Ljósmæður búnar að semja við Sjúkratryggingar Íslands Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 27. apríl 2018 20:10 Arney Þórarinsdóttir og Bergrún Svava Jónsdóttir ljósmæður Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Sjálfstætt starfandi ljósmæður sem starfa við heimaþjónustu hafa skrifað undir nýjan samning við Sjúkratryggingar Íslands. Fundurinn var boðaður með skömmum fyrirvara og lauk nú um klukkan átta í kvöld. „Það kom fram að ráðherra veitti aukna heimild í þennan málaflokk og það var hægt að hækka greiðslur til ljósmæðra án þess að skerða faglega þjónustu,“ sagði Bergrún Svava Jónsdóttir í samtali við fréttastofu eftir fundinn. Hún sagði að þessi samningur sé frábrugðinn þeim sem ljósmæður höfnuðu í gær, hvað faglega þáttinn varðar. „Við náum að halda inni fjölda vitjana og tímalengd vitjana þannig að við teljum okkur geta veitt áfram eins góða þjónustu og við höfum verið að veita en fá örlitla hækkun líka.“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans sagði í dag að hann legði þunga áherslu á að samningar myndu nást sem allra fyrst. „Þjónusta ljósmæðra við fjölskyldur í heimahúsum er afar mikilvægur þáttur í viðkvæmri þjónustukeðju sem nú hefur verið rofin. Við höfum við þessar aðstæður hafið samstarf við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um breytta en skerta þjónustu við þennan hóp. Það er ekki ásættanlegt, hvorki til lengri né skemmri tíma. Semjið!“ Bergrún fagnar því að ljósmæður hafi getað staðið vörð um þessa þjónustu. Fulltrúi frá Sjúkratryggingum Íslands er nú á fundi í ráðuneytinu þar sem samningurinn verður undirritaður. Munu ljósmæðurnar þá hefja störf á ný við heimaþjónustuna. „Hann kemur til með að taka gildi strax við undirritun. Ljósmæður fara að öllum líkindum að taka að sér heimaþjónustu strax í kvöld eða á morgun. Þannig að það verður hægt að útskrifa konur af sængurkvennadeildinni,“ segir Bergrún. Viðbragðsáætlun Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna skertrar þjónustu við sængurkonur og nýbura var virkjuð í morgun. Sængurkonur og nýburar sem útskrifuðust af Landspítalanum í þessari viku hafa þurft að koma í endurinnlögn til að fá þjónustu sem annars hefði verið hægt að veita í heimaþjónustu eins og kom fram á Vísi fyrr í kvöld. Þá var fyrirséð að sængurkonur gætu þurft að liggja á göngum og setustofum spítalans þar sem deildin var að fyllast. Tengdar fréttir Sýna ljósmæðrum stuðning með bumbunum Hópur nýbakaðra og verðandi foreldra segist óttasleginn vegna þeirra stöðu sem komin er upp í kjarabaráttu ljósmæðra. 27. apríl 2018 11:33 Forstjóri Landspítalans með skýr skilaboð: "Semjið!“ Páll Matthíasson segir þjónustu ljósmæðra við fjölskyldur í heimahúsum afar mikilvæga. 27. apríl 2018 17:35 Sængurkonur gætu þurft að liggja á setustofum spítalans Sængurkonur og nýburar sem útskrifuðust af Landspítalanum í þessari viku hafa þurft að koma í endurinnlögn til að fá þjónustu sem annars hefði verið hægt að veita í heimaþjónustu. 27. apríl 2018 19:05 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Framsóknarmenn velja sér ritara Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Sjá meira
Sjálfstætt starfandi ljósmæður sem starfa við heimaþjónustu hafa skrifað undir nýjan samning við Sjúkratryggingar Íslands. Fundurinn var boðaður með skömmum fyrirvara og lauk nú um klukkan átta í kvöld. „Það kom fram að ráðherra veitti aukna heimild í þennan málaflokk og það var hægt að hækka greiðslur til ljósmæðra án þess að skerða faglega þjónustu,“ sagði Bergrún Svava Jónsdóttir í samtali við fréttastofu eftir fundinn. Hún sagði að þessi samningur sé frábrugðinn þeim sem ljósmæður höfnuðu í gær, hvað faglega þáttinn varðar. „Við náum að halda inni fjölda vitjana og tímalengd vitjana þannig að við teljum okkur geta veitt áfram eins góða þjónustu og við höfum verið að veita en fá örlitla hækkun líka.“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans sagði í dag að hann legði þunga áherslu á að samningar myndu nást sem allra fyrst. „Þjónusta ljósmæðra við fjölskyldur í heimahúsum er afar mikilvægur þáttur í viðkvæmri þjónustukeðju sem nú hefur verið rofin. Við höfum við þessar aðstæður hafið samstarf við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um breytta en skerta þjónustu við þennan hóp. Það er ekki ásættanlegt, hvorki til lengri né skemmri tíma. Semjið!“ Bergrún fagnar því að ljósmæður hafi getað staðið vörð um þessa þjónustu. Fulltrúi frá Sjúkratryggingum Íslands er nú á fundi í ráðuneytinu þar sem samningurinn verður undirritaður. Munu ljósmæðurnar þá hefja störf á ný við heimaþjónustuna. „Hann kemur til með að taka gildi strax við undirritun. Ljósmæður fara að öllum líkindum að taka að sér heimaþjónustu strax í kvöld eða á morgun. Þannig að það verður hægt að útskrifa konur af sængurkvennadeildinni,“ segir Bergrún. Viðbragðsáætlun Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna skertrar þjónustu við sængurkonur og nýbura var virkjuð í morgun. Sængurkonur og nýburar sem útskrifuðust af Landspítalanum í þessari viku hafa þurft að koma í endurinnlögn til að fá þjónustu sem annars hefði verið hægt að veita í heimaþjónustu eins og kom fram á Vísi fyrr í kvöld. Þá var fyrirséð að sængurkonur gætu þurft að liggja á göngum og setustofum spítalans þar sem deildin var að fyllast.
Tengdar fréttir Sýna ljósmæðrum stuðning með bumbunum Hópur nýbakaðra og verðandi foreldra segist óttasleginn vegna þeirra stöðu sem komin er upp í kjarabaráttu ljósmæðra. 27. apríl 2018 11:33 Forstjóri Landspítalans með skýr skilaboð: "Semjið!“ Páll Matthíasson segir þjónustu ljósmæðra við fjölskyldur í heimahúsum afar mikilvæga. 27. apríl 2018 17:35 Sængurkonur gætu þurft að liggja á setustofum spítalans Sængurkonur og nýburar sem útskrifuðust af Landspítalanum í þessari viku hafa þurft að koma í endurinnlögn til að fá þjónustu sem annars hefði verið hægt að veita í heimaþjónustu. 27. apríl 2018 19:05 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Framsóknarmenn velja sér ritara Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Sjá meira
Sýna ljósmæðrum stuðning með bumbunum Hópur nýbakaðra og verðandi foreldra segist óttasleginn vegna þeirra stöðu sem komin er upp í kjarabaráttu ljósmæðra. 27. apríl 2018 11:33
Forstjóri Landspítalans með skýr skilaboð: "Semjið!“ Páll Matthíasson segir þjónustu ljósmæðra við fjölskyldur í heimahúsum afar mikilvæga. 27. apríl 2018 17:35
Sængurkonur gætu þurft að liggja á setustofum spítalans Sængurkonur og nýburar sem útskrifuðust af Landspítalanum í þessari viku hafa þurft að koma í endurinnlögn til að fá þjónustu sem annars hefði verið hægt að veita í heimaþjónustu. 27. apríl 2018 19:05