Minnst níu tóku upp símann á 30 mínútum á rauðu ljósi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. apríl 2018 20:00 Kristófer Sæmundsson, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Baldur Umferðarlagabrotum vegna hraðaksturs fjölgar með hækkandi sól og notkun farsíma er gríðarlega algeng meðal ökumanna að sögn lögregluvarðstjóra. Á aðeins þrjátíu mínútna tímabili gómaði fréttastofa níu ökumenn í símanum undir stýri við ein gatnamót í dag. Yfir 1300 umferðarlagabrot voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í marsmánuði og hafa þau ekki verið fleiri síðan í janúar 2016. Ástæðuna má meðal annars rekja til þess að hraðamyndavél var sett í gagnið á gatnamótum Njarðargötu og Hringbrautar. Og það kostar sitt að keyra of hratt en um mánaðamótin hækka sektir við umferðarlagabrotum umtalsvert sem var tímabært að sögn Kristófers Sæmundsson, varðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þannig hækkar sekt fyrir hraðaakstur upp í allt að 240.000 krónur. Þá tvöfaldast fjárhæð sektar fyrir að fara yfir á rauðu ljósi, nota ekki öryggisbelti, og þegar biðskylda er virt að vettugi. Þá hækkar sektir fyrir notkun nagladekkja utan tímabils umtalsvert, sem og sekt við notkun farsíma undir stýri. Listinn er ekki tæmandi. Listinn er ekki tæmandi.Vísir/Gvendur„Þetta hefur ekki bitið mikið, enda sér maður það að það er gríðarleg notkun farsíma, enda fer hún upp í 40 þúsund,“ segir Kristófer. Fréttastofa fylgdist með notkun farsíma sama sjónarhorninu á umræddum gatnamótum í um hálfa klukkustund í dag og taldi aðeins þá sem tóku upp símann meðan þeir biðu á rauðu ljósi. Á þeim skamma tíma komum við auga á níu ökumenn sem bersýnilega voru í símanum. Ætla má að þeir hafi verið miklu fleiri sem óku hjá. Á þessum stutta tíma hefði verið hægt að sekta bílstjórana níu fyrir sem nemur 45 þúsund krónum miðað við fjárhæð sekta nú. Eftir mánaðarmót hefði fjárhæð sektanna þó alls numið 360 þúsund krónum. 25% afsláttur er þó veittur ef sektin er greidd innan eins mánaðar. Kristófer segir ökumenn almennt bregðast vel við ef þeir eru gripnir í símanum við akstur. „Fólk það veit upp á sig skömmina þannig það er ekki að rífast mikið,“ segir Kristófer.Ætla má að miklu fleiri hafi verið í símanum sem óku hjá.Vísir/Gvendur Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Umferðarlagabrotum vegna hraðaksturs fjölgar með hækkandi sól og notkun farsíma er gríðarlega algeng meðal ökumanna að sögn lögregluvarðstjóra. Á aðeins þrjátíu mínútna tímabili gómaði fréttastofa níu ökumenn í símanum undir stýri við ein gatnamót í dag. Yfir 1300 umferðarlagabrot voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í marsmánuði og hafa þau ekki verið fleiri síðan í janúar 2016. Ástæðuna má meðal annars rekja til þess að hraðamyndavél var sett í gagnið á gatnamótum Njarðargötu og Hringbrautar. Og það kostar sitt að keyra of hratt en um mánaðamótin hækka sektir við umferðarlagabrotum umtalsvert sem var tímabært að sögn Kristófers Sæmundsson, varðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þannig hækkar sekt fyrir hraðaakstur upp í allt að 240.000 krónur. Þá tvöfaldast fjárhæð sektar fyrir að fara yfir á rauðu ljósi, nota ekki öryggisbelti, og þegar biðskylda er virt að vettugi. Þá hækkar sektir fyrir notkun nagladekkja utan tímabils umtalsvert, sem og sekt við notkun farsíma undir stýri. Listinn er ekki tæmandi. Listinn er ekki tæmandi.Vísir/Gvendur„Þetta hefur ekki bitið mikið, enda sér maður það að það er gríðarleg notkun farsíma, enda fer hún upp í 40 þúsund,“ segir Kristófer. Fréttastofa fylgdist með notkun farsíma sama sjónarhorninu á umræddum gatnamótum í um hálfa klukkustund í dag og taldi aðeins þá sem tóku upp símann meðan þeir biðu á rauðu ljósi. Á þeim skamma tíma komum við auga á níu ökumenn sem bersýnilega voru í símanum. Ætla má að þeir hafi verið miklu fleiri sem óku hjá. Á þessum stutta tíma hefði verið hægt að sekta bílstjórana níu fyrir sem nemur 45 þúsund krónum miðað við fjárhæð sekta nú. Eftir mánaðarmót hefði fjárhæð sektanna þó alls numið 360 þúsund krónum. 25% afsláttur er þó veittur ef sektin er greidd innan eins mánaðar. Kristófer segir ökumenn almennt bregðast vel við ef þeir eru gripnir í símanum við akstur. „Fólk það veit upp á sig skömmina þannig það er ekki að rífast mikið,“ segir Kristófer.Ætla má að miklu fleiri hafi verið í símanum sem óku hjá.Vísir/Gvendur
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira