Arnþrúður dæmd til að greiða dyggum hlustanda 3,3 milljónir Birgir Olgeirsson skrifar 16. maí 2018 13:03 Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu. Vísir Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, hefur verið dæmd til að greiða dyggum hlustanda stöðvarinnar 3,3 milljónir króna. Hlustandinn hafði stefnt Arnþrúði fyrir dómi og krafðist þetta að fá 3,6 milljónir til baka. Deilan snerist að mestu um hvort um lán væri að ræða til Útvarps Sögu eða styrk. Peningarnir höfðu endað á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar sem síðar voru millifærðir á reikning útvarpsstöðvarinnar. Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu en Pétur Gunnlaugsson, eiginmaður Arnþrúðar, var lögmaður hennar í málinu en hann lét bóka að dómnum yrði áfrýjað til Landsréttar.Pétur Gunnlaugsson varði Arnþrúði í þessu máli. Hér er hann í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Vísir/VilhelmForsaga málsins er sú að hlustandinn lagði 3,6 milljónir inn á bankareikning Arnþrúðar í fjórum færslum á árunum 2016 og 2017. Konan sagðist hafa gert það í þeirri trú að um lán væri að ræða. Í greinargerð Péturs vegna málsins kom fram að konan hefði tekið þá ákvörðun á eigin spýtur að gerast styrktaraðili Útvarps Sögu. Hún hafi komið í húsakynni Sögu og sagt Arnþrúði að hún vildi styrkja stöðina. Hún hefði aftur á móti viljað tryggja að nafn hennar kæmi hvergi fram opinberlega sem styrktaraðili stöðvarinnar. Ásamt því að vera dæmd til að greiða konunni 3,3 milljónir króna, ásamt vöxtum, þarf Arnþrúður að greiða henni 620 þúsund krónur í málskostnað.Uppfært klukkan 17:27Dómurinn hefur verið birtur á vef dómstólanna á má lesa hér. Tengdar fréttir Einlægur aðdáandi Útvarps Sögu vill milljónir til baka frá Arnþrúði Deilan snýst um hvort um hafi verið að ræða lán til útvarpsstöðvarinnar eða styrk. Peningarnir enduðu á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar. 21. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, hefur verið dæmd til að greiða dyggum hlustanda stöðvarinnar 3,3 milljónir króna. Hlustandinn hafði stefnt Arnþrúði fyrir dómi og krafðist þetta að fá 3,6 milljónir til baka. Deilan snerist að mestu um hvort um lán væri að ræða til Útvarps Sögu eða styrk. Peningarnir höfðu endað á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar sem síðar voru millifærðir á reikning útvarpsstöðvarinnar. Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu en Pétur Gunnlaugsson, eiginmaður Arnþrúðar, var lögmaður hennar í málinu en hann lét bóka að dómnum yrði áfrýjað til Landsréttar.Pétur Gunnlaugsson varði Arnþrúði í þessu máli. Hér er hann í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Vísir/VilhelmForsaga málsins er sú að hlustandinn lagði 3,6 milljónir inn á bankareikning Arnþrúðar í fjórum færslum á árunum 2016 og 2017. Konan sagðist hafa gert það í þeirri trú að um lán væri að ræða. Í greinargerð Péturs vegna málsins kom fram að konan hefði tekið þá ákvörðun á eigin spýtur að gerast styrktaraðili Útvarps Sögu. Hún hafi komið í húsakynni Sögu og sagt Arnþrúði að hún vildi styrkja stöðina. Hún hefði aftur á móti viljað tryggja að nafn hennar kæmi hvergi fram opinberlega sem styrktaraðili stöðvarinnar. Ásamt því að vera dæmd til að greiða konunni 3,3 milljónir króna, ásamt vöxtum, þarf Arnþrúður að greiða henni 620 þúsund krónur í málskostnað.Uppfært klukkan 17:27Dómurinn hefur verið birtur á vef dómstólanna á má lesa hér.
Tengdar fréttir Einlægur aðdáandi Útvarps Sögu vill milljónir til baka frá Arnþrúði Deilan snýst um hvort um hafi verið að ræða lán til útvarpsstöðvarinnar eða styrk. Peningarnir enduðu á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar. 21. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Einlægur aðdáandi Útvarps Sögu vill milljónir til baka frá Arnþrúði Deilan snýst um hvort um hafi verið að ræða lán til útvarpsstöðvarinnar eða styrk. Peningarnir enduðu á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar. 21. nóvember 2017 10:15