Kúkú Campers í formlegt söluferli Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 16. maí 2018 06:00 Bílaleigan hefur verið eitt fyrirferðamesta ferðaþjónustufyrirtæki landsins síðustu ár. Kúkú Campers Fimm ferðaþjónustufyrirtæki og eitt fasteignafélag, sem eru öll að hluta í eigu Steinars Lárs Steinarssonar, þar á meðal húsbílaleigan Kúkú Campers, hafa verið sett í formlegt söluferli. Félögin skiluðu rekstrarhagnaði fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta fyrir samanlagt um 600 milljónir króna á síðasta ári. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur umsjón með söluferlinu, samkvæmt heimildum Markaðarins. Steinarr Lár, sem á helmingshlut í Kúkú Campers á móti Lárusi Guðbjartssyni og er jafnframt hluthafi í hinum félögunum fimm, segir í samtali við Markaðinn að ekki hafi verið tekin endanleg ákvörðun um að selja fyrirtækin. Steinarr Lár Steinarsson.Hann segir reksturinn hafa gengið vel og útlit sé fyrir áframhaldandi vöxt. Umrædd félög eru, auk Kúkú Campers, ferðaþjónustufyrirtækin GCR, Camping Iceland, Go Campers og Nordic Holidays og fasteignafélagið Flatahraun 21. Kúkú Campers hagnaðist um 154 milljónir árið 2016 og jókst hagnaðurinn um hátt í 60 prósent á milli ára. Um var að ræða besta rekstrarár félagsins frá stofnun árið 2012 en Kúkú Campers hefur notið mikilla vinsælda á meðal erlendra ferðamanna undanfarin ár. Samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2016 leigðu ferðamenn bíla hjá því fyrir tæpar 460 milljónir króna á árinu. Til samanburðar nam salan 285 milljónum króna árið 2015. Lárus sagði í samtali við Fréttablaðið síðasta haust að vöxtinn mætti rekja til þess að bílaflotinn var tvöfaldaður á milli áranna 2015 og 2016. Nefndi hann jafnframt að íslenski markaðurinn væri mettur og að Kúkú Campers hefði hug á því að stækka enn við sig í Bandaríkjunum þar sem félagið hóf útrás í byrjun síðasta árs. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Methagnaður í fyrra hjá Kúkú Campers Húsbílaleigan Kúkú Campers skilaði 154 milljóna króna hagnaði í fyrra og stækkaði mikið milli ár. Eigandi segir íslenska ferðaþjónustu í fjötrum vegna krónunnar í ár og fyrirtækið ætli að setja aukinn fókus á Ameríkuútrás þar sem tækifærin eru mikil. 20. október 2017 06:00 KúKú Campers komnir í grimma útrás Opnuðu útibú í Colorado og þar eru salerni aðgengileg og frí bílastæði. 9. október 2017 10:43 Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Fimm ferðaþjónustufyrirtæki og eitt fasteignafélag, sem eru öll að hluta í eigu Steinars Lárs Steinarssonar, þar á meðal húsbílaleigan Kúkú Campers, hafa verið sett í formlegt söluferli. Félögin skiluðu rekstrarhagnaði fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta fyrir samanlagt um 600 milljónir króna á síðasta ári. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur umsjón með söluferlinu, samkvæmt heimildum Markaðarins. Steinarr Lár, sem á helmingshlut í Kúkú Campers á móti Lárusi Guðbjartssyni og er jafnframt hluthafi í hinum félögunum fimm, segir í samtali við Markaðinn að ekki hafi verið tekin endanleg ákvörðun um að selja fyrirtækin. Steinarr Lár Steinarsson.Hann segir reksturinn hafa gengið vel og útlit sé fyrir áframhaldandi vöxt. Umrædd félög eru, auk Kúkú Campers, ferðaþjónustufyrirtækin GCR, Camping Iceland, Go Campers og Nordic Holidays og fasteignafélagið Flatahraun 21. Kúkú Campers hagnaðist um 154 milljónir árið 2016 og jókst hagnaðurinn um hátt í 60 prósent á milli ára. Um var að ræða besta rekstrarár félagsins frá stofnun árið 2012 en Kúkú Campers hefur notið mikilla vinsælda á meðal erlendra ferðamanna undanfarin ár. Samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2016 leigðu ferðamenn bíla hjá því fyrir tæpar 460 milljónir króna á árinu. Til samanburðar nam salan 285 milljónum króna árið 2015. Lárus sagði í samtali við Fréttablaðið síðasta haust að vöxtinn mætti rekja til þess að bílaflotinn var tvöfaldaður á milli áranna 2015 og 2016. Nefndi hann jafnframt að íslenski markaðurinn væri mettur og að Kúkú Campers hefði hug á því að stækka enn við sig í Bandaríkjunum þar sem félagið hóf útrás í byrjun síðasta árs.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Methagnaður í fyrra hjá Kúkú Campers Húsbílaleigan Kúkú Campers skilaði 154 milljóna króna hagnaði í fyrra og stækkaði mikið milli ár. Eigandi segir íslenska ferðaþjónustu í fjötrum vegna krónunnar í ár og fyrirtækið ætli að setja aukinn fókus á Ameríkuútrás þar sem tækifærin eru mikil. 20. október 2017 06:00 KúKú Campers komnir í grimma útrás Opnuðu útibú í Colorado og þar eru salerni aðgengileg og frí bílastæði. 9. október 2017 10:43 Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Methagnaður í fyrra hjá Kúkú Campers Húsbílaleigan Kúkú Campers skilaði 154 milljóna króna hagnaði í fyrra og stækkaði mikið milli ár. Eigandi segir íslenska ferðaþjónustu í fjötrum vegna krónunnar í ár og fyrirtækið ætli að setja aukinn fókus á Ameríkuútrás þar sem tækifærin eru mikil. 20. október 2017 06:00
KúKú Campers komnir í grimma útrás Opnuðu útibú í Colorado og þar eru salerni aðgengileg og frí bílastæði. 9. október 2017 10:43