Vímuefnaneysla unglinga dregist saman en andlegri heilsu þeirra hrakar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. maí 2018 20:00 SIMBI, snemmtæk íhlutun í málefnum barna, var yfirskrift ráðstefnu á vegum velferðarráðuneytisins sem fram fór í dag. Vísir/Sigurjón Mikið hefur dregið úr áfengis- og vímuefnanotkun barna og unglinga undanfarin ár en á sama tíma hefur andlegri heilsu þeirra hrakað. Félagsmálaráðherra telur að gera þurfi róttækar breytingar á barnaverndarlögum. Snemmtæk íhlutun í málefnum barna, eða SIMBI, var yfirskrift ráðstefnu á vegum velferðarráðuneytisins sem fram fór í dag. Ráðstefnan markar upphafið af umfangsmiklu starfi sem framundan er í málefnum barna að sögn Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra. „Það hefur verið mín skoðun frá fyrsta degi þegar ég kom í ráðherrastól að við þyrftum að gera mjög róttækar breytingar í barnaverndarmálum, við þyrftum að breyta barnaverndarkerfinu þannig að við séum að grípa fyrr inn í gagnvart börnum sem að eru í vanda og ég held að það sé að sannast hér í dag að það er gríðarlega mikilvægt að fara í þessa átt og gera þessar breytingar,“ segir Ásmundur. Ragnar Guðgeirson, ráðgjafi hjá Expectus, ásamt hópi sérfræðinga mun vinna að stefnumótun á sviði barnaverndar til ársins 2030. Hópurinn hefur tekið saman tölfræði yfir þróun undanfarinna ára og er ýmislegt sem athygli vekur. Þannig hefur tilkynningum til barnaverndaryfirvalda vegna vanrækslu og ofbeldis fjölgað en áhættuhegðun hefur farið dvínandi. Athygli vekur hve mikill vöxtur hefur orðið í tilkynningum sem tengjast sálrænu- og tilfinningalegu ofbeldi. Slík tilfelli má oft rekja til vímuefnavanda foreldra barnanna að sögn Ragnars. Á sama tíma hefur hlutfall tilkynninga um líkamlegt- og kynferðislegt ofbeldi nær staðið í stað.Ragnar Guðgeirsson, ráðhjafi hjá Expectus.Vísir/Sigurjón„Það sem við erum að sjá núna í nýjustu tölum, er gríðarlegur vöxtur í þunglyndi og kvíða og andlegri heilsu er að hraka hjá unglingum og það er kannski það sem að er sú breyta sem að við þurfum að horfa til í stefnumótun til næstu 10 ára,“ segir Ragnar. Sérstaklega á þetta við meðal stúlkna. Samkvæmt tölum fyrir árið 2016 telja 74% stráka á framhaldsskólaaldri sig vera við mjög góða eða góða andlega heilsu, en aðeins 57% stúlkna. Þá höfðu 45% stúlkna hugleitt að skaða sjálfa sig og 28% höfðu gert tilraun til þess. Þá höfðu 24% stráka íhugað sjálfsskaða og 11% valdið sér skaða. Undanfarna tvo áratugi hefur þróun vímuefnaneyslu unglinga þó verið í átt til betri vegar, eða svo virðist að minnsta kosti vera. „Það eru ekki til góðar mælingar, ekki svo okkur sé kunnugt um, um eiturlyfjanotkun í þessum harðari efnum. En það er samdóma álit engu að síður sérfræðinganna sem eru að vinna með mér í þessu að þessi hópur hafi minnkað en hann sé að búa við harðari heim,“ segir Ragnar. Hópurinn skilar niðurstöðum vinnu sinnar í haust og í framhaldinu verður metið hvaða breytingar þurfi að gera og þær bornar undir Alþingi að sögn ráðherra. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Mikið hefur dregið úr áfengis- og vímuefnanotkun barna og unglinga undanfarin ár en á sama tíma hefur andlegri heilsu þeirra hrakað. Félagsmálaráðherra telur að gera þurfi róttækar breytingar á barnaverndarlögum. Snemmtæk íhlutun í málefnum barna, eða SIMBI, var yfirskrift ráðstefnu á vegum velferðarráðuneytisins sem fram fór í dag. Ráðstefnan markar upphafið af umfangsmiklu starfi sem framundan er í málefnum barna að sögn Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra. „Það hefur verið mín skoðun frá fyrsta degi þegar ég kom í ráðherrastól að við þyrftum að gera mjög róttækar breytingar í barnaverndarmálum, við þyrftum að breyta barnaverndarkerfinu þannig að við séum að grípa fyrr inn í gagnvart börnum sem að eru í vanda og ég held að það sé að sannast hér í dag að það er gríðarlega mikilvægt að fara í þessa átt og gera þessar breytingar,“ segir Ásmundur. Ragnar Guðgeirson, ráðgjafi hjá Expectus, ásamt hópi sérfræðinga mun vinna að stefnumótun á sviði barnaverndar til ársins 2030. Hópurinn hefur tekið saman tölfræði yfir þróun undanfarinna ára og er ýmislegt sem athygli vekur. Þannig hefur tilkynningum til barnaverndaryfirvalda vegna vanrækslu og ofbeldis fjölgað en áhættuhegðun hefur farið dvínandi. Athygli vekur hve mikill vöxtur hefur orðið í tilkynningum sem tengjast sálrænu- og tilfinningalegu ofbeldi. Slík tilfelli má oft rekja til vímuefnavanda foreldra barnanna að sögn Ragnars. Á sama tíma hefur hlutfall tilkynninga um líkamlegt- og kynferðislegt ofbeldi nær staðið í stað.Ragnar Guðgeirsson, ráðhjafi hjá Expectus.Vísir/Sigurjón„Það sem við erum að sjá núna í nýjustu tölum, er gríðarlegur vöxtur í þunglyndi og kvíða og andlegri heilsu er að hraka hjá unglingum og það er kannski það sem að er sú breyta sem að við þurfum að horfa til í stefnumótun til næstu 10 ára,“ segir Ragnar. Sérstaklega á þetta við meðal stúlkna. Samkvæmt tölum fyrir árið 2016 telja 74% stráka á framhaldsskólaaldri sig vera við mjög góða eða góða andlega heilsu, en aðeins 57% stúlkna. Þá höfðu 45% stúlkna hugleitt að skaða sjálfa sig og 28% höfðu gert tilraun til þess. Þá höfðu 24% stráka íhugað sjálfsskaða og 11% valdið sér skaða. Undanfarna tvo áratugi hefur þróun vímuefnaneyslu unglinga þó verið í átt til betri vegar, eða svo virðist að minnsta kosti vera. „Það eru ekki til góðar mælingar, ekki svo okkur sé kunnugt um, um eiturlyfjanotkun í þessum harðari efnum. En það er samdóma álit engu að síður sérfræðinganna sem eru að vinna með mér í þessu að þessi hópur hafi minnkað en hann sé að búa við harðari heim,“ segir Ragnar. Hópurinn skilar niðurstöðum vinnu sinnar í haust og í framhaldinu verður metið hvaða breytingar þurfi að gera og þær bornar undir Alþingi að sögn ráðherra.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira