„Fjöldi ferðamanna er bara einn þáttur af svo miklu fleirum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. maí 2018 19:30 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra. VÍSIR/EYÞÓR Fjöldi ferðamanna er ekki eini þátturinn sem skiptir máli fyrir framtíð ferðaþjónustunnar að sögn ráðherra. Í apríl fækkaði ferðamönnum í fyrsta sinn í átta ár en ferðamálastjóri segir óþarfa að örvænta.Í nýrri samantekt Ferðamálastofu sem birt var í gær kemur fram að brottförum erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll hafi fækkað um 3,9% í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Það er í fyrsta sinn síðan árið 2010 sem fækkun hefur verið á milli ára. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir þetta ekki koma á óvart. „Þessi mikli vöxtur sem var, hann er ábyggilega liðinn enda getum við ekki tekið við áframhaldandi slíkum vexti í íslenskri ferðaþjónustu,“ segir Skarphéðinn. „Það sem af er árinu er fjölgun miðað við sömu mánuði í fyrra þannig að það er engin ástæða til þess að örvænta yfir því.“ Skoða þurfi stærra tímabil svo unnt sé að leggja mat á það hvort um raunverulegan samdrátt sé að ræða að sögn Skarphéðins. Undir það tekur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra. „Við vissum alveg, og vitum alveg, að vöxturinn er að minnka og ég hef tekið undir með [ferðaþjónustu]greininni þegar greinin segir að fjöldi ferðamanna sé ekki það sem skiptir öllu máli. Auðvitað lítum við til þess en við erum miklu frekar að horfa á dreifingu þeirra, eyðslu þeirra, dvalartíma, ferðahegðun og þessa þætti,“ segir Þórdís. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag sagði framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, fækkunina vera til marks um að samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fari versnandi. Ráðherra segir þó fleiri þætti spila inn í. „Samkeppnishæfin Íslands er sterk. Þegar það kemur að verðlagningu og verði á Íslandi, þar erum við ekki jafn sterk,“ segir Þórdís. Vert sé því að fylgjast vel með þróuninni og aðlagast þurfi aðstæðum hverju sinni. „Auðvitað þurfum við að lesa í það ef það eru einhverjar miklar sviptingar en fjöldi ferðamanna er bara einn þáttur af svo miklu fleirum þannig að ég, eins og staðan er núna, hef ekki áhyggjur af stöðunni.“ Tengdar fréttir Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Fjöldi ferðamanna er ekki eini þátturinn sem skiptir máli fyrir framtíð ferðaþjónustunnar að sögn ráðherra. Í apríl fækkaði ferðamönnum í fyrsta sinn í átta ár en ferðamálastjóri segir óþarfa að örvænta.Í nýrri samantekt Ferðamálastofu sem birt var í gær kemur fram að brottförum erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll hafi fækkað um 3,9% í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Það er í fyrsta sinn síðan árið 2010 sem fækkun hefur verið á milli ára. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir þetta ekki koma á óvart. „Þessi mikli vöxtur sem var, hann er ábyggilega liðinn enda getum við ekki tekið við áframhaldandi slíkum vexti í íslenskri ferðaþjónustu,“ segir Skarphéðinn. „Það sem af er árinu er fjölgun miðað við sömu mánuði í fyrra þannig að það er engin ástæða til þess að örvænta yfir því.“ Skoða þurfi stærra tímabil svo unnt sé að leggja mat á það hvort um raunverulegan samdrátt sé að ræða að sögn Skarphéðins. Undir það tekur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra. „Við vissum alveg, og vitum alveg, að vöxturinn er að minnka og ég hef tekið undir með [ferðaþjónustu]greininni þegar greinin segir að fjöldi ferðamanna sé ekki það sem skiptir öllu máli. Auðvitað lítum við til þess en við erum miklu frekar að horfa á dreifingu þeirra, eyðslu þeirra, dvalartíma, ferðahegðun og þessa þætti,“ segir Þórdís. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag sagði framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, fækkunina vera til marks um að samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fari versnandi. Ráðherra segir þó fleiri þætti spila inn í. „Samkeppnishæfin Íslands er sterk. Þegar það kemur að verðlagningu og verði á Íslandi, þar erum við ekki jafn sterk,“ segir Þórdís. Vert sé því að fylgjast vel með þróuninni og aðlagast þurfi aðstæðum hverju sinni. „Auðvitað þurfum við að lesa í það ef það eru einhverjar miklar sviptingar en fjöldi ferðamanna er bara einn þáttur af svo miklu fleirum þannig að ég, eins og staðan er núna, hef ekki áhyggjur af stöðunni.“
Tengdar fréttir Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00