Sængurkonur gætu þurft að liggja á setustofum spítalans Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. apríl 2018 19:05 Sængurkonur og nýburar sem útskrifuðust af Landspítalanum í þessari viku hafa þurft að koma í endurinnlögn til að fá þjónustu sem annars hefði verið hægt að veita í heimaþjónustu. Þá er fyrirséð að sængurkonur gætu þurft að liggja á göngum og setustofum spítalans þar sem deildin er að fyllast. Viðbragðsáætlun Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna skertrar þjónustu við sængurkonur og nýbura var virkjuð í morgun. Ljósmæður sem sinnt hafa heimaþjónustu samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands lögðu niður störf á mánudaginn þar sem samningur hefur ekki verið endurnýjaður. Þetta hefur skapað mikinn vanda á Landspítalanum að sögn Sigríðar Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar, en hún segir það að hafa viðbragðsáætlun virka ekki duga til lengdar. „Miðað við þær konur sem eru í fæðingu, að deildin á eftir að fyllast á næstu klukkustundum og þá væntanlega sjáum við yfirlagnir á deildinni, gangalagnir,“ segir Sigríður. Það er nokkuð sem ekki hefur sést áður á mæðra- og sængurkvennadeild að sögn Sigríðar. „Það þýðir að við erum með fleiri konur inni liggjandi, og börn inni á deildinni heldur en að eru rými fyrir þannig að við þurfum væntanlega að nota setustofur og önnur rými til þess að tryggja þeim pláss.“ Kveðst hún þó vona að ekki komi til þessa, en eins og staðan var þegar fréttastofa ræddi við Sigríði síðdegis, sé það líklegra en ekki. „En hins vegar náttúrlega er líka að gerast það sem að við höfðum séð fyrir að það er hluti kvennanna og barnanna sem að ekki er hægt að útskrifa vegna þess að heimaþjónustan er ekki til staðar,“ segir Sigríður. Þá hefur nokkuð borið á því að konur sem hafi verið útskrifaðar hafi þurft að snúa aftur til að þiggja þjónustu sem annars hefði verið hægt að sinna í heimahúsum. Þess má geta að fundur stendur nú yfir milli fulltrúa ljósmæðra í heimaþjónustu og Sjúkratrygginga Íslands vegna málsins. Tengdar fréttir Ljósmæður á Akureyri ætla ekki að taka aukavaktir fyrr en samningar nást Enn hefur ekki náðst að semja í kjaradeilu ljósmæðra. 26. apríl 2018 23:30 Áætlun vegna ljósmæðradeilu Landspítalinn hefur virkjað sérstaka viðbragðsáætlun vegna ljósmæðra sem nú sinna ekki heimaþjónustu við konur og nýbura vegna kjaradeilu við ríkið. 27. apríl 2018 06:00 Kjarasamningur við ljósmæður ekki í sjónmáli: Viðbragðsáætlun virkjuð á morgun Fjöldi fólks mætti fyrir utan húsakynni ríkissáttasemjara í morgun til að sýna ljósmæðrum stuðning í verki. Fundurinn leiddi ekki til niðurstöðu og er því enn ósamið í kjaradeilunni. 26. apríl 2018 19:43 Ljósmæður höfnuðu samningsdrögum Samningsdrög sem unnin voru af fulltrúum ljósmæðra og Sjúkratryggingafélags Íslands eru "algjörlega óásættanleg“ að mati ljósmæðra. 