Enski boltinn

Sjáðu mörkin sem Wenger fékk í kveðjugjöf

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arsene Wenger fylgist með sínum mönnum um helgina.
Arsene Wenger fylgist með sínum mönnum um helgina. Vísir/Getty
Næstsíðasta umferðin fór fram í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Manchester City var formlega krýnt Englandsmeistari og Chelsea náði að hleypa spennu í baráattuna um Meistaradeildarsæti.

Chelsea vann 1-0 sigur á Liverpool með marki Olivier Giroud. Sigurinn þýðir að Chelsea á enn möguleika á að ná inn í Meistaradeild Evrópu, annað hvort á kostnað Liverpool eða Tottenham.

Liverpool er sem stendur í þriðja sætinu með 72 stig en Tottenham er stigi á eftir í fjórða sætinu. Chelsea er svo í fimmta sætinu með 69 stig. Tottenham og Chelsea eiga þó bæði leik til góða á Liverpool.

Arsenal á engan möguleika á að komast í Meistaradeildina á næstu leiktíð en félagið lék um helgina sinn síðasta heimaleik undir stjórn Arsene Wenger, sem mun láta af störfum í lok tímabilsins. Wenger fékk frábæra kveðjugjöf, 5-0 sigur á Jóhanni Bergi Guðmundssyni og félögum í Burnley.

Eftir úrslit helgarinnar er þó ljóst að bæði Arsenal og Burnley munu spila í Evrópudeild UEFA á næstu leiktíð.

Stoke er fallið úr deildinni eftir 2-1 tap fyrir Crystal Palace á laugardag. Staða West Brom er slæm en Southampton og Swansea eru líka í mikilli fallhættu.

Öll mörk helgarinnar og samantektir á öllu því helsta sem gerðist í ensku úrvalsdeildinni má sjá hér fyrir neðan.

Chelsea - Liverpool 1-0
Arsenal - Burnley 5-0
Man. City - Huddersfield 0-0
Laugardagsuppgjör
Mörk umferðarinnar
Markvörslur 37. umferðar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×