Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa Birgir Olgeirsson skrifar 16. maí 2018 15:47 Hér má sjá þegar verið var að rukka gjald á veginum í gær. Kristrún Snorradóttir Lögreglan á Vesturlandi hefur orðið við beiðni Vegagerðarinnar um að biðja þá sem standa fyrir gjaldtöku á vegi sem liggur að bílastæði við Hraunfossa í Borgarfirði að láta af þeirri háttsemi. Í október síðastliðnum þurfti lögreglan að stöðva gjaldtöku á sama vegi. Einkaaðilarnir sem stóðu að gjaldtökunni hófu hana að nýju í gær vegurinn liggur að Hraunfossum og Barnafossi í Hvítá í Borgarfirði en fossarnir eru friðlýstir sem náttúruvætti. Vegagerðin hefur bent á að þjóðvegir séu opnir almennri umferð og er Vegagerðin veghaldari umrædds vegar. Ekki er heimild til gjaldtöku fyrir notkun á þessum vegin en Vegagerðin hefur bent á að gjaldtaka án heimildar fyrir notkun vegarins feli í sér óleyfilega hindrun á umferð um þjóðveg. Fór Vegagerðin þess á leit að lögreglan gefi þeim sem standa fyrir slíkri gjaldtöku að láta af þeirri háttsemi, en lögreglan á Vesturlandi varð við þeirri beiðni. Það eru eigendur fyrirtækisins H-fossa ehf., sem tekið hafa á leigu hluta landsins við Hraunsás gegnt Hraunfossum, sem hafa staðið fyrir þessari gjaldtöku á bílastæði við fossana sem eru hluti þess lands sem fyrirtækið er með á leigu. Þrír þekktir fjárfestir eru að baki H-fossa ehf. En það eru Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og forseti ÍSÍ, Guðmundur A. Birgisson sem kenndur er við Núpa í Ölfusi og Aðalsteinn Karlsson. Landið sem þeir eiga nær yfir um 90 prósent af núverandi bílastæðum en eigendur H-fossa ehf., sem er leigutakinn, eru þeir Guðlaugur Magnússon og Kristján Guðlaugsson. Kristrún Snorradóttir, rekstraraðili veitingastaðar við Hraunfossa, vakti athygli á gjaldtökunni í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar í gær. Þar sagði hún að þau sem væru með veitingastaðinn væru á móti gjaldtökunni. Þá væri hluti bílastæðanna á því landi sem að þau væru með auk landsins sem útsýnisstaðir fyrir fossana eru á. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Stöðvaði nýhafna gjaldtöku vegna almannahættu Lögreglan á vesturlandi stöðvaði í dag nýhafna gjaldtöku við Hraunfossa vegna almannahaættu. 9. október 2017 20:50 Skýrt brot á náttúruverndarlögum að landeigendur við Hraunfossa innheimti bílastæðagjald Umhverfisstofnun segir það skýrt brot á náttúruverndarlögum að landeigendur við Hraunfossa innheimti gjald af bílastæðum á svæðinu. 8. október 2017 21:55 Umhverfisstofnun óskaði eftir aðstoð lögreglu við að stöðva gjaldtöku við Hraunfossa Landeigendur ætluðu að hefja gjaldtöku í sumar en frestuðu henni. 6. október 2017 13:20 Telja heimilt að taka bílastæðagjald við Hraunfossa Forsvarsmenn H-fossa ehf. sem hafa tekið á leigu hluta landsins Hraunsás gegnt Hraunfossum telja sér heimilt að innheimta gjald á bílastæði við fossana sem eru hluti þess lands sem þeir eru með á leigu. 6. október 2017 15:06 Hefja aftur gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa Gjaldtakan er umdeild en síðastliðið haust óskaði Umhverfisstofnun eftir aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi við að stöðva gjaldtökuna þar sem hún er ólögmæt að mati stofnunarinnar. 15. maí 2018 13:37 Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa og Barnafoss Vegagerðin fór þess á leit að lögreglan myndi gefa þeim sem standa fyrir gjaldtökunni fyrirmæli um að láta af þeirri háttsemi og framfylgja þeim fyrirmælum. 9. október 2017 16:22 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Lögreglan á Vesturlandi hefur orðið við beiðni Vegagerðarinnar um að biðja þá sem standa fyrir gjaldtöku á vegi sem liggur að bílastæði við Hraunfossa í Borgarfirði að láta af þeirri háttsemi. Í október síðastliðnum þurfti lögreglan að stöðva gjaldtöku á sama vegi. Einkaaðilarnir sem stóðu að gjaldtökunni hófu hana að nýju í gær vegurinn liggur að Hraunfossum og Barnafossi í Hvítá í Borgarfirði en fossarnir eru friðlýstir sem náttúruvætti. Vegagerðin hefur bent á að þjóðvegir séu opnir almennri umferð og er Vegagerðin veghaldari umrædds vegar. Ekki er heimild til gjaldtöku fyrir notkun á þessum