Sigmundur Davíð segir Ævar Örn Jósepsson misnota aðstöðu sína Jakob Bjarnar skrifar 4. maí 2018 11:56 Sigmundur Davíð telur einsýnt að Ævar Örn sé að draga taum dóttur sinnar, Þórhildar Sunnu, í fréttaflutningi sínum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sakar Ævar Örn Jósepsson, fréttamann Ríkisútvarpsins, um að misnota aðstöðu sína til að koma á sig og konu sína höggi. „Það er ekki hægt að una því að ríkisfjölmiðillinn sé ítrekað notaður til að vega að eiginkonu minni sem alla tíð hefur lagt sig fram við að standa skil á öllu sínu gagnvart samfélaginu og miklu meira en það,“ segir Sigmundur Davíð í nýlegri Facebookfærslu.Frétt RÚV fer illa í Sigmund Davíð Sigmundur Davíð er þar að vísa til fréttar sem Ævar Örn Jósepsson flutti og fjallar um að Neðri deild breska þingsins ætli að samþykkja löggjöf til höfuðs skattaskjólum. Í fréttinni segir meðal annars: „Um helmingur allra skúffufyrirtækja og aflandsfélaga sem afhjúpuð voru með birtingu Panamaskjalanna voru til að mynda skráð á Bresku Jómfrúreyjum, einkum á eyjunni Tortólu. Þar á meðal var aflandsfélagið Wintris, sem var í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra Íslands.“Þórhildur gengið lengst í meinbægni Sigmundur Davíð segir þetta alrangt, grófar aðdróttanir að eiginkonu sinni og hann þykist vita hvar fiskur liggur undir steini en Ævar Örn er faðir Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur þingmanns Pírata. „Maðurinn sem skrifaði og flutti fréttina er faðir þess þingmanns Pírata sem hefur gengið lengst í meinbægni og því að kasta fram ásökunum og rangfærslum í minn garð og margra annarra samstarfsmanna,“ skrifar Sigmundur Davíð. Víst er að um talsvert alvarlegar ásakanir fyrrum forsætisráðherra á hendur fréttamanni er að ræða, en Sigmundur Davíð starfaði á árum áður hjá Ríkisútvarpinu og ætti þar af leiðandi að vera fullkunnugt um að fréttamenn þar lúta siðareglum í störfum sínum, sem Ævar Örn er, samkvæmt ásökunum Sigmundar Davíðs, að þverbrjóta. Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sakar Ævar Örn Jósepsson, fréttamann Ríkisútvarpsins, um að misnota aðstöðu sína til að koma á sig og konu sína höggi. „Það er ekki hægt að una því að ríkisfjölmiðillinn sé ítrekað notaður til að vega að eiginkonu minni sem alla tíð hefur lagt sig fram við að standa skil á öllu sínu gagnvart samfélaginu og miklu meira en það,“ segir Sigmundur Davíð í nýlegri Facebookfærslu.Frétt RÚV fer illa í Sigmund Davíð Sigmundur Davíð er þar að vísa til fréttar sem Ævar Örn Jósepsson flutti og fjallar um að Neðri deild breska þingsins ætli að samþykkja löggjöf til höfuðs skattaskjólum. Í fréttinni segir meðal annars: „Um helmingur allra skúffufyrirtækja og aflandsfélaga sem afhjúpuð voru með birtingu Panamaskjalanna voru til að mynda skráð á Bresku Jómfrúreyjum, einkum á eyjunni Tortólu. Þar á meðal var aflandsfélagið Wintris, sem var í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra Íslands.“Þórhildur gengið lengst í meinbægni Sigmundur Davíð segir þetta alrangt, grófar aðdróttanir að eiginkonu sinni og hann þykist vita hvar fiskur liggur undir steini en Ævar Örn er faðir Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur þingmanns Pírata. „Maðurinn sem skrifaði og flutti fréttina er faðir þess þingmanns Pírata sem hefur gengið lengst í meinbægni og því að kasta fram ásökunum og rangfærslum í minn garð og margra annarra samstarfsmanna,“ skrifar Sigmundur Davíð. Víst er að um talsvert alvarlegar ásakanir fyrrum forsætisráðherra á hendur fréttamanni er að ræða, en Sigmundur Davíð starfaði á árum áður hjá Ríkisútvarpinu og ætti þar af leiðandi að vera fullkunnugt um að fréttamenn þar lúta siðareglum í störfum sínum, sem Ævar Örn er, samkvæmt ásökunum Sigmundar Davíðs, að þverbrjóta.
Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira