Tveir haft samband við Persónuvernd vegna gagnaleka sveitarfélaga Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. apríl 2018 19:57 Tveir hafa haft samband við Persónuvernd í dag vegna gagnaleka þriggja sveitarfélaga sem birtu viðkvæmar upplýsingar á heimasíðum sínum. Persónuvernd kannar nú stærð og umfang gagnalekans. Fleiri sveitarfélög hafa í dag lokað fyrir aðgengi að bókhaldi sínu á heimasíðum bæjarfélaganna, en þau höfðu opnað fyrir upplýsingarnar til að auka gagnsæi í rekstri sínum. Þar má nefna Akureyrarbæ og Hafnarfjörð. Fyrir liggur að viðkvæm persónugreinanleg gögn hafi ekki birst á heimasíðum þessara sveitarfélaga heldur var lokunin gerð í öryggisskyni. Gagnaleki Seltjarnarnesbæjar, Garðabæjar og Akraneskaupstaðar var tekinn fyrir hjá Persónuvernd í dag sem kallaði eftir upplýsingum um málið og metur nú stærð og umfang hans. Í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar í gær er farið yfir feril gagnalekans en þar segir sviðstjóri ráðgjafasviðs KPMG sem aðstoðaði sveitarfélögin við að birta bókhald bæjarins í gegnum hugbúnað frá Microsoft að; “Möguleikinn til að skoða þessi viðkvæmu gögn hafi ekki verið augljós almennum notendum og hafi krafist tæknilegrar þekkingar til að virkja. Þannig hafi þessar viðkvæmu upplýsingar ekki verið auðveldlega aðgengilegar,” Þessari fullyrðingu hafnar fréttastofan því tölvuþekking þess sem hér skrifar er ekki meiri en almennt þykir. Það eina sem var gert var að fara yfir upplýsingarnar með músinni og hægri smellt. Ekki er ólíklegt að sveitarfélögin hafi skapað sér skaðabótaskyldu með birtingu gagnanna en brot lögum um persónuvernd geta varðað fésektum og alltaf þriggja ára fangelsi. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar sagði í samtali við fréttastofu nú síðdegis að tveir hafi leitað til stofnunarinnar í dag til þess að fá leiðbeiningar eða upplýsingar um hvort nöfn þeirra hefðu orðið undir í gagnalekanum. Gögnin sem fréttastofa skoðaði um helgina varða hins vegna tugi ef ekki hundruð einstaklinga. Tengdar fréttir Viðkvæmar upplýsingar birtar á heimasíðum sveitarfélaga Þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. 28. apríl 2018 19:23 Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Tveir hafa haft samband við Persónuvernd í dag vegna gagnaleka þriggja sveitarfélaga sem birtu viðkvæmar upplýsingar á heimasíðum sínum. Persónuvernd kannar nú stærð og umfang gagnalekans. Fleiri sveitarfélög hafa í dag lokað fyrir aðgengi að bókhaldi sínu á heimasíðum bæjarfélaganna, en þau höfðu opnað fyrir upplýsingarnar til að auka gagnsæi í rekstri sínum. Þar má nefna Akureyrarbæ og Hafnarfjörð. Fyrir liggur að viðkvæm persónugreinanleg gögn hafi ekki birst á heimasíðum þessara sveitarfélaga heldur var lokunin gerð í öryggisskyni. Gagnaleki Seltjarnarnesbæjar, Garðabæjar og Akraneskaupstaðar var tekinn fyrir hjá Persónuvernd í dag sem kallaði eftir upplýsingum um málið og metur nú stærð og umfang hans. Í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar í gær er farið yfir feril gagnalekans en þar segir sviðstjóri ráðgjafasviðs KPMG sem aðstoðaði sveitarfélögin við að birta bókhald bæjarins í gegnum hugbúnað frá Microsoft að; “Möguleikinn til að skoða þessi viðkvæmu gögn hafi ekki verið augljós almennum notendum og hafi krafist tæknilegrar þekkingar til að virkja. Þannig hafi þessar viðkvæmu upplýsingar ekki verið auðveldlega aðgengilegar,” Þessari fullyrðingu hafnar fréttastofan því tölvuþekking þess sem hér skrifar er ekki meiri en almennt þykir. Það eina sem var gert var að fara yfir upplýsingarnar með músinni og hægri smellt. Ekki er ólíklegt að sveitarfélögin hafi skapað sér skaðabótaskyldu með birtingu gagnanna en brot lögum um persónuvernd geta varðað fésektum og alltaf þriggja ára fangelsi. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar sagði í samtali við fréttastofu nú síðdegis að tveir hafi leitað til stofnunarinnar í dag til þess að fá leiðbeiningar eða upplýsingar um hvort nöfn þeirra hefðu orðið undir í gagnalekanum. Gögnin sem fréttastofa skoðaði um helgina varða hins vegna tugi ef ekki hundruð einstaklinga.
Tengdar fréttir Viðkvæmar upplýsingar birtar á heimasíðum sveitarfélaga Þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. 28. apríl 2018 19:23 Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Viðkvæmar upplýsingar birtar á heimasíðum sveitarfélaga Þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. 28. apríl 2018 19:23
Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44