Voru vondaufir um björgun á jöklinum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. maí 2018 19:11 Ferðamennirnir tveir sem bjargað var ofan af Vatnajökli í nótt voru vondaufir um að þeim yrði bjargað eftir að hafa lent í stóru snjóflóði. Afar slæmt veður var á jöklinum fyrripart nætur og þurftu mennirnir að grafa sig í fönn. Björgunarsveitarmenn komu með ferðamennina tvo til Hornafjarðar um klukkan eitt í dag en þá höfðu þeir verið á ferðinni frá því um klukkan hálf fjögur í nótt eftir að þeir fundust.Um fimmtíu manna björgunarhópur var sendur af stað.Björgunarfélag Hornafjarðar.Mennirnir sendu frá sér neyðarboð um kvöldmatarleitið í gær þar sem þeir voru staddir undir Grímsfjalli. Þeir höfðu verið á fjallinu í um viku tíma og ætlað sér að ganga yfir jökulinn. Þeir höfðu skilið eftir ítarlega ferðaáætlun á vefnum safetravel.is. Um fimmtíu manna björgunarhópur var sendur af stað með undanfara á vélsleðum í broddi fylkingar. Aðgerðarstjóri hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar sagði að aðstæður á jöklinum hafi verið afar slæmar en ferð vélsleðamanna hafi þó sóst nokkuð vel. Þurftu þeir þó að bíða af sér veðrið í um eina og hálfa klukkustund í skála við Grímsvötn. Við leitina uppgötvaðist að stórt snjóflóð hafði fallið úr Grímsfjalli og líklegt að mennirnir hefðu lent undir því. Eftir að veður hafði lægt var farið til leitar og fundust mennirnir í um kílómetra fjarlægð frá skálanum við Grímsvötn. Þeir höfðu þá grafið sig í fönn.Mennirnir voru vondaufir um björgun á jöklinum.Björgunarfélag HornafjarðarVoruð þið báðir vissir um að ykkur yrði bjargað? „Nei! Við settum samt ferðaáætlun á www.safetravel.is. Við vissum að neyðarboðin myndu skila sér,“ sagði Alpar Katona, fjallgöngumaður. Í snjóflóðinu töpuðu þeir nær öllum búnaði sínum. Eins og gefur að skilja voru þeir afar ánægðir þegar björgunarsveitarmenn fundu þá. „Það var magnað. Við reyndum að sofa en skyndilega heyrði ég fótatak. Þá varð ég vongóður,“ sagði Zoltan Azenasi, fjallgöngumaður. Svo sáum við mennina. Frá þeirri stundu gátum við slakað á,“ sagði Alpar. Aðgerðarstjóri hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar sagði í samtali við fréttastofu í dag að mennirnir tveir hafi brugðist hárrétt við þeim aðstæðum sem þeim voru komnir í. Þeir hafa hug á að halda ferðalagi sínu áfram en ætla bíða með að fara á jökulinn aftur. Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Sjá meira
Ferðamennirnir tveir sem bjargað var ofan af Vatnajökli í nótt voru vondaufir um að þeim yrði bjargað eftir að hafa lent í stóru snjóflóði. Afar slæmt veður var á jöklinum fyrripart nætur og þurftu mennirnir að grafa sig í fönn. Björgunarsveitarmenn komu með ferðamennina tvo til Hornafjarðar um klukkan eitt í dag en þá höfðu þeir verið á ferðinni frá því um klukkan hálf fjögur í nótt eftir að þeir fundust.Um fimmtíu manna björgunarhópur var sendur af stað.Björgunarfélag Hornafjarðar.Mennirnir sendu frá sér neyðarboð um kvöldmatarleitið í gær þar sem þeir voru staddir undir Grímsfjalli. Þeir höfðu verið á fjallinu í um viku tíma og ætlað sér að ganga yfir jökulinn. Þeir höfðu skilið eftir ítarlega ferðaáætlun á vefnum safetravel.is. Um fimmtíu manna björgunarhópur var sendur af stað með undanfara á vélsleðum í broddi fylkingar. Aðgerðarstjóri hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar sagði að aðstæður á jöklinum hafi verið afar slæmar en ferð vélsleðamanna hafi þó sóst nokkuð vel. Þurftu þeir þó að bíða af sér veðrið í um eina og hálfa klukkustund í skála við Grímsvötn. Við leitina uppgötvaðist að stórt snjóflóð hafði fallið úr Grímsfjalli og líklegt að mennirnir hefðu lent undir því. Eftir að veður hafði lægt var farið til leitar og fundust mennirnir í um kílómetra fjarlægð frá skálanum við Grímsvötn. Þeir höfðu þá grafið sig í fönn.Mennirnir voru vondaufir um björgun á jöklinum.Björgunarfélag HornafjarðarVoruð þið báðir vissir um að ykkur yrði bjargað? „Nei! Við settum samt ferðaáætlun á www.safetravel.is. Við vissum að neyðarboðin myndu skila sér,“ sagði Alpar Katona, fjallgöngumaður. Í snjóflóðinu töpuðu þeir nær öllum búnaði sínum. Eins og gefur að skilja voru þeir afar ánægðir þegar björgunarsveitarmenn fundu þá. „Það var magnað. Við reyndum að sofa en skyndilega heyrði ég fótatak. Þá varð ég vongóður,“ sagði Zoltan Azenasi, fjallgöngumaður. Svo sáum við mennina. Frá þeirri stundu gátum við slakað á,“ sagði Alpar. Aðgerðarstjóri hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar sagði í samtali við fréttastofu í dag að mennirnir tveir hafi brugðist hárrétt við þeim aðstæðum sem þeim voru komnir í. Þeir hafa hug á að halda ferðalagi sínu áfram en ætla bíða með að fara á jökulinn aftur.
Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Sjá meira