Arnþrúður dæmd til að greiða dyggum hlustanda 3,3 milljónir Birgir Olgeirsson skrifar 16. maí 2018 13:03 Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu. Vísir Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, hefur verið dæmd til að greiða dyggum hlustanda stöðvarinnar 3,3 milljónir króna. Hlustandinn hafði stefnt Arnþrúði fyrir dómi og krafðist þetta að fá 3,6 milljónir til baka. Deilan snerist að mestu um hvort um lán væri að ræða til Útvarps Sögu eða styrk. Peningarnir höfðu endað á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar sem síðar voru millifærðir á reikning útvarpsstöðvarinnar. Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu en Pétur Gunnlaugsson, eiginmaður Arnþrúðar, var lögmaður hennar í málinu en hann lét bóka að dómnum yrði áfrýjað til Landsréttar.Pétur Gunnlaugsson varði Arnþrúði í þessu máli. Hér er hann í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Vísir/VilhelmForsaga málsins er sú að hlustandinn lagði 3,6 milljónir inn á bankareikning Arnþrúðar í fjórum færslum á árunum 2016 og 2017. Konan sagðist hafa gert það í þeirri trú að um lán væri að ræða. Í greinargerð Péturs vegna málsins kom fram að konan hefði tekið þá ákvörðun á eigin spýtur að gerast styrktaraðili Útvarps Sögu. Hún hafi komið í húsakynni Sögu og sagt Arnþrúði að hún vildi styrkja stöðina. Hún hefði aftur á móti viljað tryggja að nafn hennar kæmi hvergi fram opinberlega sem styrktaraðili stöðvarinnar. Ásamt því að vera dæmd til að greiða konunni 3,3 milljónir króna, ásamt vöxtum, þarf Arnþrúður að greiða henni 620 þúsund krónur í málskostnað.Uppfært klukkan 17:27Dómurinn hefur verið birtur á vef dómstólanna á má lesa hér. Tengdar fréttir Einlægur aðdáandi Útvarps Sögu vill milljónir til baka frá Arnþrúði Deilan snýst um hvort um hafi verið að ræða lán til útvarpsstöðvarinnar eða styrk. Peningarnir enduðu á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar. 21. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, hefur verið dæmd til að greiða dyggum hlustanda stöðvarinnar 3,3 milljónir króna. Hlustandinn hafði stefnt Arnþrúði fyrir dómi og krafðist þetta að fá 3,6 milljónir til baka. Deilan snerist að mestu um hvort um lán væri að ræða til Útvarps Sögu eða styrk. Peningarnir höfðu endað á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar sem síðar voru millifærðir á reikning útvarpsstöðvarinnar. Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu en Pétur Gunnlaugsson, eiginmaður Arnþrúðar, var lögmaður hennar í málinu en hann lét bóka að dómnum yrði áfrýjað til Landsréttar.Pétur Gunnlaugsson varði Arnþrúði í þessu máli. Hér er hann í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Vísir/VilhelmForsaga málsins er sú að hlustandinn lagði 3,6 milljónir inn á bankareikning Arnþrúðar í fjórum færslum á árunum 2016 og 2017. Konan sagðist hafa gert það í þeirri trú að um lán væri að ræða. Í greinargerð Péturs vegna málsins kom fram að konan hefði tekið þá ákvörðun á eigin spýtur að gerast styrktaraðili Útvarps Sögu. Hún hafi komið í húsakynni Sögu og sagt Arnþrúði að hún vildi styrkja stöðina. Hún hefði aftur á móti viljað tryggja að nafn hennar kæmi hvergi fram opinberlega sem styrktaraðili stöðvarinnar. Ásamt því að vera dæmd til að greiða konunni 3,3 milljónir króna, ásamt vöxtum, þarf Arnþrúður að greiða henni 620 þúsund krónur í málskostnað.Uppfært klukkan 17:27Dómurinn hefur verið birtur á vef dómstólanna á má lesa hér.
Tengdar fréttir Einlægur aðdáandi Útvarps Sögu vill milljónir til baka frá Arnþrúði Deilan snýst um hvort um hafi verið að ræða lán til útvarpsstöðvarinnar eða styrk. Peningarnir enduðu á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar. 21. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Einlægur aðdáandi Útvarps Sögu vill milljónir til baka frá Arnþrúði Deilan snýst um hvort um hafi verið að ræða lán til útvarpsstöðvarinnar eða styrk. Peningarnir enduðu á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar. 21. nóvember 2017 10:15
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent