Tveir haft samband við Persónuvernd vegna gagnaleka sveitarfélaga Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. apríl 2018 19:57 Tveir hafa haft samband við Persónuvernd í dag vegna gagnaleka þriggja sveitarfélaga sem birtu viðkvæmar upplýsingar á heimasíðum sínum. Persónuvernd kannar nú stærð og umfang gagnalekans. Fleiri sveitarfélög hafa í dag lokað fyrir aðgengi að bókhaldi sínu á heimasíðum bæjarfélaganna, en þau höfðu opnað fyrir upplýsingarnar til að auka gagnsæi í rekstri sínum. Þar má nefna Akureyrarbæ og Hafnarfjörð. Fyrir liggur að viðkvæm persónugreinanleg gögn hafi ekki birst á heimasíðum þessara sveitarfélaga heldur var lokunin gerð í öryggisskyni. Gagnaleki Seltjarnarnesbæjar, Garðabæjar og Akraneskaupstaðar var tekinn fyrir hjá Persónuvernd í dag sem kallaði eftir upplýsingum um málið og metur nú stærð og umfang hans. Í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar í gær er farið yfir feril gagnalekans en þar segir sviðstjóri ráðgjafasviðs KPMG sem aðstoðaði sveitarfélögin við að birta bókhald bæjarins í gegnum hugbúnað frá Microsoft að; “Möguleikinn til að skoða þessi viðkvæmu gögn hafi ekki verið augljós almennum notendum og hafi krafist tæknilegrar þekkingar til að virkja. Þannig hafi þessar viðkvæmu upplýsingar ekki verið auðveldlega aðgengilegar,” Þessari fullyrðingu hafnar fréttastofan því tölvuþekking þess sem hér skrifar er ekki meiri en almennt þykir. Það eina sem var gert var að fara yfir upplýsingarnar með músinni og hægri smellt. Ekki er ólíklegt að sveitarfélögin hafi skapað sér skaðabótaskyldu með birtingu gagnanna en brot lögum um persónuvernd geta varðað fésektum og alltaf þriggja ára fangelsi. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar sagði í samtali við fréttastofu nú síðdegis að tveir hafi leitað til stofnunarinnar í dag til þess að fá leiðbeiningar eða upplýsingar um hvort nöfn þeirra hefðu orðið undir í gagnalekanum. Gögnin sem fréttastofa skoðaði um helgina varða hins vegna tugi ef ekki hundruð einstaklinga. Tengdar fréttir Viðkvæmar upplýsingar birtar á heimasíðum sveitarfélaga Þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. 28. apríl 2018 19:23 Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Tveir hafa haft samband við Persónuvernd í dag vegna gagnaleka þriggja sveitarfélaga sem birtu viðkvæmar upplýsingar á heimasíðum sínum. Persónuvernd kannar nú stærð og umfang gagnalekans. Fleiri sveitarfélög hafa í dag lokað fyrir aðgengi að bókhaldi sínu á heimasíðum bæjarfélaganna, en þau höfðu opnað fyrir upplýsingarnar til að auka gagnsæi í rekstri sínum. Þar má nefna Akureyrarbæ og Hafnarfjörð. Fyrir liggur að viðkvæm persónugreinanleg gögn hafi ekki birst á heimasíðum þessara sveitarfélaga heldur var lokunin gerð í öryggisskyni. Gagnaleki Seltjarnarnesbæjar, Garðabæjar og Akraneskaupstaðar var tekinn fyrir hjá Persónuvernd í dag sem kallaði eftir upplýsingum um málið og metur nú stærð og umfang hans. Í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar í gær er farið yfir feril gagnalekans en þar segir sviðstjóri ráðgjafasviðs KPMG sem aðstoðaði sveitarfélögin við að birta bókhald bæjarins í gegnum hugbúnað frá Microsoft að; “Möguleikinn til að skoða þessi viðkvæmu gögn hafi ekki verið augljós almennum notendum og hafi krafist tæknilegrar þekkingar til að virkja. Þannig hafi þessar viðkvæmu upplýsingar ekki verið auðveldlega aðgengilegar,” Þessari fullyrðingu hafnar fréttastofan því tölvuþekking þess sem hér skrifar er ekki meiri en almennt þykir. Það eina sem var gert var að fara yfir upplýsingarnar með músinni og hægri smellt. Ekki er ólíklegt að sveitarfélögin hafi skapað sér skaðabótaskyldu með birtingu gagnanna en brot lögum um persónuvernd geta varðað fésektum og alltaf þriggja ára fangelsi. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar sagði í samtali við fréttastofu nú síðdegis að tveir hafi leitað til stofnunarinnar í dag til þess að fá leiðbeiningar eða upplýsingar um hvort nöfn þeirra hefðu orðið undir í gagnalekanum. Gögnin sem fréttastofa skoðaði um helgina varða hins vegna tugi ef ekki hundruð einstaklinga.
Tengdar fréttir Viðkvæmar upplýsingar birtar á heimasíðum sveitarfélaga Þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. 28. apríl 2018 19:23 Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Viðkvæmar upplýsingar birtar á heimasíðum sveitarfélaga Þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. 28. apríl 2018 19:23
Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44