Þingmaður segir aðskilnaðarstefnu hjóna innbyggða í bótakerfið Heimir Már Pétursson skrifar 26. apríl 2018 14:14 Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins vakti athygli á því í morgun að bætur eldri borgara og öryrkja færu eftir hjúskaparstöðu þeirra. Þingmaður Flokks fólksins segir lífeyriskerfi almannatrygginga fela í sér aðskilnaðarstefnu þar sem bætur eldri borgara og öryrkja skerðist um tugi þúsunda gangi þau í hjónaband. Forsætisráðherra segir nefnd að störfum sem fara eigi yfir allt bótakerfið og vonar að nefndin vinni hratt. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins vakti athygli á því í morgun að bætur eldri borgara og öryrkja færu eftir hjúskaparstöðu þeirra. „Það er aðskilnaðarstefna í boði ríkisins í gangi. Það er stefna stjórnvalda að skilja að veikt fólk, eldri borgara þessa lands. Hún fer fram á þann hátt að ef þessir einstaklingar ætla að ganga í hjónaband eða búa saman missa þau sextíu þúsund krónur á mánuði fyrir einstaklinginn. Hundrað og tuttugu þúsund samtals,“ sagði Guðmundur Ingi. Þá væru bætur skertar enn frekar ef lífeyrisþegi byggi með öðrum eins og fötluðu barni. Með þessu væri verið að skattleggja þetta fólk aukalega um 20 prósent. Dró þingmaðurinn í efa að þessi framkvæmd stæðist mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og stjórnarskrána. „Og ég spyr forsætisráðherra, ætlar hún að gera eitthvað í þessu strax? Finnst henni eðlilegt að taka einn hóp út og skerða hann á þennan hátt,“ spurði Guðmundur Ingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra rifjaði upp að breytingar hafi verið gerðar á almannatryggingakerfinu árið 2016 og þá hafi verið deilt um að þeir sem byggju einir fengju meiri bætur en þeir sem væru í sambúð með þeim rökum að þeir þyrftu frekar á því að halda. Öryrkjabandalagið hafi sagt sig frá vinnu um þessi mál á lokametrunum árið 2016 en fulltrúar eldri borgara ekki. Nú vilji eldri borgarar skoða hvernig þessi breyting hafi komið út fyrir tekjulægri einstaklinga. „Það varð ósætti um niðurstöður í málefnum lífeyrisþega. Nú eru menn sestir aftur við borðið og ég bind miklar vonir við að við getum saman komið okkur, stjórnmálin og fulltrúar örorkulífeyrisþega ÖBÍ og Þroskahjálp, um ásættanlegar breytingar á kerfinu til hagsbóta fyrir örorkulífeyrisþega,“ segir Katrín. Guðmundur Ingi tali óþarfa að setja málið aftur í nefnd, aðeins þyrfti vilja til breytinga. Katrín sagði hins vegar nauðsynlegt að skoða málið í nefnd þar sem ekki hafi verið samstaða við gerð laganna árið 2016. „Nú er búið að skipa hópinn. Það er verið að boða fyrsta fundinn. Ég legg áherslu á að sá hópur vinni hratt af því að þetta er mál sem á ekki að bíða. En við eigum að sjálfsögðu að ná einhverri niðurstöðu um það hvernig kerfið sjálft lítur út. Ég trúi ekki öðru en allir háttvirtir þingmenn séu sammála um það. Ég veit að háttvirtur þingmaður situr sjálfur í nefndinni sem fulltrúi þingsins og ég bara treysti á ykkur í þessum hóp; að þið muni ýta þessum málum hratt og örugglega áfram,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Þingmaður Flokks fólksins segir lífeyriskerfi almannatrygginga fela í sér aðskilnaðarstefnu þar sem bætur eldri borgara og öryrkja skerðist um tugi þúsunda gangi þau í hjónaband. Forsætisráðherra segir nefnd að störfum sem fara eigi yfir allt bótakerfið og vonar að nefndin vinni hratt. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins vakti athygli á því í morgun að bætur eldri borgara og öryrkja færu eftir hjúskaparstöðu þeirra. „Það er aðskilnaðarstefna í boði ríkisins í gangi. Það er stefna stjórnvalda að skilja að veikt fólk, eldri borgara þessa lands. Hún fer fram á þann hátt að ef þessir einstaklingar ætla að ganga í hjónaband eða búa saman missa þau sextíu þúsund krónur á mánuði fyrir einstaklinginn. Hundrað og tuttugu þúsund samtals,“ sagði Guðmundur Ingi. Þá væru bætur skertar enn frekar ef lífeyrisþegi byggi með öðrum eins og fötluðu barni. Með þessu væri verið að skattleggja þetta fólk aukalega um 20 prósent. Dró þingmaðurinn í efa að þessi framkvæmd stæðist mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og stjórnarskrána. „Og ég spyr forsætisráðherra, ætlar hún að gera eitthvað í þessu strax? Finnst henni eðlilegt að taka einn hóp út og skerða hann á þennan hátt,“ spurði Guðmundur Ingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra rifjaði upp að breytingar hafi verið gerðar á almannatryggingakerfinu árið 2016 og þá hafi verið deilt um að þeir sem byggju einir fengju meiri bætur en þeir sem væru í sambúð með þeim rökum að þeir þyrftu frekar á því að halda. Öryrkjabandalagið hafi sagt sig frá vinnu um þessi mál á lokametrunum árið 2016 en fulltrúar eldri borgara ekki. Nú vilji eldri borgarar skoða hvernig þessi breyting hafi komið út fyrir tekjulægri einstaklinga. „Það varð ósætti um niðurstöður í málefnum lífeyrisþega. Nú eru menn sestir aftur við borðið og ég bind miklar vonir við að við getum saman komið okkur, stjórnmálin og fulltrúar örorkulífeyrisþega ÖBÍ og Þroskahjálp, um ásættanlegar breytingar á kerfinu til hagsbóta fyrir örorkulífeyrisþega,“ segir Katrín. Guðmundur Ingi tali óþarfa að setja málið aftur í nefnd, aðeins þyrfti vilja til breytinga. Katrín sagði hins vegar nauðsynlegt að skoða málið í nefnd þar sem ekki hafi verið samstaða við gerð laganna árið 2016. „Nú er búið að skipa hópinn. Það er verið að boða fyrsta fundinn. Ég legg áherslu á að sá hópur vinni hratt af því að þetta er mál sem á ekki að bíða. En við eigum að sjálfsögðu að ná einhverri niðurstöðu um það hvernig kerfið sjálft lítur út. Ég trúi ekki öðru en allir háttvirtir þingmenn séu sammála um það. Ég veit að háttvirtur þingmaður situr sjálfur í nefndinni sem fulltrúi þingsins og ég bara treysti á ykkur í þessum hóp; að þið muni ýta þessum málum hratt og örugglega áfram,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira