Menntamálaráðherra ekki sammála grunnskólakennurum um að stórsókn í menntamálum séu orðin tóm Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. maí 2018 19:15 Menntamálaráðherra er ekki sammála forystu grunnskólakennara um að stórsókn í menntamálum séu einungis orðin tóm nema laun verði hækkuð. Ráðherra vinnur að því að laga umgjörð stéttarinnar til að auka nýliðun. Sjöunda aðalfundi Félags grunnskólakennara lauk á föstudag undir stjórn nýs formanns, Þorgerðar Laufeyjar Diðriksdóttur og Hjördísar Albertsdóttur, varaformanns. Grunnskólakennarar hafa verið með lausa kjarasamningar frá 1 desember síðastliðnum en í mars felldu þeir samnings sem undirritaður var við samband íslenskra sveitarfélaga með 70% atkvæða og ekki hefur verið skrifað undir nýjan. Menntamálaráðherra telur það áhyggjuefni en stefnir á að stórbæta umgjörð stéttarinnar. „Auðvitað er það áhyggjuefni en við þurfum líka að huga að, þegar ég tala um að styrkja umgjörðina, þá er ég líka að tala um að það þarf minnka álagið. Eitt af því sem kemur fram í verkefni sem við erum að vinna að og heitir „Menntun fyrir alla“, þar segja kennarar að það þarf að minnka álagið og nú erum við að fara í mikla fundarherferð um allt land, hvernig við getum gert þetta í virku samtali við kennara, kennaraforystuna og Samband íslenskra sveitarfélaga. Þannig að ég held að framvinda þessa verkefnis verði góð,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Á fundi grunnskólakennara kom fram að alvarlegur vandi blasir við grunnskólum landsins þar sem ekki hefur tekist að fylla stöður í grunnskólum sem og að þá hefur nýliðun í stéttinni verið er afar lítil og verði ekkert að gert mun vandinn aukast stórlega á næstu árum. „Ásókn í kennaranám hefur dvínað verulega á síðustu fimm árum en hins vegar var ég að fá afar ánægjulegar tölur frá Háskólanum á Akureyri þar sem aukningin er veruleg á milli ára, um tugi prósenta,“ segir Lilja. Grunnskólakennarar kalla eftir þjóðarsátt um störf sín, hækkun launa og bætt starfskjör til þeirra og skólastjórnenda, því einungis þannig verða skólarnir samkeppnishæfir um vinnuafl og segja að aðsókn í kennaranám muni aukast. Á aðalfundinum kom fram að stórsókn í menntamálum séu einungis orðin tóm nema laun þeirra verði gerð samkeppnishæf launum annarra sérfræðinga með sambærilega menntun, því er menntamálaráðherra ekki sammála. „Ég held að það sé ekki rétt. Það sem við erum að gera er að við erum að fara yfir nýliðunina. Ég er búin að kynna fimm eða sex aðgerðir hvernig við getum brugðist við því og það erum við að gera í mjög góðu samráði við kennaraforystuna, sambandið og fleiri aðila sem eru lykilaðilar varðandi menntamálin,“ segir Lilja. Tengdar fréttir Nýr varaformaður Félags grunnskólakennara kallar eftir þjóðarsátt um hækkun launa Varaformaður Félags grunnskólakennara segir enn fremur áríðandi að ná nýjum kjarasamningi. 19. maí 2018 14:38 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Menntamálaráðherra er ekki sammála forystu grunnskólakennara um að stórsókn í menntamálum séu einungis orðin tóm nema laun verði hækkuð. Ráðherra vinnur að því að laga umgjörð stéttarinnar til að auka nýliðun. Sjöunda aðalfundi Félags grunnskólakennara lauk á föstudag undir stjórn nýs formanns, Þorgerðar Laufeyjar Diðriksdóttur og Hjördísar Albertsdóttur, varaformanns. Grunnskólakennarar hafa verið með lausa kjarasamningar frá 1 desember síðastliðnum en í mars felldu þeir samnings sem undirritaður var við samband íslenskra sveitarfélaga með 70% atkvæða og ekki hefur verið skrifað undir nýjan. Menntamálaráðherra telur það áhyggjuefni en stefnir á að stórbæta umgjörð stéttarinnar. „Auðvitað er það áhyggjuefni en við þurfum líka að huga að, þegar ég tala um að styrkja umgjörðina, þá er ég líka að tala um að það þarf minnka álagið. Eitt af því sem kemur fram í verkefni sem við erum að vinna að og heitir „Menntun fyrir alla“, þar segja kennarar að það þarf að minnka álagið og nú erum við að fara í mikla fundarherferð um allt land, hvernig við getum gert þetta í virku samtali við kennara, kennaraforystuna og Samband íslenskra sveitarfélaga. Þannig að ég held að framvinda þessa verkefnis verði góð,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Á fundi grunnskólakennara kom fram að alvarlegur vandi blasir við grunnskólum landsins þar sem ekki hefur tekist að fylla stöður í grunnskólum sem og að þá hefur nýliðun í stéttinni verið er afar lítil og verði ekkert að gert mun vandinn aukast stórlega á næstu árum. „Ásókn í kennaranám hefur dvínað verulega á síðustu fimm árum en hins vegar var ég að fá afar ánægjulegar tölur frá Háskólanum á Akureyri þar sem aukningin er veruleg á milli ára, um tugi prósenta,“ segir Lilja. Grunnskólakennarar kalla eftir þjóðarsátt um störf sín, hækkun launa og bætt starfskjör til þeirra og skólastjórnenda, því einungis þannig verða skólarnir samkeppnishæfir um vinnuafl og segja að aðsókn í kennaranám muni aukast. Á aðalfundinum kom fram að stórsókn í menntamálum séu einungis orðin tóm nema laun þeirra verði gerð samkeppnishæf launum annarra sérfræðinga með sambærilega menntun, því er menntamálaráðherra ekki sammála. „Ég held að það sé ekki rétt. Það sem við erum að gera er að við erum að fara yfir nýliðunina. Ég er búin að kynna fimm eða sex aðgerðir hvernig við getum brugðist við því og það erum við að gera í mjög góðu samráði við kennaraforystuna, sambandið og fleiri aðila sem eru lykilaðilar varðandi menntamálin,“ segir Lilja.
Tengdar fréttir Nýr varaformaður Félags grunnskólakennara kallar eftir þjóðarsátt um hækkun launa Varaformaður Félags grunnskólakennara segir enn fremur áríðandi að ná nýjum kjarasamningi. 19. maí 2018 14:38 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Nýr varaformaður Félags grunnskólakennara kallar eftir þjóðarsátt um hækkun launa Varaformaður Félags grunnskólakennara segir enn fremur áríðandi að ná nýjum kjarasamningi. 19. maí 2018 14:38