Ríkislögreglustjóri hafnar því að hafa brugðist vegna kærumáls Birgir Olgeirsson skrifar 28. maí 2018 13:21 Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. Vísir/GVA Ríkislögreglustjóri hafnar því að hafa brugðist dóttur Halldóru Baldursdóttur, eins og Halldóra lýsti í viðtali við Mannlíf fyrir skemmstu. Þar gagnrýnir Halldóra að lögreglumaður hafi ekki verið leystur undan störfum eftir að hafa verið kærður fyrir brot gegn dóttur Halldóru. Árið 2011 sagði dóttir Halldóru frá brotinu sem átti sér stað fjórum árum áður. Málið var kært en síðan fellt niður af ríkissaksóknara. Í viðtalinu gagnrýnir Halldóra að maðurinn sé enn við störf hjá lögreglunni en hún fullyrðir að hann haf verið kærður fyrir brot gegn þremur stúlkum.Embætti ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér andsvör vegna þessa viðtals en þar kemur fram að embættið hafi fyrst frétt af þessu máli í fjölmiðlum árið 2011. Segir embættið að hefð sé fyrir því að því sé tilkynnt um slík mál.Segist ekki hafa fengið gögn afhent Óskaði embættið eftir rannsóknargögnum málsins frá ríkissaksóknara til að geta metið hvort leysa ætti lögreglumann frá embættið um stundarsakir eða að fullu en þeirri beiðni var hafnað. Ítrekaði ríkislögreglustjóri ósk sína um afhendingu allra gagna málsins og benti að synjun ríkissaksóknara væri stefnubreyting frá því sem áður hafði tíðkast um afhendingu gagna í kærumálum á hendur lögreglumönnum. Ríkislögreglustjóri segir að þar sem beiðni um rannsóknargögn var synjað hafi ekki verið grundvöllur til að byggja á að mati embættisins hvort leysi ætti lögreglumanninn frá embætti og var ríkissaksóknara gerð grein fyrir því. Bendir embættið á að ríkar kröfur séu gerðar til stjórnvalda um vandaðan undirbúning og meðferð mála embættismanna sem lúta að lausn frá embætti um stundarsakir eða að fullu.Tilkynnti ráðherra um synjun Í andsvari embættisins kemur fram að bréf hafi verið sent innanríkisráðuneytinu í nóvember árið 2011 vegna stefnubreytinga ríkissaksóknara. Var innanríkisráðherra kynnt að sökum synjunar ríkissaksóknara væri ríkislögreglustjóra gert ómögulegt að gegna embættisskyldum sínum í þessu máli. Embætti ríkislögreglustjóra segist hafa vegna alvarleika málsins beint því til þáverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að meta hvort hann leysti lögreglumanninn undan vinnuskyldu. Segir ríkislögreglustjóri það á forræði lögreglustjóra að ákveða um tilfærslur í starfi og við hvaða verkefni og á hvaða starfsstöð lögreglumaður starfar. Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er greinarmunur á þessum úrræðum og því að leysa embættismann frá embætti. Þá fara lögreglustjórar með stjórn lögregluliðs, hver í sínu umdæmi. Þeir annast daglega stjórn og rekstur lögreglunnar í umdæminu og bera ábyrgð á framkvæmd lögreglustarfa innan þess. Sem fyrr segir felldi ríkissaksóknari niður mál lögreglumannsins og hafnar ríkislögreglustjóri því að hafa brugðist dóttur Halldóru með þeim hætti sem talað er um í viðtalinu í Mannlífi. Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hafnar því að hafa brugðist dóttur Halldóru Baldursdóttur, eins og Halldóra lýsti í viðtali við Mannlíf fyrir skemmstu. Þar gagnrýnir Halldóra að lögreglumaður hafi ekki verið leystur undan störfum eftir að hafa verið kærður fyrir brot gegn dóttur Halldóru. Árið 2011 sagði dóttir Halldóru frá brotinu sem átti sér stað fjórum árum áður. Málið var kært en síðan fellt niður af ríkissaksóknara. Í viðtalinu gagnrýnir Halldóra að maðurinn sé enn við störf hjá lögreglunni en hún fullyrðir að hann haf verið kærður fyrir brot gegn þremur stúlkum.Embætti ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér andsvör vegna þessa viðtals en þar kemur fram að embættið hafi fyrst frétt af þessu máli í fjölmiðlum árið 2011. Segir embættið að hefð sé fyrir því að því sé tilkynnt um slík mál.Segist ekki hafa fengið gögn afhent Óskaði embættið eftir rannsóknargögnum málsins frá ríkissaksóknara til að geta metið hvort leysa ætti lögreglumann frá embættið um stundarsakir eða að fullu en þeirri beiðni var hafnað. Ítrekaði ríkislögreglustjóri ósk sína um afhendingu allra gagna málsins og benti að synjun ríkissaksóknara væri stefnubreyting frá því sem áður hafði tíðkast um afhendingu gagna í kærumálum á hendur lögreglumönnum. Ríkislögreglustjóri segir að þar sem beiðni um rannsóknargögn var synjað hafi ekki verið grundvöllur til að byggja á að mati embættisins hvort leysi ætti lögreglumanninn frá embætti og var ríkissaksóknara gerð grein fyrir því. Bendir embættið á að ríkar kröfur séu gerðar til stjórnvalda um vandaðan undirbúning og meðferð mála embættismanna sem lúta að lausn frá embætti um stundarsakir eða að fullu.Tilkynnti ráðherra um synjun Í andsvari embættisins kemur fram að bréf hafi verið sent innanríkisráðuneytinu í nóvember árið 2011 vegna stefnubreytinga ríkissaksóknara. Var innanríkisráðherra kynnt að sökum synjunar ríkissaksóknara væri ríkislögreglustjóra gert ómögulegt að gegna embættisskyldum sínum í þessu máli. Embætti ríkislögreglustjóra segist hafa vegna alvarleika málsins beint því til þáverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að meta hvort hann leysti lögreglumanninn undan vinnuskyldu. Segir ríkislögreglustjóri það á forræði lögreglustjóra að ákveða um tilfærslur í starfi og við hvaða verkefni og á hvaða starfsstöð lögreglumaður starfar. Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er greinarmunur á þessum úrræðum og því að leysa embættismann frá embætti. Þá fara lögreglustjórar með stjórn lögregluliðs, hver í sínu umdæmi. Þeir annast daglega stjórn og rekstur lögreglunnar í umdæminu og bera ábyrgð á framkvæmd lögreglustarfa innan þess. Sem fyrr segir felldi ríkissaksóknari niður mál lögreglumannsins og hafnar ríkislögreglustjóri því að hafa brugðist dóttur Halldóru með þeim hætti sem talað er um í viðtalinu í Mannlífi.
Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Sjá meira