26. apríl 2018 04:59 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Borgin firraði sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Sængurkonur og nýburar sem útskrifuðust af Landspítalanum í þessari viku hafa þurft að koma í endurinnlögn til að fá þjónustu sem annars hefði verið hægt að veita í heimaþjónustu. Þá er fyrirséð að sængurkonur gætu þurft að liggja á göngum og setustofum spítalans þar sem deildin er að fyllast. Viðbragðsáætlun Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna skertrar þjónustu við sængurkonur og nýbura var virkjuð í morgun. Ljósmæður sem sinnt hafa heimaþjónustu samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands lögðu niður störf á mánudaginn þar sem samningur hefur ekki verið endurnýjaður. Þetta hefur skapað mikinn vanda á Landspítalanum að sögn Sigríðar Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar, en hún segir það að hafa viðbragðsáætlun virka ekki duga til lengdar. „Miðað við þær konur sem eru í fæðingu, að deildin á eftir að fyllast á næstu klukkustundum og þá væntanlega sjáum við yfirlagnir á deildinni, gangalagnir,“ segir Sigríður. Það er nokkuð sem ekki hefur sést áður á mæðra- og sængurkvennadeild að sögn Sigríðar. „Það þýðir að við erum með fleiri konur inni liggjandi, og börn inni á deildinni heldur en að eru rými fyrir þannig að við þurfum væntanlega að nota setustofur og önnur rými til þess að tryggja þeim pláss.“ Kveðst hún þó vona að ekki komi til þessa, en eins og staðan var þegar fréttastofa ræddi við Sigríði síðdegis, sé það líklegra en ekki. „En hins vegar náttúrlega er líka að gerast það sem að við höfðum séð fyrir að það er hluti kvennanna og barnanna sem að ekki er hægt að útskrifa vegna þess að heimaþjónustan er ekki til staðar,“ segir Sigríður. Þá hefur nokkuð borið á því að konur sem hafi verið útskrifaðar hafi þurft að snúa aftur til að þiggja þjónustu sem annars hefði verið hægt að sinna í heimahúsum. Þess má geta að fundur stendur nú yfir milli fulltrúa ljósmæðra í heimaþjónustu og Sjúkratrygginga Íslands vegna málsins.
Tengdar fréttir Ljósmæður á Akureyri ætla ekki að taka aukavaktir fyrr en samningar nást Enn hefur ekki náðst að semja í kjaradeilu ljósmæðra. 26. apríl 2018 23:30 Áætlun vegna ljósmæðradeilu Landspítalinn hefur virkjað sérstaka viðbragðsáætlun vegna ljósmæðra sem nú sinna ekki heimaþjónustu við konur og nýbura vegna kjaradeilu við ríkið. 27. apríl 2018 06:00 Kjarasamningur við ljósmæður ekki í sjónmáli: Viðbragðsáætlun virkjuð á morgun Fjöldi fólks mætti fyrir utan húsakynni ríkissáttasemjara í morgun til að sýna ljósmæðrum stuðning í verki. Fundurinn leiddi ekki til niðurstöðu og er því enn ósamið í kjaradeilunni. 26. apríl 2018 19:43 Ljósmæður höfnuðu samningsdrögum Samningsdrög sem unnin voru af fulltrúum ljósmæðra og Sjúkratryggingafélags Íslands eru "algjörlega óásættanleg“ að mati ljósmæðra. 26. apríl 2018 04:59 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Borgin firraði sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Ljósmæður á Akureyri ætla ekki að taka aukavaktir fyrr en samningar nást Enn hefur ekki náðst að semja í kjaradeilu ljósmæðra. 26. apríl 2018 23:30
Áætlun vegna ljósmæðradeilu Landspítalinn hefur virkjað sérstaka viðbragðsáætlun vegna ljósmæðra sem nú sinna ekki heimaþjónustu við konur og nýbura vegna kjaradeilu við ríkið. 27. apríl 2018 06:00
Kjarasamningur við ljósmæður ekki í sjónmáli: Viðbragðsáætlun virkjuð á morgun Fjöldi fólks mætti fyrir utan húsakynni ríkissáttasemjara í morgun til að sýna ljósmæðrum stuðning í verki. Fundurinn leiddi ekki til niðurstöðu og er því enn ósamið í kjaradeilunni. 26. apríl 2018 19:43
Ljósmæður höfnuðu samningsdrögum Samningsdrög sem unnin voru af fulltrúum ljósmæðra og Sjúkratryggingafélags Íslands eru "algjörlega óásættanleg“ að mati ljósmæðra. 26. apríl 2018 04:59