Ástandið á Landspítala alvarlegt vegna ljósmæðradeilunnar að mati heilbrigðisráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 3. maí 2018 21:00 Heilbrigðisráðherra segir ástandið á Landspítalanum nú þegar vera orðið alvarlegt vegna uppsagna ljósmæðra. Brýnt sé að ná víðtækri sátt um leiðréttingu launa kvennastétta og óskandi að niðurstaða fengist fyrir alþjóðlegan dag ljósmæðra á laugardag. Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af stöðu kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í sérstakri umræðu um málið á Alþingi í dag. Þær nytu ekki framhaldsmenntunar sinnar að loknu hjúkrunarnámi, væru á þrískiptum vöktum og brotin væru á þeim lög um hvíldartíma. Tíu vikna kjaradeila þeirra fyrir þremur árum sæti enn í þeim. „Þær unnu vinnuna sína samkvæmt skyldu í því verkfalli en var neitað um laun. Þær fara ekki í verkfall í þetta sinn heldur boða uppsagnir. Þær gera sér ljóst að verkfall er bitlaust verkfæri í þeirra höndum þar sem þeim er gert að tryggja neyðarmönnun,” sagði Guðjón og spurði heilbrigðisráðherra hvort skýringanna á stöðu ljósmæðra væri ef til vill að leita í þeirri staðreynd að um hreina kvennastétt væri að ræða. „Erum við að upplifa það enn hæstvirtur ráðherra og kynsystir ljósmæðra að við séum enn að fá staðfest að sú mismunun sem við horfum upp á sé vegna kerfislægs kynjamisréttis,“ spurði þingmaðurinn. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði brýnt að bæta kjör kvennastétta. Hún hafi beitt sér fyrir samningum við ljósmæður í heimaþjónustu sem heyrðu undir hennar ráðuneyti en fjármálaráðherra færi með samninga við ljósmæður á Landspítalanum. „En hins vegar þá er það mín afstaða að þegar hnúturinn er orðinn svo harður sem raun ber vitni hér þarf að hugsa út fyrir boxið,“ sagði Svandís. Það væri ánægjulegt að þverpólitísk samstaða væri að myndast um leiðréttingu á kjörum stórra kvennastétta og stjórnvöld og verkalýðshreyfing þyrftu að vinna saman að því. En Guðjón beindi því til ráðherra að stuðla að því að hægt verði að fagna nýjum kjarasamningum á alþjóðlegum degi ljósmæðra á laugardag. „Staðan er alvarleg á Landspítalanum nú þegar og verður alvarlegri með hverjum deginum sem líður. það er staðan. Við getum náð niðurstöðu í þessari stöðu og eigum að gera það. Ég mun leggja mitt að mörkum svo það megi verða og það væri auðvitað mér sérstakt gleðiefni ef það gæti orðið á laugardaginn kemur á alþjóðlegum degi ljósmæðra,“ sagði Svandís Svavarsdóttir á Alþingi í dag. Alþingi Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir ástandið á Landspítalanum nú þegar vera orðið alvarlegt vegna uppsagna ljósmæðra. Brýnt sé að ná víðtækri sátt um leiðréttingu launa kvennastétta og óskandi að niðurstaða fengist fyrir alþjóðlegan dag ljósmæðra á laugardag. Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af stöðu kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í sérstakri umræðu um málið á Alþingi í dag. Þær nytu ekki framhaldsmenntunar sinnar að loknu hjúkrunarnámi, væru á þrískiptum vöktum og brotin væru á þeim lög um hvíldartíma. Tíu vikna kjaradeila þeirra fyrir þremur árum sæti enn í þeim. „Þær unnu vinnuna sína samkvæmt skyldu í því verkfalli en var neitað um laun. Þær fara ekki í verkfall í þetta sinn heldur boða uppsagnir. Þær gera sér ljóst að verkfall er bitlaust verkfæri í þeirra höndum þar sem þeim er gert að tryggja neyðarmönnun,” sagði Guðjón og spurði heilbrigðisráðherra hvort skýringanna á stöðu ljósmæðra væri ef til vill að leita í þeirri staðreynd að um hreina kvennastétt væri að ræða. „Erum við að upplifa það enn hæstvirtur ráðherra og kynsystir ljósmæðra að við séum enn að fá staðfest að sú mismunun sem við horfum upp á sé vegna kerfislægs kynjamisréttis,“ spurði þingmaðurinn. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði brýnt að bæta kjör kvennastétta. Hún hafi beitt sér fyrir samningum við ljósmæður í heimaþjónustu sem heyrðu undir hennar ráðuneyti en fjármálaráðherra færi með samninga við ljósmæður á Landspítalanum. „En hins vegar þá er það mín afstaða að þegar hnúturinn er orðinn svo harður sem raun ber vitni hér þarf að hugsa út fyrir boxið,“ sagði Svandís. Það væri ánægjulegt að þverpólitísk samstaða væri að myndast um leiðréttingu á kjörum stórra kvennastétta og stjórnvöld og verkalýðshreyfing þyrftu að vinna saman að því. En Guðjón beindi því til ráðherra að stuðla að því að hægt verði að fagna nýjum kjarasamningum á alþjóðlegum degi ljósmæðra á laugardag. „Staðan er alvarleg á Landspítalanum nú þegar og verður alvarlegri með hverjum deginum sem líður. það er staðan. Við getum náð niðurstöðu í þessari stöðu og eigum að gera það. Ég mun leggja mitt að mörkum svo það megi verða og það væri auðvitað mér sérstakt gleðiefni ef það gæti orðið á laugardaginn kemur á alþjóðlegum degi ljósmæðra,“ sagði Svandís Svavarsdóttir á Alþingi í dag.
Alþingi Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira