Framlög til velferðarmála aukin um tugi milljarða á næstu árum Heimir Már Pétursson skrifar 12. apríl 2018 18:30 Forsætisráðherra segir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fela í sér sókn í heilbrigðis- og velferðarmálum og úrbætur á kjörum lífeyrisþega. Stjórnarandstaðan vill að bætt verði um betur en stjórnarþingmaður segir hana tala eins og til standi að skera niður þegar útgjöld verði aukin um rúmlega hundrað milljarða. Fyrri umræðu um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var framhaldið á Alþingi í dag þar sem farið var yfir málefni einstakra ráðuneyta. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að framlög til heilbrigðismála verði aukin um 60 milljarða á næstu fimm árum og um 40 milljarða til annarra velferðarmála. Katrín segir fjármálaáætlunina fela í sér skynsama fjármála- og samfélagsstefnu. „Þetta hafa allir flokkar boðað með einum eða öðrum hætti. Uppbyggingu samfélagslegra innviða. Allir flokkar hafa talað um heilbrigðismál, allir flokkar hafa talað um samgöngumál. Alþingi samþykkti samgönguáætlun árið 2016 sem það fjármagnaði svo ekki. En að sjálfsögðu þurfum við að horfa til þess að við fjármögnum þær hugmyndir sem við viljum taka hér fyrir á vettvangi Alþingis,“ sagði Katrín.Barnabætur standa í staðOddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar gagnrýndi að jöfnunartæki eins og barnabætur væru ekki nýtt. Framlög til þeirra væru ekki aukin en þær tækju að skerðast langt undir lágmarkslaunum. Á Norðurlöndum hafi hins vegar ríkt mikil sátt um stuðning við barnafjölskyldur. „En hér á landi hefur dregið úr vægi þeirra (barnabótanna) jafnt og þétt. Upphæðirnar í fjármálaáætluninni gera ekki ráð fyrir að fleiri fjölskyldur fái barnabætur eða þær hækki umtalsvert,“ sagði Oddný. Forsætisráðherra sagði stefnt að viðræðum við verkalýðshreyfinguna um breytingar á skatta- og bótakerfum til að jafna kjörin. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði að út frá ræðum sumra stjórnarandstöðuþingmanna mætti ætla að verið væri að boða niðurskurð en ekki stórfellda aukningu útgjalda. „En það er nú engu að síður staðreynd að gangi þessi fjármálaáætlun eftir munu útgjöld aukast til málaflokka, þá undanskil ég vaxtakostnað, um 132 milljarða frá árinu 2017 til 2023. Hundrað þrjátíu og tveir milljarðar að raunvirði. Og hvar er nú mesta aukningin? Hún er í velferðarmál,“ sagði Óli Björn sem jafnframt hvatti forsætisráðherra til að skoða nýjar hugmyndir í skattamálum.Katrín segir þingmann falla í gryfjuBirgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins sagði ríkisstjórnina ætla að lækka skatta á vogunarsjóði í Kaupþingi á sama tíma og engu væri bætt í framlög til öryrkja og eldri borgara og vísaði þar til afnáms bankaskatts sem lagður var á tímabundið á sínum tíma. „Hver er eiginlega raunverulegi forsætisráðherra þessarar ríkisstjórnar? Það hlýtur bara að vera Bjarni Benediktsson. Ég vil spyrja hæstvirtan forsætisráðherra er þessi forgangsröðun; ekki í þágu öryrkja, ekki í þágu eldri borgara, nei í þágu vogunarsjóðanna? Er þetta það sem vinstri græn standa fyrir,“ sagði Birgir. Forsætisráðherra sagði arðgreiðslur frá bönkunum fara til uppbyggingu innviða. „En það að tala hér og falla í þá gryfju að vogunarsjóðirnir séu að hafa fjármuni af öryrkjum er auðvitað ekkert annað en þvættingur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira
Forsætisráðherra segir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fela í sér sókn í heilbrigðis- og velferðarmálum og úrbætur á kjörum lífeyrisþega. Stjórnarandstaðan vill að bætt verði um betur en stjórnarþingmaður segir hana tala eins og til standi að skera niður þegar útgjöld verði aukin um rúmlega hundrað milljarða. Fyrri umræðu um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var framhaldið á Alþingi í dag þar sem farið var yfir málefni einstakra ráðuneyta. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að framlög til heilbrigðismála verði aukin um 60 milljarða á næstu fimm árum og um 40 milljarða til annarra velferðarmála. Katrín segir fjármálaáætlunina fela í sér skynsama fjármála- og samfélagsstefnu. „Þetta hafa allir flokkar boðað með einum eða öðrum hætti. Uppbyggingu samfélagslegra innviða. Allir flokkar hafa talað um heilbrigðismál, allir flokkar hafa talað um samgöngumál. Alþingi samþykkti samgönguáætlun árið 2016 sem það fjármagnaði svo ekki. En að sjálfsögðu þurfum við að horfa til þess að við fjármögnum þær hugmyndir sem við viljum taka hér fyrir á vettvangi Alþingis,“ sagði Katrín.Barnabætur standa í staðOddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar gagnrýndi að jöfnunartæki eins og barnabætur væru ekki nýtt. Framlög til þeirra væru ekki aukin en þær tækju að skerðast langt undir lágmarkslaunum. Á Norðurlöndum hafi hins vegar ríkt mikil sátt um stuðning við barnafjölskyldur. „En hér á landi hefur dregið úr vægi þeirra (barnabótanna) jafnt og þétt. Upphæðirnar í fjármálaáætluninni gera ekki ráð fyrir að fleiri fjölskyldur fái barnabætur eða þær hækki umtalsvert,“ sagði Oddný. Forsætisráðherra sagði stefnt að viðræðum við verkalýðshreyfinguna um breytingar á skatta- og bótakerfum til að jafna kjörin. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði að út frá ræðum sumra stjórnarandstöðuþingmanna mætti ætla að verið væri að boða niðurskurð en ekki stórfellda aukningu útgjalda. „En það er nú engu að síður staðreynd að gangi þessi fjármálaáætlun eftir munu útgjöld aukast til málaflokka, þá undanskil ég vaxtakostnað, um 132 milljarða frá árinu 2017 til 2023. Hundrað þrjátíu og tveir milljarðar að raunvirði. Og hvar er nú mesta aukningin? Hún er í velferðarmál,“ sagði Óli Björn sem jafnframt hvatti forsætisráðherra til að skoða nýjar hugmyndir í skattamálum.Katrín segir þingmann falla í gryfjuBirgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins sagði ríkisstjórnina ætla að lækka skatta á vogunarsjóði í Kaupþingi á sama tíma og engu væri bætt í framlög til öryrkja og eldri borgara og vísaði þar til afnáms bankaskatts sem lagður var á tímabundið á sínum tíma. „Hver er eiginlega raunverulegi forsætisráðherra þessarar ríkisstjórnar? Það hlýtur bara að vera Bjarni Benediktsson. Ég vil spyrja hæstvirtan forsætisráðherra er þessi forgangsröðun; ekki í þágu öryrkja, ekki í þágu eldri borgara, nei í þágu vogunarsjóðanna? Er þetta það sem vinstri græn standa fyrir,“ sagði Birgir. Forsætisráðherra sagði arðgreiðslur frá bönkunum fara til uppbyggingu innviða. „En það að tala hér og falla í þá gryfju að vogunarsjóðirnir séu að hafa fjármuni af öryrkjum er auðvitað ekkert annað en þvættingur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira