Tíu daga spáin gerir ráð fyrir áframhaldandi leiðindum í veðri Birgir Olgeirsson skrifar 18. maí 2018 10:58 Tíðin hefur verið íbúum á suðvesturhorni landsins erfið. Vísir/Vilhelm Leiðinda tíðin sem hefur reynt verulega á þolrif Íslendinga í maí mánuði er hvergi nærri á undanhaldi. Spálíkön Veðurstofu Íslands ná tíu daga fram í tímann en gangi þau eftir verður hér suðvestan átt og leiðindi fram yfir næstu helgi. Þetta gerist í maí mánuði sem er venjulega þurrasti og bjartasti tíminn á meðalári. Frá heimskautasvæðinu norður af Ameríku streymir kalt loft yfir hlýrra loft yfir Atlantshafinu. Það veldur því að lægðirnar myndast suðvestur af landinu sem valda þessari sunnan og vestlægum áttum sem hafa streymt yfir landið undanfarnar vikur. „Það er eiginlega bara sagan um þessar mundir og við sjáum ekki mikið fram á endann á þessu,“ segir Theodór Freyr Hervarsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Gangi spárnar eftir verður hitafar svipað og hefur verið undanfarið og má þess vegna búast við éljagangi langt fram eftir maí. Theodór segir að venjulega séu norðlægar áttir ríkjandi á vorin en þær hafi ekki látið sjá sig að ráði. Veðrið hefur því verið nokkuð leiðinlegt á suðvesturhorni landsins en landshlutar sem eru í skjóli frá suðvestan áttinni hafa notið mun betra veðurs í maí, þar á meðal Norður- og Austurland. Á morgun má búast við suðaustanátt, 15 til 23 metrum á sekúndu, hvassast sunnanlands en snýst í sunnan 10 til 15 metra á sekúndu seinni partinn. Víða rigning, talsverð á sunnanverðu landinu. Hiti 5 til 10 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag (hvítasunnudagur):Sunnan- og suðvestanátt, víða 13-18 m/s. Rigning eða skúrir, en snjókoma til fjalla. Þurrt norðaustanlands. Hiti 3 til 11 stig, mildast á norðausturhorninu.Á mánudag (annar í hvítasunnu):Suðvestan 8-13 m/s og skúrir eða slydduél, en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.Á þriðjudag:Suðaustan 8-15 m/s og rigning á köflum sunnan- og vestanlands, en hægari vindur og víða bjart veður norðanlands. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast fyrir norðan.Á miðvikudag og fimmtudag:Útlit fyrir stífa suðaustan- og sunnanátt og vætusamt veður, en úrkomulítið norðanlands og fremur hlýtt þar. Veður Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Leiðinda tíðin sem hefur reynt verulega á þolrif Íslendinga í maí mánuði er hvergi nærri á undanhaldi. Spálíkön Veðurstofu Íslands ná tíu daga fram í tímann en gangi þau eftir verður hér suðvestan átt og leiðindi fram yfir næstu helgi. Þetta gerist í maí mánuði sem er venjulega þurrasti og bjartasti tíminn á meðalári. Frá heimskautasvæðinu norður af Ameríku streymir kalt loft yfir hlýrra loft yfir Atlantshafinu. Það veldur því að lægðirnar myndast suðvestur af landinu sem valda þessari sunnan og vestlægum áttum sem hafa streymt yfir landið undanfarnar vikur. „Það er eiginlega bara sagan um þessar mundir og við sjáum ekki mikið fram á endann á þessu,“ segir Theodór Freyr Hervarsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Gangi spárnar eftir verður hitafar svipað og hefur verið undanfarið og má þess vegna búast við éljagangi langt fram eftir maí. Theodór segir að venjulega séu norðlægar áttir ríkjandi á vorin en þær hafi ekki látið sjá sig að ráði. Veðrið hefur því verið nokkuð leiðinlegt á suðvesturhorni landsins en landshlutar sem eru í skjóli frá suðvestan áttinni hafa notið mun betra veðurs í maí, þar á meðal Norður- og Austurland. Á morgun má búast við suðaustanátt, 15 til 23 metrum á sekúndu, hvassast sunnanlands en snýst í sunnan 10 til 15 metra á sekúndu seinni partinn. Víða rigning, talsverð á sunnanverðu landinu. Hiti 5 til 10 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag (hvítasunnudagur):Sunnan- og suðvestanátt, víða 13-18 m/s. Rigning eða skúrir, en snjókoma til fjalla. Þurrt norðaustanlands. Hiti 3 til 11 stig, mildast á norðausturhorninu.Á mánudag (annar í hvítasunnu):Suðvestan 8-13 m/s og skúrir eða slydduél, en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.Á þriðjudag:Suðaustan 8-15 m/s og rigning á köflum sunnan- og vestanlands, en hægari vindur og víða bjart veður norðanlands. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast fyrir norðan.Á miðvikudag og fimmtudag:Útlit fyrir stífa suðaustan- og sunnanátt og vætusamt veður, en úrkomulítið norðanlands og fremur hlýtt þar.
Veður Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira