þrjá mánuði eftir að fuglamítill fannst á einum þeirra. 18. maí 2018 20:00