vegin en Vegagerðin hefur bent á að gjaldtaka án heimildar fyrir notkun vegarins feli í sér óleyfilega hindrun á umferð um þjóðveg. Fór Vegagerðin þess á leit að lögreglan gefi þeim sem standa fyrir slíkri gjaldtöku að láta af þeirri háttsemi, en lögreglan á Vesturlandi varð við þeirri beiðni. Það eru eigendur fyrirtækisins H-fossa ehf., sem tekið hafa á leigu hluta landsins við Hraunsás gegnt Hraunfossum, sem hafa staðið fyrir þessari gjaldtöku á bílastæði við fossana sem eru hluti þess lands sem fyrirtækið er með á leigu. Þrír þekktir fjárfestir eru að baki H-fossa ehf. En það eru Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og forseti ÍSÍ, Guðmundur A. Birgisson sem kenndur er við Núpa í Ölfusi og Aðalsteinn Karlsson. Landið sem þeir eiga nær yfir um 90 prósent af núverandi bílastæðum en eigendur H-fossa ehf., sem er leigutakinn, eru þeir Guðlaugur Magnússon og Kristján Guðlaugsson. Kristrún Snorradóttir, rekstraraðili veitingastaðar við Hraunfossa, vakti athygli á gjaldtökunni í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar í gær. Þar sagði hún að þau sem væru með veitingastaðinn væru á móti gjaldtökunni. Þá væri hluti bílastæðanna á því landi sem að þau væru með auk landsins sem útsýnisstaðir fyrir fossana eru á.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Stöðvaði nýhafna gjaldtöku vegna almannahættu Lögreglan á vesturlandi stöðvaði í dag nýhafna gjaldtöku við Hraunfossa vegna almannahaættu. 9. október 2017 20:50 Skýrt brot á náttúruverndarlögum að landeigendur við Hraunfossa innheimti bílastæðagjald Umhverfisstofnun segir það skýrt brot á náttúruverndarlögum að landeigendur við Hraunfossa innheimti gjald af bílastæðum á svæðinu. 8. október 2017 21:55 Umhverfisstofnun óskaði eftir aðstoð lögreglu við að stöðva gjaldtöku við Hraunfossa Landeigendur ætluðu að hefja gjaldtöku í sumar en frestuðu henni. 6. október 2017 13:20 Telja heimilt að taka bílastæðagjald við Hraunfossa Forsvarsmenn H-fossa ehf. sem hafa tekið á leigu hluta landsins Hraunsás gegnt Hraunfossum telja sér heimilt að innheimta gjald á bílastæði við fossana sem eru hluti þess lands sem þeir eru með á leigu. 6. október 2017 15:06 Hefja aftur gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa Gjaldtakan er umdeild en síðastliðið haust óskaði Umhverfisstofnun eftir aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi við að stöðva gjaldtökuna þar sem hún er ólögmæt að mati stofnunarinnar. 15. maí 2018 13:37 Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa og Barnafoss Vegagerðin fór þess á leit að lögreglan myndi gefa þeim sem standa fyrir gjaldtökunni fyrirmæli um að láta af þeirri háttsemi og framfylgja þeim fyrirmælum. 9. október 2017 16:22 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Stöðvaði nýhafna gjaldtöku vegna almannahættu Lögreglan á vesturlandi stöðvaði í dag nýhafna gjaldtöku við Hraunfossa vegna almannahaættu. 9. október 2017 20:50
Skýrt brot á náttúruverndarlögum að landeigendur við Hraunfossa innheimti bílastæðagjald Umhverfisstofnun segir það skýrt brot á náttúruverndarlögum að landeigendur við Hraunfossa innheimti gjald af bílastæðum á svæðinu. 8. október 2017 21:55
Umhverfisstofnun óskaði eftir aðstoð lögreglu við að stöðva gjaldtöku við Hraunfossa Landeigendur ætluðu að hefja gjaldtöku í sumar en frestuðu henni. 6. október 2017 13:20
Telja heimilt að taka bílastæðagjald við Hraunfossa Forsvarsmenn H-fossa ehf. sem hafa tekið á leigu hluta landsins Hraunsás gegnt Hraunfossum telja sér heimilt að innheimta gjald á bílastæði við fossana sem eru hluti þess lands sem þeir eru með á leigu. 6. október 2017 15:06
Hefja aftur gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa Gjaldtakan er umdeild en síðastliðið haust óskaði Umhverfisstofnun eftir aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi við að stöðva gjaldtökuna þar sem hún er ólögmæt að mati stofnunarinnar. 15. maí 2018 13:37
Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa og Barnafoss Vegagerðin fór þess á leit að lögreglan myndi gefa þeim sem standa fyrir gjaldtökunni fyrirmæli um að láta af þeirri háttsemi og framfylgja þeim fyrirmælum. 9. október 2017 16:22